Jökull


Jökull - 01.12.1961, Blaðsíða 15

Jökull - 01.12.1961, Blaðsíða 15
ustu og úrræðabeztu jöklamonnum okkar. Einnig var með í för til aðstoðar við gryfju- gröft og mælingar Halldór Ólafsson. Saman- lagt voru það því 11, sem á jökulinn fóru að þessu sinni. Hcr fer á eftir útdráttur úr daglrók ferðar- innar: 10. júní, laugardagur. — Farið var úr Reykja- vík kl. 14.30 á þrem bílum. Bílstjórar voru Þórður Sigurðsson (R 1069), og var kona hans með í för, Guðjón Jónsson (R 2756) sem flutti Jökul I, og Gunnar Guðmundsson, er stýrði Dodge Weapon Jöklarannsóknafélagsins. Feng- um gott þurrviðri alla leiðina. Staldrað var við í Rangárbotnum og skoðuð gryfja, sem þar hef- ur verið grafin. Sést þar, að ljósa öskulagið H3, sem er um 2700 ára gamalt, hefur lagst utan um birkitré, sem hefur verið meir en 4 m hátt og ærið gilt. Hallar holunum eftir greinarnar eðlilega upp á við, svo að um litla samþjöppun vikursins heíur verið að ræða eftir að hann féll, en lagið er um 5 m þykkt. í Jökulheima var komið kl. 2.30 aðfaranótt þess 11. Var þá bjart til jökulsins að sjá. 11. júní. — Steingrímur og félagar hans mældu þennan dag snið á Tungnárjökli. Sjálfur mældi ég grasreiti Sturlu Friðrikssonar austan lækjar, sem höfðu staðið vel af sér veturinn og var ekkert kal í þeim. Jökull II var sóttur niður að Hraunsvötnum. Búnir til ferðar frá Jökul- heimum kl. 17.40. Tungná liefur breytt sér nokkuð og vatnið lagst aðallega í vestustu kvíslina. Lögðum á jökul kl. 19.50. Höfðum þyngsla farangur meðferðis, m. a. sex bensín- tunnur, enda fór svo að sleðinn með „eldhús- inu“, sem var aftan í „Kugg“ (Jökli I) sligað- ist sundur og tók langan tíma að tjasla honum saman. Var klukkan nær 22.00 er þessu var lokið. 12. júní. — Áfram var haklið alla aðfaranótt þ. 12. júní, nema þegar stanzað var vegna þyngdarmælinga við hvern 600 feta hæðarmis- mun. Við kornum beint að járnmastri því, sem Sigurjón Rist og félagar hans höfðu reist aust- an við línuna Pálsfjall-Kerlingar þ. 6. okt. 1960. Stóð það þá 463 cm upp úr snjó en nú 86 cm, nettó ákoma því 377 cm, sem mun samsvara um 1900 mm vatns. Haldið var frá mastrinu kl. 08 í bjartviðri og hélzt það veður þar til við kom- um á Svíahnúk vestri á 12. tímanum. Var þar sett upp mælingarstöng, en á meðan skall yfir niðdimm þoka og hélzt þann dag allan. Var 1. rnynd. Steingrímur, Pétur Jökull og Sigmund- ur að mælingum á Svíahnúk eystri. — The geo- decist group at work on Sviahnúkur eystri. — Ljósm. S. Þórarinsson 13. júní 1961. því seinfarið milli hnúkanna. Að skála kom- um við kl. 14.00 eftir rösklega 16 tíma ferð frá jökulrönd. Hiti kl. 18.00 2° C, kl. 23.00 -í- 3° C. Eftir snæðing var gengið til náða. 13. júní. - Veður kl. 09.00 SSA 2, -t- 2° C, léttskýjað; kl. 12.00 SSA 3, 0° C, þoka að leggj- ast yfir; kl. 18.00 SA 4, ~ 10 C, hríðarhragl- andi, skyggni 40 m. Flestir sváfu fram undir hádegi. Eftir snæðing var reynt að komast nið- ur i Grímsvötn, en snúa varð við er þoka skall yfir. Hellar skoðaðir síðar um daginn. Virtist sem vottur af kolsýru væri í botni stærsta hell- isins. Síðan hófst frímerkjasleiking. 14. júní. - Veður kl. 12.00 SA 5, 0° C, úr- komulaust, en dimm þoka. Kl. 18.00 SSA 6, ~ 1° C, skyggni 40 m. Ekkert aðhafst þenna dag nema éta, sofa og sleikja frímerki. 15. júní. — Veður kl. 9.00 SSA 3, 1° C, skyggni 50 m; kl. 12.00 SSA 3, 1.5° C, skyggni 40 m, slydda; kl. 18.00 SA 3, -h 1° C, hríð. Eftir hádegi var gerð tilraun til að komast niður í viitn, en þokan var dimmri en uppi er niður fyrir brekkuna kom, og varð enn við að snúa. Frímerkjasleikingum var því haldið áfram og lokið að mestu. Um þær var kveðið: 111 var koma í auman rann, illa við mig hér ég kann, illt er nautna allra bann, illt er að sleikja forsetann. Haukur, Magnús og Örn voru lengi dags að gera við startara í öðrum víslinum. Síðar um kvöldið skemmti Magnús með mergj- uðum sögum af sjálfum sér á uppvaxtarárum. 16. júní. — Veður kl. 9.00 A 7, -t- 1° C, hríð- arkóf; kl. 12.00 SA 7-8, 0° C, hríð; kl. 18.00 SA 3-4, h- 1° C, þoka. 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.