Jökull


Jökull - 01.12.1961, Side 5

Jökull - 01.12.1961, Side 5
area. for a rnore accurate assessment of the melt- water quantity. SNOW STAKES. In tlxe October 1960 ex- pedition two snow stakes icere erected at Vatna- jökull, location 64° 26' 06" N, 17° 09' 23" W and 64° 20,3' N, 17° 47,8' W. These snow stakes xaere made of 2" waterpipes, a new con- struction as sliown in Fia 5. Til glöggvunar má skipta rannsóknum á Vatnajökli í tvennt: A) Rannsóknir við jökuljaðar. Þær eru kerfis- bundnar og endurteknar ár eftir ár. Staða jökuljaðars er mæld á hverju hausti og mið- uð við föst merki, svo að Ijóst verði, hvort jaðar hefur gengið fram, lialdizt óbreyttur eða hörfað til baka. Skal þeim ekki lýst hér frekar, enda eru niðurstöður þeirra mælinga birtar annars staðar í ritinu. B) Rannsóknir á hájökli. Verkefnin eru mis- munandi frá ári til árs, liáð fjárhagsgetu, mannafla og öðrum slíkum aðstæðum. Sum- um rannsóknunum er hægt að ljúka í eitt skipti fyrir öll, t. d. þykktarmælingum, en aðrar þurfa að ná yfir langt og samfellt tímabil og vera kerfisbundnar, t. d. snjó- mælingar. Jöklarannsóknafélagið fól mér að annast rannsóknir á hájökli árið 1960. Unnu margir að lausn viðfangsefnanna, eins og getið verður í sambandi við hvern einstakan rannsóknarlið. Verkefnin voru þessi: 1. Kanna hitastig jökulsins: Fá úr því skorið, hvort vetrarfrostið héldist í jöklinum allt árið (arktiskur jökull) eða hvort sumarhit- inn næði að eyða frostbylgju vetrarins og færa jökulísinn í 0 °C (tempraður jökull). Verkefnið skiptist í tvo áfanga: a) Bora 30 m djúpar holur niður í jökulinn. b) Mæla hitann í borholunum á ýmsum tím- um. 2. Snjómœlingar: a) Kanna vetrarsnjólagið 1959/60. b) Gera tilraun með snjómöstur, sem stæð- ust veðraham vetrarins. 3. Þyngdarmcelingar: a) Þyngdarmælingar í Grímsvötnum og leita að farvegi lilaupvatns austan þeirra. b) Tengja þyngdarmælingar á jöklinum við þyngdarmælistöðina í Háskóla Islands. 4. Landmœling: a) Gera landabréf af Grímsvatnasvæðinu. b) Finna rúmtak Grímsvatnakvosarinnar, þ. e. a. s. rúmtak ofan vatnsborðs. Fyrsta ferðin á Vatnajökul árið 1960 var 3.— 17. júní. Við mælingamenn notuðum skriðbíl félagsins, Jökul 2. Þá höfðum við að nokkru samflot við ferðafólk, sem var á jöklinum á sama tíma. Það var undir fararstjórn Magnús- ar Jóhannssonar og hafði hann tvo snjóbíla til umráða. I þessum ferðamannahópi voru þaul- vanir jöklamenn, og veittu þeir okkur aðstoð við snjógryfjugröft, borun og landmælingu. HITASTIG JÖKULSINS KANNAÐ. Boraðar voru tvær holur, 27 og 30 metra djúpar. Önnur 6 km norðaustur af Grímsvötn- um í hæðinni 1614 m y. s. og 64° 26' 06" n.b. og 17° 09' 23" v.I., skv. nýja kortinu, sem unn- ið var að á sama tíma. Hin var uppi á Háu- bungu 1730 m y. s. 64° 20' 46" n.b. og 17° 24' 12" v.l. Borað var með 31/2 hestafla snúningsbor, Temperature °C Hiti °C 21 /2 days offer drilling of the hole Hole depth 30m Mynd 2. Flitamælingar í borholum á Vatnajökli. Temperature in boreholes on Vatnajökull. 3

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.