Jökull - 01.12.1968, Blaðsíða 36
um eru mjög takmarkaðar enn sem komið er.
Til að sannprófa varmatapsformúlurnar og
endurbæta þær hafa þrjár aðferðir við slíkar
mælingar verið teknar til athugunar.
I febrúar og marz 1965 voru gerðar rúmtaks-
mælingar á Búrfellshrönn eftir loftmyndum.
Rúmtak hrannarinnar milli Gaukshöfða og
Þjófafoss jókst um 19 ± 1 milljón rúmmetra
dagana 18,—27. marz. Utreiknuð ísmyndun í
vökinni ofan Þjófafoss á sama tímabili var 15
milljón tonn, og er áætlað, að um 13 milljón
tonn hafi borizt í hrönnina. Til þess að þetta
komi heim við rúmtaksmælingarnar verður
vatnsgildi hrannarinnar að vera 0,65—0,72, sem
er frekar hátt, en þó alls ekki fjarstæðukennt.
Önnur aðferð er fólgin í því að mæla breyt-
ingar vatnshitans í ánni og reikna út varma-
tapið eftir vatnshitajöfnunum. Slíkar mælingar
eru vandkvæðum bundnar í stórám, vegna þess
hve vatnshitinn getur verið breytilegur þvert
yfir ána í sama þversniði, og hafa ekki borið
árangur ennþá.
Með þriðju aðferðinni er ráðgert að mæla ís-
skrið (krap) á tveimur stöðum með ákveðnu
millibili í straumvök og reikna út varmatapið
eftir viðbótinni á ísskriðinu. Björn Kristinsson
verkfr. hefur fundið upp handhægt tæki til
samfelldra mælinga á ísskriði, og verður það
vafalaust notað við svona mælingar í framtíð-
inni, en tækið hefur verið á tilraunastigi fram
að þessu.
REFERENCES
Berliand, T. G. 1960: Method of Climatological
Estimation of the Global Radiation. (In
Russian). Meteorologia i Gidrologia, No. 6,
9-12.
Bretting, A. E. 1960: Hydraulik. Teknisk For-
lag, Köbenhavn (Copenhagen).
Budyko, M. I. 1956: The Heat Balance of the
Earth’s Surface. Translated by N. A. Ste-
panova. U. S. Department of Commerce,
Washington D.C. 1958.
Cox, C. and W. Munk. 1955: Some Problems
in Optical Oceanography. J. of Marine Res.
14, 63-78.
Devik, O. 1931: Thermische und dynamische
Bedingungen der Eisbildung in Wasser-
láufen. Geofys. Publ. Vol. IX. No. 1.
Dingman, S. L., W. F. Weeks and C. Yen. 1968:
The Effects of Thermal Pollution on River
Ice Conditions. Water Resources Research,
4, 349-362.
Einarsson, M. A. 1966: Global radiation in
Reykjavik and its relation to some mete-
orological elements. Meteorologiska Annal-
er, 4, 571-616.
Haltiner, G. J. and F. L. Martin. 1957: Dyna-
mical and Physical Meteorology. McGraw-
Hill, New York, Toronto, London.
Schlichting, H. 1960: Boundary Layer Theory.
Translated by J. Kestin. McGraw-Hill,
New York, Toronto, London. Verlag G.
Braun, Karlsruhe.
Smith, M. E. 1951: The Forecasting of Micro-
meteorological Variables. Am. Meteorol.
Soc. Meteorol. Monographs, V. I, 50—55.
Sutton, O. G. 1953: Micrometeorology. McGraw-
Hill, New York, London, Toronto.
Sverdrup, H. U. 1951: Evaporation from the
Oceans. In Compendium of Meteorology
ed. by Thomas F. Malone. Am. Meteorol.
Soc. Boston, p. 1071 — 1081.
370 JÖKULL 18. ÁR