Jökull - 01.12.1961, Blaðsíða 9
Mynd 5.
Snjómastur 6 km NA af
Grímsvötnum.
Sjiow Stake 6 km NE of
Grimsvötn.
Plioto S. Rist.
orsakað þúfnamyndunina. Áður, eða nánar til-
tekið 10.—15. sept., var ætlunin að fara til
Grímsvatna á Bombardier-skíðabíl, en snúið
frá í karganum.
HITAMÆLING HAUSTIÐ 1960.
Þegar gengið var frá borholunum 1 júní,
voru þær huldar 1,7 metra snjólagi til að
hindra óeðlilega snertingu þeirra við efsta lag
snævarins, þar sem leysti. Þegar komið var að
borholunum í október, var nýsnævi á jökli, en
greiðlega gekk engu að síður að finna þær, því
að þær voru miðaðar við stengur, sem stóðu
skammt frá.
Hitastigið i báðum borholunum reyndist 0 °C,
mcelt með nákvœmninni ± 0,02 °C.
Það var veigamikið atriði, bœði frá jökla- og
vatnafrreðilegu sjónarmiði, að fá óyggjandi
vissu fyrir því, að vetrarfrostið freri úr jöklin-
um að sumrinu. Það þýðir, að regn- og leys-
ingavatn, sem síðsumars sígur niður í gegnum
efstu snjólögin, kemst niður í gegnum jökul-
inn, en frýs ekki aftur.
Þessi niðurstaða, að hér séu jöklar tempr-
aðir, er mjög í samræmi við það, sem vænta
mátti út frá vexti jökulánna, sem ná hámarki
í júlí/ágúst.
Ætla má, að kaldara sé á Bárðarbungu og
Öræfajökli, svo að full ástæða er til að mæla
liita jökulsins þar.
í þessu sambandi vaknar hver spurningin af
annarri. Hvað má veðurfarið kólna, áður en
miðhluti Vatnajökuls verður arktiskur? Þeir,
sem fara um Vatnajökul, veita því fljótt at-
hygli, að hájökullinn er nær allur í stöllum
— aflíðandi brekkur og flatir bekkir skiptast á.
Máske eru það mishæðir jökulstæðisins, sem
þessu valda, en e. t. v. er orsakanna að leita
í breytilegu veðurfari fyrr á tímum, sem leitt
hefur til þess, að hájökullinn var ýmist tempr-
aður eða arktiskur og skrið hans því mishratt.
SNJÓMÆLING HAUSTIÐ 1960.
Snælínan lá haustið 1960 á vestanverðum
Vatnajökli í 1230 metra hæð. Hinn 5. okt.
náði nýsnævi einnig þangað niður, en neðar
7