Jökull


Jökull - 01.12.1961, Blaðsíða 29

Jökull - 01.12.1961, Blaðsíða 29
IV. Kerlingarfjöll Loðmundarjökull .................... VII. Langjökull Fúlakvísl (Þjófakrókur) ............ Hagavatnsjökull vestari (W-snout) . .. — austari (E-snout) . . ATHUGASEMDTR OG VIÐAUKAR. Kaldalónsjökull. Urn liann segir Aðalsteinn bóndi Jóhannsson á Skjaldfönn: „Jökullinn var hulinn nýju snjóföli, en virtist sléttur og svo til sprungulaus. Tel hann hafi þynnzt álíka og sl. ár eða 6—7 m. Nú fellur áin fram um hálf- gerð þrengsli og er fremsta jökultotan fram yfir ána. Borgin eða skerið uppi í brúninni sýndist mér hafa lengst nokkuð til suðurs. Skjaldfönnin. Hana tók upp 15. sept. Það síðasta fór þá tir Traðarlæksbakkanum. I Högg- unum var eftir töluverður skafl, en annars stað- ar tók allan snjó hér úr brúnunum. Síðasti vetur var snjóléttur, þó að vísu væru víða allmiklir skaflar í skjólum. Leirufjarðarjökull. Mælingu varð ekki kom- ið við, en Hallgrímur Jónson telur hann hafi heldur minnkað. Snœfellsjökull. Jón Eyþórsson og Þorleifur Guðmundsson fóru til mælinga 10. október. Svartaþoka lá í belti austan á Jökulhálsi, svo að skyggni var varla 40 m við Jökulræturnar. Reyndist ógerlegt að fylgja merkjaröðinni á Jökulhálsi, enda mun 5. merki í röðinni hafa skolazt burtu í leysingum. Sólheimajökull. Við A-röndina, austan við Jökulhaus, eru sléttir aurar framan við jökul- inn. Aðeins rnjór sporður nær niður á jafn- slétt, og hafa þarna orðið furðulegar breyting- ar á staðháttum síðustu 30 árin. A bak við Jökulhaus lækkar jökullinn ört, og er Hausinn sýnilega stakt fell í dalmynninu milli Hvítmögu og Yztheiðar. Skeiðardrjökull. Hannes á Núpstað mældi upp af Sandgígjunum eins og áður. Segir hann, að jökullinn sé þar hár og brattur, og gangi því hægar á hann en að undanförnu, er hann var miklu flatari. Ragnar Stefánsson í Skaftafelli segir, að sér virðist Skeiðarárjökull allur hafa lækkað tölu- vert heiman frá Skaftafelli séð og miðað við Núpsstaðarfjiill. Morsárjökull. „Meðfram Morsárjökli er ..... 1959/61 4- 14 (2 ár) ..... 1959/61 -t- 31 (2 ár) ..... 1956/61 -4- 300 (5 ár) 1950/60 (10 ár) -4- 870 -4- 50 komið lón, að lieita má óslitið milli Skora og Miðfells. Aðeins á einum stað var haft, sem skildi lónin sundur. Þar var sett merki haust- ið 1960. Lónið mun vera djúpt austur við Skorarnar. Þar liefur stór jaki brotnað framan af jökl- inum og rekið dálítið. Eg áætlaði hæð hans upp úr vatni 7—9 m að minnsta kosti. í hon- um var talsvert af stórum steinum og grjót- ruðningi, sem vissulega þyngir hann. Skaftafellsá hefur komið undan jökli fast við Skaftafellið svo lengi, sem við höfum sagnir af. í fvrra sumar (1960) fór að koma smákvísl úr lienni allmiklu austar eða því sem næst beint upp af brúnni. í sumar liefur svo meiri liluti árinnar runnið Jrarna fram, aðeins smá- læna með fjallinu. Svinafellsjökull hefur gengið fram um 6 m um miðjuna, stytzt um 18 m við nyrzta merkið, en staðið í stað syðst, enda erfitt að mæla Jrar vegna aurs. Guðlaugur Gunnarsson segir, að sér hafi sýnzt jökullinn þynnast mjög mikið Jrrjú síðustu árin. Breiðamerkurjökull vestan Jökulsár. Upp af Nýgræðum, Jrar sem vant er að rnæla, er komin nokkur lægð meðfram jöklinum. Er hætt við, að lón setjist í hana. Þess vegna setti Flosi Björnsson upp nýja merkjaröð, litlu vestar en áður. Yzta merki er á allstórum steini á jökul- öldu. Þaðan að Ma eru 200 m, frá M2—M3 eru 250 m og frá M3 að jökli voru 97 m. Sjávarströndin vestan Jökulsár (Sbr. Jökul 1960, bls. 32) hefur lítið breytzt á árinu 1960. Telur Flosi Björnsson, að landbrot það, sem þarna hefur átt sér stað að undanförnu, muni hafa náð hámarki eða fara hægt úr þessu. Síðasta dag ágústmánaðar hljóp Fjallsá, eitt liið mesta hlaup á síðari árum, að Jrví er virtist. Austan Jökulsár hefur jökullinn aðeins hop- að 16 m milli Jökulsár og Stemmu. „Smávatns- lænur hafa brotið sér farveg með jöklinum alla leið vestur í Jökulsárlón og grafið djúpt niður. — Upp af Stemmulóni eyðast geilar norðvestur 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.