Skagfirðingabók - 01.01.1990, Blaðsíða 50
SKAGFIRÐINGABOK
eitthvað fara úrskeiðis og sagði mönnum þá óspart til syndanna,
en lá þá heldur ekki á hrósinu, þegar honum þótti vel takast.
Ekki varð þessi kór langær. Eg hygg, að hann hafi ekki náð því
að verða öllu meira en ársgamall. Sjálfsagt hafa ýmsar ástæður
legið til þess, en þó kannski helzt sú, að varla var þá um að ræða
annan söngstjóra í Blönduhlíð en séra Lárus, og hann gat nú
ekki verið alls staðar fremur en aðrir dauðlegir menn. En séra
Lárus hafði ótvíræða hæfileika til söngstjórnar. Hann lék á
orgel, hafði næmt tóneyra, var smekkvís og nákvæmur og mik-
ill unnandi tónlistar. En kannski hefur stundum eitthvað skort
á þolinmæðina, og kröfuharkan verið full mikil miðað við
aðstæður.
Varfærni
Eins og fyrr segir gegndi séra Lárus aukaþjónustu í Rípur-
prestakalli á árunum 1935-40. Þá hafði hann enn ekki eignazt
jeppann. A þeim árum var pabbi organisti við Rípurkirkju. Þeir
séra Lárus munu hafa kynnzt strax og hann fluttist að Miklabæ
og voru alla tíð miklir mátar, þótt ekki bæru þeir alltaf gæfu til
samþykkis. Bundu þeir það fastmælum, að sá, sem lengur lifði,
inælti eftir hinn. Það kom í hlut pabba.
Þegar séra Lárus messaði á Ríp, fór hann gjarnan út í Frosta-
staði og fékk fylgd þaðan yfir í Eyhildarholt, á hestum að sumr-
inu, en gangandi að vetrinum, þegar Héraðsvötnin voru á ís.
Heima fékk hann svo hest, og fylgdust þeir pabbi síðan að til
kirkjunnar. Jafnan gaf hann sér tíma til að staldra við heima í
báðum leiðum, og man eg vel, að um margt var þá skrafað. Síð-
an fékk hann fylgd yfir í Frostastaði, og kom leiðsögnin ósjald-
an í minn hlut. Ekki veit eg, hvort séra Lárus var það, sem kallað
er að vera lífhræddur, en hann var ákaflega varfærinn, þegar far-
ið var yfir Héraðsvötnin, þessi annars duglegi og óvílsami
ferðamaður. Við þurftum að fara yfir þrjár til fjórar kvíslar af
Héraðsvötnunum, eftir því hvaða leið var farin. Engar voru þær
48