Jökull


Jökull - 01.12.1968, Page 64

Jökull - 01.12.1968, Page 64
fyrst ekið niður á rimann milli Hveradalsins og sigdældarinnar frá 1959 í því skyni að taka myndir af gufuhvernum, sem þarna myndaðist í hituhólnum suðaustan hveradalslónsins, lík- lega 23. eða 24. maí 1968 (5. mynd). Það var Sigurjón Einarsson, flugmaður, sem fyrstur veitti hvernum eftirtekt, er hann flaug yfir Kverkfjöll síðari hluta dags 24. maí. Stóð gufu- strókur þá upp frá honum, meir en 300 m hár. Er Sigurður Þórarinsson flaug þarna yfir með Sigurjóni fyrri hluta næsta dags, hafði mjög sljákkað í hvernum, en leirslettur alllangt út á jökul sýndu, að talsvert hafði gengið þarna á áður. Nú, 9. júní, var hann enn mun stærri en aðrir gufuhverir í hituhólnum. Síðan var aftur haldið upp á ákomusvæði Kverkjökuls, tjöldum slegið og byrjað á gryfjugreftri, en gengið til náða kl. 03.00. Veður var þá hið fegursta, bjart í lofti og sólroðin vindaský yfir norðurfjöllum (6. mynd). 10. júní. — Aftur var orðið skýjað, er gryfju- vinna hófst að nýju kl. 08.00. Vetrarlagið þarna (gryfja IV) var 478 crn og vatnsgildið 1960 mm. Haldið var af stað suður á bóginn kl. 12.50 og kl. 14.40 komurn við að þeirri gryfju (V), er Jökulsmenn höfðu grafið á Kverkfjalla- hrygg. Þar reyndist vetrarlagið 427 cm og vatns- gildi þess 1990 mm. Við héldum svo áfram í slóð þeirra. Veður var nokkuð rvsjótt, en þó stóð Gunnar Guðmundsson á skíðum, nak- inn að beltisstað, alla leið úr Kverkfjöllum og þar til er við komum að þeim Jökulsmönnum kl. 16.50, þar sem þeir voru að greftri í gryfju III, 25 km A af Svíahnúk eystri. Var greftri og borun lokið um kvöldið og reyndist vetrar- lagið 354 cm en vatnsgildið 1740 mm. 11. júni. — Rigningarfýla var um nóttina og allhvass á austan með morgninum, en rigning minni. Haldið var áfram austur á bóginn. Er l komið var um 20 km austur af gryfju III var jökullinn orðinn úfinn og sprunginn og varð að ganga á undan víslunum. 25 km A af gryfju III var liði skipt. Jökulsmenn héldu norður á bóginn, en Gusaliðið tók að grafa gryfju (VI), og lauk greftri og borun kl. 20.45. Vetrarlagið var þarna 298 cnr, en vatnsgildi 1530 mm. Síð- an var ætlunin að halda 10 km til suðuráttar, en við urðum að snúa við eftir 2 km, því að færið var gjörómögulegt fyrir Gusa. Komum aftur að gryfju kl. 0.30. 12. júní. — Veðurútlitið var slíkt, að ekki þótti ráðlegt að halda lengra austur á jökul og var þeim á Jökli 2 tilkynnt, að snúa til baka. Þeir höfðu haldið norður á bóginn, en komust ekki nema 7.6 km, vegna þess hve úf- inn og sprunginn jökullinn var. Þar (VII) var ekki nerna um einn m niður á fastan ís. Þeir héldu síðan 6 km i stefnu á Snæfell og kom- ust þar á sléttari jökul (VIII). Þar var ákoman ) 212 cm og vatnsgildi 1130 mm. Gusaliðið beið afturkomu Jökulsmanna 2 km vestur af gryfju VI til kl. 04.00. Var þá um tíma búið að vera hið fegursta veður með útsýni til Snæfells, Herðubreiðar og Kverkfjalla. Hjálmar var ið- 5. mynd. Gufustrókur stendur upp úr nýjum leirhver í Kverkfjöllum. Loftmynd. Séð til norðurs. Steam rises frotn a new solfatara in Kverkfjöll. Aerial vieiu towards N. Ljósm. Sigurjón Einarsson, 24. maí 1968. 398 JÖKULL 18. ÁR J

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.