Jökull


Jökull - 01.12.1968, Blaðsíða 3

Jökull - 01.12.1968, Blaðsíða 3
SiTö, 6 JOKULL Á R S R I T J Ö KLARAN N SÓ KNAFÉ LAGS ÍSLANDS III 18. ÁR REYKJAVÍK 1968 Tvívetni í gmnnvatni og jöklum á Islandi BRAGI ÁRNASON, RAUNVÍSINDASTOFNUN HÁSKÓLANS INNGANGUR Hinar tvær stöðugu samsætur (ísótópar) vetnis nefnast einvetni (protium P) og tvívetni (deuterium D). Tvívetni kemur þó fyrir í miklu minna magni, að jafnaði eru um það bil 160 tvívetnisfrumeindir í hverri milljón vetnisfrum- einda. Þá finnst í náttúrunni ein vetnissam- sæta enn, þrívetni (tritium T). Þrívetnissam- sætan er enn sjaldgæfari en tvívetni, og að auki er hún óstöðug eða geislavirk. Um leið og þrí- vetni sendir frá sér p-geisla, breytist það í helí- um. Hér mun aðeins verða fjallað um hinar stöðugu samsætur vetnis. Eftir að tvívetni fannst árið 1932, héldu menn fyrst í stað, að hvar sem vetni fyndist í náttúrunni, væri alltaf í því sama rnagn tvi- vetnis og að í hverri milljón vetnisfrumeinda væru alltaf um það bil 160 tvívetnisfrumeindir. Þegar mælingar urðu nákvæmari, kom þó í ljós, að þetta var alls ekki rétt. Sjávarvatn reyndist innihalda um 160 tvívetnisfrumeindir í einni milljón. í fersku vatni eða úrkomu var alltaf nokkuð minna tvívetni, en þó var tvívetnis- magn þess mjög mismikið, allt eftir því, hver uppruninn var. Þá kom og í ljós, ef nokkur fSUH hluti vatns fraus, að ísinn varð auðugri af tví- vetni en vatnið, sem eftir var. Þessi mismunur í tvívetnismagni vatns leiddi til þess, að fljótlega varð Ijóst, að þegar vatn breyttist úr einu ástandi í annað, átti sér stað aðskilnaður tvívetnis. Ef gufa er til dæmis þétt að nokkru leyti, þá verður vatnið tvívetnis- auðugra en upprunalega gufan, en gufan, sem eftir er, verður að sama skapi tvívetnissnauð- ari. Ef nokkur hluti vatns er frystur, þá verður ísinn á sama hátt tvívetnisauðugri en uppruna- lega vatnið, en það vatn, sem eftir er, verður að sama skapi tvívetnissnauðara. Þvílíkur að- skilnaður tvívetnis reyndist þó miklu meiri við þéttingu en við frystingu. Þegar vatn þéttist í skýjum og fellur til jarð- ar sem regn, hlýtur samkvæmt ofansögðu að eiga sér stað aðskilnaður tvívetnis, þannig að það aukist í regninu, en minnki í rakanum, sem eftir er í loftinu. Hvaða afleiðingar hefur svo þetta, þegar liafátt kernur með rakt loft inn yfir landið? Hafáttin ber með sér rigningu inn á mitt hálendi, og líta má á regnið á hverj- um stað sem hlutaþéttingu rakans. Niðurstaðan ASftFN JÖKULL 18. ÁR 337 r. 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.