Skagfirðingabók - 01.01.1990, Blaðsíða 28
SKAGFIRÐINGABÓK
inni og komið í hug einhver breyting, sem hann taldi til bóta. En
kirkjugestir gátu verið rólegir, því meðan þeir biðu þess að
messa hæfist, sátu þeir inni í stofu við góðar veitingar húsráð-
enda.
Það orð lék á, að séra Lárus trassaði stundum að færa inn í
kirkjubækur það, sem þar átti að skrá. Eg hef að vísu ekki haft
tök á því að líta í kirkjubækur frá tíð séra Lárusar, en er þó nær
að halda, að þar sé ekki mikið um eyður. Hitt mun rétt, að inn-
færsla í bækurnar vildi stundum dragast dálítið. Þegar séra Lár-
us messaði, gifti, skírði eða jarðsöng, þá hafði hann auðvitað
yfirleitt ekki kirkjubókina við höndina. Hann skrifaði þá
atburðinn og tímasetningu hans gjarnan á einhvern blaðsnepil,
sem hann hafði í vasanum. Þar gat svo blaðið gleymzt í bili,
jafnvel týnzt, því séra Lárus fór ekki alltaf beina leið heim að
athöfn lokinni. Þurfti e.t.v. út á Krók eða eitthvað annað. Hann
vissi, að eg skrifaði dagbók. Og það henti stundum, að hann
hitti mig, ef hann vissi mig hafa verið við einhverja athöfn, sem
hann annaðist, og spurði mig hvaða dag hún hefði farið fram.
Jú, eg gat þá leyst úr því, og þannig varð dagbókin mín eins kon-
ar vara-kirkjubók fyrir séra Lárus, eins og hann sagði eitt sinn
sjálfur. Og þannig hygg eg, að alltaf hafi til tekizt. Þótt eitt og
eitt blað týndist í hinu margvíslega amstri daganna, þá komst
flest til skila eftir einhverjum leiðum og hafnaði á sínum rétta
stað.
Sérkennileg athöfn
A sínum tíma varðnokkurtfjaðrafokút af heimflutningi ábein-
um Jónasar skálds Hallgrímssonar frá Kaupmannahöfn. Annað
mál, að því leyti hliðstætt, að um var að ræða flutning á beinum
löngu látinnar manneskju, vakti einnig umtal og eftirtekt, er
hann fór fram. Það var flutningurinn á beinum Miklabæjar-Sol-
veigar, sem færð voru úr Miklabæjarkirkjugarði til greftrunar í
Glaumbæ. Átti það sér töluverðan aðdraganda, sem hér skal
26