Jökull


Jökull - 01.12.1968, Blaðsíða 64

Jökull - 01.12.1968, Blaðsíða 64
fyrst ekið niður á rimann milli Hveradalsins og sigdældarinnar frá 1959 í því skyni að taka myndir af gufuhvernum, sem þarna myndaðist í hituhólnum suðaustan hveradalslónsins, lík- lega 23. eða 24. maí 1968 (5. mynd). Það var Sigurjón Einarsson, flugmaður, sem fyrstur veitti hvernum eftirtekt, er hann flaug yfir Kverkfjöll síðari hluta dags 24. maí. Stóð gufu- strókur þá upp frá honum, meir en 300 m hár. Er Sigurður Þórarinsson flaug þarna yfir með Sigurjóni fyrri hluta næsta dags, hafði mjög sljákkað í hvernum, en leirslettur alllangt út á jökul sýndu, að talsvert hafði gengið þarna á áður. Nú, 9. júní, var hann enn mun stærri en aðrir gufuhverir í hituhólnum. Síðan var aftur haldið upp á ákomusvæði Kverkjökuls, tjöldum slegið og byrjað á gryfjugreftri, en gengið til náða kl. 03.00. Veður var þá hið fegursta, bjart í lofti og sólroðin vindaský yfir norðurfjöllum (6. mynd). 10. júní. — Aftur var orðið skýjað, er gryfju- vinna hófst að nýju kl. 08.00. Vetrarlagið þarna (gryfja IV) var 478 crn og vatnsgildið 1960 mm. Haldið var af stað suður á bóginn kl. 12.50 og kl. 14.40 komurn við að þeirri gryfju (V), er Jökulsmenn höfðu grafið á Kverkfjalla- hrygg. Þar reyndist vetrarlagið 427 cm og vatns- gildi þess 1990 mm. Við héldum svo áfram í slóð þeirra. Veður var nokkuð rvsjótt, en þó stóð Gunnar Guðmundsson á skíðum, nak- inn að beltisstað, alla leið úr Kverkfjöllum og þar til er við komum að þeim Jökulsmönnum kl. 16.50, þar sem þeir voru að greftri í gryfju III, 25 km A af Svíahnúk eystri. Var greftri og borun lokið um kvöldið og reyndist vetrar- lagið 354 cm en vatnsgildið 1740 mm. 11. júni. — Rigningarfýla var um nóttina og allhvass á austan með morgninum, en rigning minni. Haldið var áfram austur á bóginn. Er l komið var um 20 km austur af gryfju III var jökullinn orðinn úfinn og sprunginn og varð að ganga á undan víslunum. 25 km A af gryfju III var liði skipt. Jökulsmenn héldu norður á bóginn, en Gusaliðið tók að grafa gryfju (VI), og lauk greftri og borun kl. 20.45. Vetrarlagið var þarna 298 cnr, en vatnsgildi 1530 mm. Síð- an var ætlunin að halda 10 km til suðuráttar, en við urðum að snúa við eftir 2 km, því að færið var gjörómögulegt fyrir Gusa. Komum aftur að gryfju kl. 0.30. 12. júní. — Veðurútlitið var slíkt, að ekki þótti ráðlegt að halda lengra austur á jökul og var þeim á Jökli 2 tilkynnt, að snúa til baka. Þeir höfðu haldið norður á bóginn, en komust ekki nema 7.6 km, vegna þess hve úf- inn og sprunginn jökullinn var. Þar (VII) var ekki nerna um einn m niður á fastan ís. Þeir héldu síðan 6 km i stefnu á Snæfell og kom- ust þar á sléttari jökul (VIII). Þar var ákoman ) 212 cm og vatnsgildi 1130 mm. Gusaliðið beið afturkomu Jökulsmanna 2 km vestur af gryfju VI til kl. 04.00. Var þá um tíma búið að vera hið fegursta veður með útsýni til Snæfells, Herðubreiðar og Kverkfjalla. Hjálmar var ið- 5. mynd. Gufustrókur stendur upp úr nýjum leirhver í Kverkfjöllum. Loftmynd. Séð til norðurs. Steam rises frotn a new solfatara in Kverkfjöll. Aerial vieiu towards N. Ljósm. Sigurjón Einarsson, 24. maí 1968. 398 JÖKULL 18. ÁR J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.