Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1961, Qupperneq 12

Jökull - 01.12.1961, Qupperneq 12
var jökullinn „alauSur" sem kallað er. Ofan við 1400 m y. s. tók nýsnævið að aukast mjög hratt með aukinni hæð og var 110 cm á Háu- bungu, en 60 cm í Grímsvötnum. Um sumarið hafði leyst 50 cm á Háubungu 1730 m y. s. Hjá snjómælistöð norðaustan Grímsvatna 1614 m y. s. hafði leyst 110 cm. I júní var vatnsgildi þessa 110 cm snjólags 550 mrn; en að auki hafði vatnsgildi þess hluta vetrarsnjólagsins 1959/60, sem eftir var, rýrnað um 4%, |). e. a. s. leysing alls 625 mm. Þessi eina snjómælistöð er ekki nægileg, er reikna skal vatnsbúskap Grímsvatna; fleiri stöðva er þörf, mæla þarf regn, uppgufun og skrið jök- ulsins. Mælingin sýndi jró, af hvaða stærðar- gráðu leysingavatnið var. Sé gengið út frá, að sama leysing hafi verið um allt svæðið, sem hallar niður til Grímsvatna, en það er nálægt 300 km2, fæst magn leysingavatnsins 190 gíga- lítrar (= 190 þús. millj. lítra). Er nú rétt að athuga, hverra breytinga mætti vænta í Gríms- vatnakvosinni, ef allt leysingavatnið hefði safn- azt þar saman. I júní var sléttan í Grímsvötn- um um 15 km2 að flatarmáli og jökullinn var á floti á því svæði, að því er virtist. Vatn að rúmmáli til 190 Gl, er saínast saman undir ísþekjunni, myndi því lyfta lienni um 12 metra. Staða ísþekjunnar i Grímsvötnum var mæld með loftþyngdarmæli 9. okt. 1960 og reyndist hún þá hafa lyftst um 9 m ± 2 m á tímabil- inu 14. júní til 9. okt., en Jtað 'svarar til, að aukning vatns og íss í Grímsvötnum hafi verið einhvers staðar á bilinu 115 til 165 Gl. SNJÓMÖSTUR. Borholurnar voru miðaðar við bambussteng- ur, en slíkar stengur fá eigi staðið á hájökli vetrarlangt. A undanförnum árum hafa verið gerðar til- raunir með nokkrar gerðir mastra, en allt kom- ið fyrir ekki; næsta ár örlaði hvergi á möstr- unum. Haustið 1960 skyldi ný gerð reynd, einföld í sniðurn og sterk í raun. Hafði ég fengið Ásgeir verkstjóra Guðmundsson í Landssmiðjunni í lið með mér til þess að leggja á ráðin og út- búa snjómöstrin. Snjómöstrin voru þrífætur úr 2 þuml. vatns- rörum. Milli röranna voru 88 cm. Þau hvíldu á fótplötum, sem skrúfaðar voru neðan í þau og náðu 50 cm út fyrir hvert rör, þegar mastrið hafði verið reist. Nauðsynlegt er að hafa fót- plötur fastar á rörunum, því að hlutverk þeirra er ekki einungis burður, heldur jafnframt að standast tog upp á við, t. d. af völdum ísingar, sem hleðst utan á eina hlið mastursins og tog- ar gagnstæða hlið upp. Á 125 cm bili voru rörin fest saman með hringum. Þrír armar með hólk í miðið voru rafsoðnir í hvorn hinna tveggja efstu hringa mastranna. í hólkana var sett svonefnd toppstöng (2" rör), fest með stilliboltum (sjá myndir). Einn þriðji mastranna, efri hluti þeirra, var dökkur að lit, svo að hann yrði greindur, en tveir þriðju hlutar voru hvítmálaðir til þess að draga úr óeðlilegri leysingu við stangirnar, jtegar möstrin standa hátt yfir snjó. Reist voru tvö möstur, sem hér segir: 1) Við Pálsfjall: Um 800 m norðaustur af línu Pálsfjall—Kerl- ingar, 7,5 km frá Pálsfjalli og nál. 11,5 km frá Kerlingum. Lengd og breickl staðarins; 64° 20,3' n.b. 17° 47,8' v.l. Þægilegast mun vera fyrir jökulfara að finna staðinn eftir pólmiðun. Er þá nægilegt að sjá annaðhvort Pálsfjall eða Kerlingar. Ef Pálsfjall sést, skal hafa það 158° misvísandi frá leitar- manni. Stefnan til Kerlingar á sama hátt er 330° misvísandi. Hinn 6. október 1960 var toppur snjómast- ursins 463 cm yfir snjó. Nýsnævi 15 cm, eðlis- {>yngd 0,3. 2) Við Grímsvötn: Snjómælistöð NA aE Grímsvötnum 64° 26' 06" n.b. 17° 09' 23'' v.l. Auðveldast er að finna snjómastrið með pól- miðun þannig: Póll: Staðið nokkrum metrum norðan og austan við Grímsvatnaskála hjá punkti N (benzíngeymsla). Hornið Vestra-Grímsfjall (varða)—Snjómastur er 174° 56' 21" og vega- lengd í mastrið um 6 km (Sjá Grímsvatna- kortið.). Hinn 9. október 1960 var toppur snjómast- ursins 670 cm yfir snjó. Efsta snjólagið var ný- snævi 60 cm og að eðlisþ. 0,35. Mastrið var 245 cm í snjó, þ. e. lengd mastursins alls 915 cm. 10
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.