Jökull


Jökull - 01.12.1961, Blaðsíða 20

Jökull - 01.12.1961, Blaðsíða 20
o. mynd. Unnið að hækkun járnmasturs norð- vestur af Pálsfjalli. Kerling í baksýn. — A mast for accumulation and ablation measurements is being erected 7.5 km NW of Pálsfjall. — Ljósm.: S. Þórarinsson 11. sept. 1961. nteð batteríum beggja víslanna og ná þannig stykkinu úr kveikjunni, setja þar í stað sama stykki úr Kugg og láta svo Jökul II draga hann. jVíagnús Karlsson mótmælir þessu áforrni ár- angurslaust, en hann telur þetta niðrandi með- ferð á Kugg, sem hefur staðið sig með ágæt- um síðan gert var að beltum hans niðri á skrið- jökli. En litlu munaði að hann hyrfi niður í jökulsprungu á niðurleið austan í Svíahnúk í gær. Féll snjófylla niður í gapandi, breiða sprungu í því hann náði festu á neðri bafmi hennar. Gryfjugreftri lauk kl. 18 og var grafin 5 m djúp gryfja (Nánari niðurstöður af þeim greftri, sem og af gryfjugreftri á síðastliðnu vori er að finna í sérstakri grein i næsta hefti). Bílaviðgerðarmenn komu kl. 1635 með bíl- ana báða og hafði rafsegull þeirra dugað svo sem ætlað var. Var þá tekið til að hækka mastr- ið, en veður var óðum að versna. Var mastrið hækkað um 616 cm svo að það stóð 858 cm upp úr hjarninu, en heildarlengd mastursins orðin 1531 cm. Stendur miðstöngin 261.5 cm yfir efstu gjörð. Var þessu verki lokið kl. 2020 og var þá kominn blindbylur og hvínandi rok og var enginn ofsæll af því að skrúfa saman efstu liluta mastursins í slíku veðri. Það tókst síðan að draga Kugg á eftir Jökli II alla leið upp á Svíahnúk, en þangað náðum við kl. 2150. 13. sept. — Þennan clag allan var suðaustan stormur og hríð, liiti nærri frostmarki. 14. sept. — Veður síst betra en daginn áður. Lægt með miðju 400—500 km fyrir sunnan land, fann upp á því að færast til norðvesturs og grynnast mjög hægt. Hiti var þennan dag í kringum frostmark og stormur ýmist frá SA eða SSA. 15. sep't. — Fórum frá Grímsvatnaskála kl. 625 í hvínandi roki og skafrenningi. Var keyrt í blindu vestur fyrir Háubungu, en áður en kæmi að járnmastrinu nroðvestur af Pálsfjalli rofaði til og fundum við mastrið. Ferðin þaðan niður á jökulrönd sóttist seint, því jökullinn var mun verri yfirferðar en þegar farið var upp eftir. Neðst á jöklinum var glerhált. Fór þar belti af Kugg og var hann skilinn eftir en með Jökul II komumst við á jaðar jökulsins kl. nær 21. Flafði kvíslin, sem rennur með jökul- jaðrinum, vaxið mjög, og festist vísillinn í henni, en nteð aðstoð Dodge áVeaponsins og bíls Þórð- ar, sem voru á hinurn bakkanunt, tókst að ná honurn upp eftir klukkutíma strit. Að Tungná komum við í þreifandi rnyrkri kl. 2210. Var hún /. mynd. Naggur séður frá Depli. — View from. the trig. point Depill towards the hillock Nagg- ur, one of the hillocks to which the rising of the water level in Grimsvötn is referred. — Ljósm.: S. Þórarinsson 11. sept. 1961. 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.