Jökull


Jökull - 01.12.1961, Side 30

Jökull - 01.12.1961, Side 30
Frá félaginu: AÐALFUNDUR Aðalfundur var haldinn í Tjarnarkaffi þriðju- daginn 31. janúar 1961 kl. 20.30 og sóttu hann um 60 manns. Fundarstjóri var Guðbrandur Magnússon fyrrv. forstjóri. Þetta gerðist: 1. Formaður flutti ýtarlega skýrslu um starf félagsins á liðnu starfsári og minntist þess sérstaklega að liðin voru 10 ár frá stofnun félagsins. 2. Gjaldkeri lagði fram endurskoðaða reikn- inga félagsins. Niðurstöðutölur rekstrar- reiknings voru kr. 154.070,12, afskriftir af jökulhúsum og bílum voru kr. 13.168,74, tekjuafgangur kr. 18.741,09 og skuldlaus eign í árslok kr. 233.991,15. Félagsmenn voru 320. 3. Stjórnarkosning. Formaður, Jón Eyþórsson, var áður kjörinn til aðalfundar 1963 en meðstjórnendur voru endurkjörnir, þeir Arni Stefánsson, Sigurður Þórarinsson, Sig- urjón Rist og Trausti Einarsson, en í vara- stjórn Guðmundur Jónasson, Magnús Jóhannsson og Stefán Bjarnason. Endur- skoðendur voru endurkjörnir Gunnar Böð- varsson og Rögnvaldur Þorláksson. í jökulinn. Kemur Jrar fram hallandi sandalda, og er lægð í jökulinn í sömu stetnu, en hæðar- hryggur fyrir framan. Hvort þar er um klett að ræða, kemur í ljós bráðlega, ef svona heldur áfram,“ segir Þorsteinn á Reynivöllum í bréfi, dags. 8. des. 1961. Skdlafellsjökull. I síðasta liefti Jökuls var hann talinn hafa hopað 41 m 1959/60, en þá var mæling á Eyvindstungnakolli tekin inn í meðaltalið, en það er ekki rétt, vegna þess að þar er jökullinn um 400 m yfir sjó og stað- hættir aðrir en við sjálfan jökulsporðinn. Hoffellsjökull. Þar hafði fjarlægð við aust- asta merki verið oftalin um 50 m haustið 1960, vegna þess að jökulbrúnin var ógreinileg. Jök- ullinn er þarna ílatur og liggur fram í dálítið lón, sem var orðið ísi lagt, þegar mæling var gerð. Haustið 1961 var brúnin hins vegar greini- leg, og virtist eftir mælingunni, sem hann hefði skriðið fram, en útlit jökulsins vitnaði gegn því. Sá mælingamaður, Leifur Guðmundsson í Hoffelli, hvernig í þessu lá. 4. Lagabreyting. Samkvæmt tillögu stjórnar- innar var einróma samþykkt að hækka árs- gjald upp í 100 krónur. 5. Sýnd var litkvikmynd Arna Stefánssonar af Fransk-íslenzka Vatnajökulsleiðangrinum 1951, fyrsta og að öllu samanlögðu árang- ursríkasta leiðangrinum, sem efnt hefur ver- ið til á þeim fyrsta áratug sem félagið hef- ur starfað. Er kvikmyndin mikilsverð heim- ild um þenna leiðangur og skemmtileg að auki. Úr skýrslu formanns: „Svo sem kunnugt er, hljóp Skeiðará síðastl. vetur, og voru þá liðin rúml. ði/g ár frá síðasta hlaupi þar áður. í sambandi við þetta hlaup var farið í tvær könnunarflugferðir til Gríms- vatna og var önnur Jr. 14. jan. 1960, þ. e. dag- inn eftir að hlaupið hafði náð hámarki. Þess er skylt að geta með Jtakklæti, að fyrir milli- göngu Birgis Kjarans greiddi Menntamálaráð aðra flugferðina að miklu leyti. — 1 þessum ferðum tók Magnús Jóhannsson samanburðar- myndir af sigsprungum og sigbörmum í Gríms- vötnum, og hefur heitið að gefa félaginu upp settar í réttri röð til samanburðar við væntan- leg hlaup síðar. — I júlímánuði hljóp nokkuð lir Grænalóni, og þ. 16. s. m. var flogið austur yfir Grænalón og niður með hlauprásinni. Amerískur eldfjalla- fræðingur greiddi mikinn hluta af kostnaðinum gegn því að fá að skoða Heklu og Lakagíga í leiðinni. I haust var flogið yfir Kötlusvæðið og Gríms- vötn, einnig yfir Skaftársigdældina, norðvestan Grímsvatna, en vöxtur hljóp í Skaftá í sept., og lagði af henni sterkan brennisteinsþef, sem fannst norður j land. Ekki virtist þó hafa verið um jakaburð að ræða. Flugmaður í öllum þessum ferðuni var Bjiirn Pálsson, en af hálfu félags okkar tók Sigurður Þórarinsson þátt i þeim öllum.“ Ritari. EINS og frá er greint á innri kápusíðu flyt- ur JOKULL að þessu sinni — og mun væntan- lega framvegis flytja greinar um ýmsa þætti jarðvísinda aðra en ís og jökla. JÖKULL hefur þegar náð nokkurri útbreiðslu erlendis, og þyk- ir því viturlegra að færa nokkuð út efnissvið hans en stofna nýtt tímarit. Verður nánar að fjessu vikið í næsta hefti. Ritstjórar JÖKULS. 28

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.