Skagfirðingabók - 01.01.1990, Blaðsíða 67
NOFN SKAGFIRÐINGA 1703-1845
/ fallið framan af, hann er skyldur friður sem merkt gat ást og
vernd, auk þess sem okkur er tamast. Mjög hefur dregið úr vin-
sældum nafnsins Ingiríður, eins og fleiri samsetninga sem svo
enda. Kannski hafa menn snúið út úr þessu. Sigríður hefur þó
sloppið við slíkt og haldið velli býsna vel. Nafnið Ingiríður rétt
kemst á blað síðustu áratugi.
Enn voru afskaplega fá óvenjuleg eða skrýtileg nöfn í Skaga-
firði. Þó má kannski segja að Liljurósa sé slíkt nafn. Réttara væri
ef til vill að segja óþarft að skreyta blóm með blómi. Liljurósa
Vigfúsdóttir var fjögurra ára bóndadóttir á Grímsstöðum í
Goðdalasókn 1801. Ekki hétu bræður hennar (Benedikt og
Sigurður) svo frábrugðnum nöfnum. Liljurósa dó 1835 og veit
ég hennar enga nöfnu.
Línanna er mér erfitt nafn. Svo hét ein kona í Skagafirði 1801
og ein í Svarfaðardal; á öllu landinu ein svarfdælsk 1703. Ég veit
ekki hvaðan nafnið er komið, en hitt veit ég, að til var Línus í
hópi dýrlinga, svo og Anna Line (1565-1601), enskur dýrling-
ur. Messudagur hennar var 25. október. Nafnið Línanna er
horfið í manntalinu 1845 og sést ekki síðar.
Moníka var líka dýrlingsnafn, sem barst hingað á 18. öld.
Heilög Moníka var frá Afríku og móðir heilags Agústínusar,
rómuð fyrir þolgæði. Þjóðverjar notuðu þetta nafn meira en við
og segja upprunann óljósan. I Oxford Dictionary of English
Christian Names er talið að nafnið geti verið af afrískum upp-
runa, en því ekki grískum, sbr. forskeytið monot Gæti ekki
Moníka verið hin einstaka? Moníkur voru fjórar á Islandi 1801,
tvær í Dalasýslu og tvær í Skagafirði, báðar í Reykjasókn, önnur
33 ára, hin ársgömul. Þær voru löngum sárafáar, en helst í
Skagafirði (sbr. Moníku á Merkigili), t.d. átta af 11 árið 1910
fæddar þar í sýslu. Nafnið er nú orðið ærið sjaldgæft, en því
bregður þó fyrir í síðustu árgöngum.
Pálmi er ekki mjög fornt nafn á landi hér, elsta dæmið er Þur-
íður Pálmadóttir í skjali frá 1478 (Lind). Pimm af 14 Pálmum
voru í Skagafirði 1801, en 1703 var það aðeins vestanlands og
sárasjaldgæft. Um upprunann eru skiptar skýringar. Sumir
halda að þetta sé sama og junmpálmi, en aðrir að þetta sé komið
5 Skagfirdingabók
65