Jökull


Jökull - 01.12.1961, Blaðsíða 30

Jökull - 01.12.1961, Blaðsíða 30
Frá félaginu: AÐALFUNDUR Aðalfundur var haldinn í Tjarnarkaffi þriðju- daginn 31. janúar 1961 kl. 20.30 og sóttu hann um 60 manns. Fundarstjóri var Guðbrandur Magnússon fyrrv. forstjóri. Þetta gerðist: 1. Formaður flutti ýtarlega skýrslu um starf félagsins á liðnu starfsári og minntist þess sérstaklega að liðin voru 10 ár frá stofnun félagsins. 2. Gjaldkeri lagði fram endurskoðaða reikn- inga félagsins. Niðurstöðutölur rekstrar- reiknings voru kr. 154.070,12, afskriftir af jökulhúsum og bílum voru kr. 13.168,74, tekjuafgangur kr. 18.741,09 og skuldlaus eign í árslok kr. 233.991,15. Félagsmenn voru 320. 3. Stjórnarkosning. Formaður, Jón Eyþórsson, var áður kjörinn til aðalfundar 1963 en meðstjórnendur voru endurkjörnir, þeir Arni Stefánsson, Sigurður Þórarinsson, Sig- urjón Rist og Trausti Einarsson, en í vara- stjórn Guðmundur Jónasson, Magnús Jóhannsson og Stefán Bjarnason. Endur- skoðendur voru endurkjörnir Gunnar Böð- varsson og Rögnvaldur Þorláksson. í jökulinn. Kemur Jrar fram hallandi sandalda, og er lægð í jökulinn í sömu stetnu, en hæðar- hryggur fyrir framan. Hvort þar er um klett að ræða, kemur í ljós bráðlega, ef svona heldur áfram,“ segir Þorsteinn á Reynivöllum í bréfi, dags. 8. des. 1961. Skdlafellsjökull. I síðasta liefti Jökuls var hann talinn hafa hopað 41 m 1959/60, en þá var mæling á Eyvindstungnakolli tekin inn í meðaltalið, en það er ekki rétt, vegna þess að þar er jökullinn um 400 m yfir sjó og stað- hættir aðrir en við sjálfan jökulsporðinn. Hoffellsjökull. Þar hafði fjarlægð við aust- asta merki verið oftalin um 50 m haustið 1960, vegna þess að jökulbrúnin var ógreinileg. Jök- ullinn er þarna ílatur og liggur fram í dálítið lón, sem var orðið ísi lagt, þegar mæling var gerð. Haustið 1961 var brúnin hins vegar greini- leg, og virtist eftir mælingunni, sem hann hefði skriðið fram, en útlit jökulsins vitnaði gegn því. Sá mælingamaður, Leifur Guðmundsson í Hoffelli, hvernig í þessu lá. 4. Lagabreyting. Samkvæmt tillögu stjórnar- innar var einróma samþykkt að hækka árs- gjald upp í 100 krónur. 5. Sýnd var litkvikmynd Arna Stefánssonar af Fransk-íslenzka Vatnajökulsleiðangrinum 1951, fyrsta og að öllu samanlögðu árang- ursríkasta leiðangrinum, sem efnt hefur ver- ið til á þeim fyrsta áratug sem félagið hef- ur starfað. Er kvikmyndin mikilsverð heim- ild um þenna leiðangur og skemmtileg að auki. Úr skýrslu formanns: „Svo sem kunnugt er, hljóp Skeiðará síðastl. vetur, og voru þá liðin rúml. ði/g ár frá síðasta hlaupi þar áður. í sambandi við þetta hlaup var farið í tvær könnunarflugferðir til Gríms- vatna og var önnur Jr. 14. jan. 1960, þ. e. dag- inn eftir að hlaupið hafði náð hámarki. Þess er skylt að geta með Jtakklæti, að fyrir milli- göngu Birgis Kjarans greiddi Menntamálaráð aðra flugferðina að miklu leyti. — 1 þessum ferðum tók Magnús Jóhannsson samanburðar- myndir af sigsprungum og sigbörmum í Gríms- vötnum, og hefur heitið að gefa félaginu upp settar í réttri röð til samanburðar við væntan- leg hlaup síðar. — I júlímánuði hljóp nokkuð lir Grænalóni, og þ. 16. s. m. var flogið austur yfir Grænalón og niður með hlauprásinni. Amerískur eldfjalla- fræðingur greiddi mikinn hluta af kostnaðinum gegn því að fá að skoða Heklu og Lakagíga í leiðinni. I haust var flogið yfir Kötlusvæðið og Gríms- vötn, einnig yfir Skaftársigdældina, norðvestan Grímsvatna, en vöxtur hljóp í Skaftá í sept., og lagði af henni sterkan brennisteinsþef, sem fannst norður j land. Ekki virtist þó hafa verið um jakaburð að ræða. Flugmaður í öllum þessum ferðuni var Bjiirn Pálsson, en af hálfu félags okkar tók Sigurður Þórarinsson þátt i þeim öllum.“ Ritari. EINS og frá er greint á innri kápusíðu flyt- ur JOKULL að þessu sinni — og mun væntan- lega framvegis flytja greinar um ýmsa þætti jarðvísinda aðra en ís og jökla. JÖKULL hefur þegar náð nokkurri útbreiðslu erlendis, og þyk- ir því viturlegra að færa nokkuð út efnissvið hans en stofna nýtt tímarit. Verður nánar að fjessu vikið í næsta hefti. Ritstjórar JÖKULS. 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.