Jökull


Jökull - 01.12.1968, Blaðsíða 17

Jökull - 01.12.1968, Blaðsíða 17
Þegar slíkt grunnvatn leitar að nýju upp á yfirborð jarðar eftir visst árabil, mætti finna ferðatíma grunnvatnsins með því að mæla, hve mikið geislunin hefur dofnað, alveg á hliðstæð- an hátt og mælingar á styrk geislakolsins í gömlum plöntuleifum gefa aldur þeirra. Vart hafði Libby sannprófað möguleikana á að mæla þannig geymslutíma grunnvatns, er þessi möguleiki virtist eyðilagður. Sumarið 1952 sprengdu Bandaríkjamenn fyrstu vetnissprengju sína. Við þessa sprengju myndaðist svo mikið þrívetni, að styrkur þess í andrúmsloftinu marg- faldaðist. Eftir þetta virtist í flestum tilfelium ógerlegt að vita, hvort þrívetni, sem fannst í grunnvatni, hefði myndazt fyrir áhrif geim- geisla eða við tilraun með vetnissprengju. Hin- ar tíðu tilraunir stórveldanna næstu tíu árin með kjarnorkuvopn meira en hundraðfölduðu þrívetnisstyrk andrúmsloftsins á norðurhveli jarðar. Um hríð virtist vonlítið að ætla að nota þrívetnið til mælinga á aldri grunnvatns, en að nokkrum tíma liðnum tóku menn að at- liuga, hvort ekki mætti með mælingum finna, hvernig hinar miklu sveiflur í þrívetni úrkorn- unnar endurspegluðust í grunnvatni, og reyna á þann hátt að ráða nokkuð í rennsli jtess neð- anjarðar. Það bætti og nokkuð úr skák, að þessar mælingar voru nú mun auðveldari en áður, því að sýnin voru nú að jafnaði svo miklu sterkari en þegar Libby hóf Jtrívetnis- mælingar sínar. UNDIRBÚNINGUR ÞRÍVETNIS- MÆLINGA Á ÍSLANDI Skömmu eftir að mælingar á Jrrívetni í nátt- úrlegu vatni hófust, benti dr. Gunnar Böðvars- son á, að þess mætti vænta, að unnt vrði að mæla aldur hveravatnsins með þessari aðferð, en vitneskja urn aldurinn gæti hjálpað verulega við að finna réttu skýringu á eðli jarðhitans. Meðal þeirra sýna, sem dr. Libby mældi fyrstu ár Jtrívetnismælinganna, var sýni úr heitri bor- holu í Reykjavík. Að frumkvæði dr. Gunnars Böðvarssonar og próf. Þorbjörns Sigurgeirssonar var unnið að Jrví, að þrívetnismælingar yrðu teknar upp hér á landi, en möguleikar til slíkra mælinga mynd- uðust, er Eðlisfræðistofnun Háskólans tók til starfa 1958. Undirbúningur Jressara mælinga hófst síðari hluta árs 1960, en reglubundnar mælingar hófust þó ekki fyrr en í ársbyrjun 1963. Til þess að unnt sé að túlka niðurstöður Jrrí- vetnismælinganna, þarf oftast að fylgjast með Jrrívetnisstyrk grunnvatnsins í lengri tíma. Vatnssýnum hefur því verið safnað reglulega úr allmörgum lindum (heitum og köldum) og bor- holum. Þessi sýni eru tekin á þriggja mánaða fresti. Þá hafa einnig verið tekin mánaðarleg úr- komusýni á Rjúpnahæð frá byrjun árs 1958, og nokkuð hefur einnig fengizt af úrkomusýn- um frá öðrum stöðum. NIÐURSTÖÐUR ÞRÍVETNISMÆLINGA ÁÚRKOMU Niðurstöður mælinga á mánaðarlegum úr- komusýnum frá Rjúpnahæð eru sýndar á Mynd 1. Meirihluti hinna geislavirku efna frá hinum öflugu vetnissprengjum nær hátt upp í heiðloftið. Þaðan eiga þau ekki greiða Ieið niður í lægri loftlög. Á vorin og fyrri hluta sumars ár hvert er Jtó töluverð loftblöndun milli heiðhvolfsins og veðrahvolfsins, og kom- ast geislavirku efnin þá niður í lægri loft- lög og berast síðan á nokkrum vikum niður á yfirborð jarðar með úrkomu. Hinn mikli þrí- vetnisstyrkur í úrkomu sumarið 1963 stafar þannig frá risavetnissprengjunum, sem sprengd- ar voru í Sovétrikjunum haustið 1962, m. a. frá hinni margumtöluðu 65 megatonna sprengju. Hluti af regnvatni þessara ára hefur leitað djúpt undir yfirborð jarðar og blandast þar grunnvatni og kemur síðan, oft mörgum árunt síðar, sem grunnvatn upp í lindum. Sveiflurn- ar í þrívetnisstyrk úrkomunnar endurspeglast í grunnvatninu, en það fer allt eftir eðli grunn- vatnsrásarinnar, hvernig þessi endurspeglun verður. Með því að fylgjast með þrívetni í ein- hverri lind, hver eða borholu má því væntan- lega fá, eins og þegar hefur verið sagt, mjög gagnlegar upplýsingar um viðkomandi grunn- vatnskerfi. Áður en tilraunir með vetnissprengjur hóf- ust árið 1952, hefur Jtrívetnisstyrkur úrkomunn- ar liér á landi verið einhvers staðar milli 1—5 þrívetniseiningar. Á þessu varð þó sennilega skjót. breyting þegar árið 1952. Af þrívetnis- mælingum okkar á úrkomu frá Rjúpnahæð og JÖKULL 18. ÁR 351
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.