Jökull


Jökull - 01.12.1968, Blaðsíða 11

Jökull - 01.12.1968, Blaðsíða 11
jökli var allmiklu tvívetnisauðugri en úrkoma á jöklinum. Næsta skrefið fram á við var stigið, þegar mæld voru sýni af ískjarna, sem safnað var úr jöklum neðan við síðasta vetrarlag. Mynd 8 sýnir niðurstöður tvívetnismælinga frá þrem stöðum, þar sem kjarni var tekinn af meira dýpi en úr síðasta vetrarlagi. Hola L-VI er alls 6,86 m djúp og nær niður í gegn- um rúm þrjú árlög, eftir að síðasta vetrarlagi sleppir. Sýnum úr L-VI var safnað í ágúst 1967, þ. e. eftir að veruleg bráðnun hafði átt sér stað í síðasta vetrarlagi. Lóðréttu heildregnu strikin í efstu lögum L-VI eru meðaltals 6-gildi sam- svarandi langrar snjósúlu, en punktarnir þar fyrir neðan eru hver um sig 8-gildi 10 cm langs kjarna. Sýnum úr holum L-V og V-N var safn- að í maí og júní 1968, eins og áður er getið. I L-V hefur tvívetni verið mælt í samfelldum kjarnabútum niður á 8,3 m dýpi og síðan aftur á bilinu 26—30 m, en á því bili var kjarninn orðinn samfelldur ís. Dýpi það, sem punkt- arnir eru staðsettir í, er meðaldýpi livers kjarna- búts. I V-X hefur tvívetni verið rnælt í sam- felldum kjarnabútum niður á 11,6 m dýpi eða í gegnum rúm 2 árlög, eftir að síðasta vetrar- lagi sleppir. Lóðréttu punktalínurnar á Mynd 8 sýna meðaltvívetnismagn vetrarúrkomunnar á hlutaðeigandi stað. Við athugun á Mynd 8 sést vel, að sveiflur í tvivetnismagni efsta vetrarlagsins, sem raun- ar endurspegla sveiflurnar í tvívetnismagni úr- komunnar á þessu tímabili, eru með öllu horfn- ar í árlaginu næst fyrir neðan. Með öðrum orðum, sveiflurnar þurrkast út þegar fyrsta sum- arið. Að auki sést vel, að ísinn fyrir neðan efsta vetrarlagið er orðinn verulega tvívetnis- auðugri. Að því er varðar efsta vetrarlagið í L-VI, sem safnað var í ágúst eða eftir að veru- legt vatn hafði leikið um það, þá er augljóst, að allmikil auðgun á tvívetni hefur átt sér stað í efri hluta vetrarlagsins. Þetta tvennt, útjöfn- un á sveiflum tvívetnisins og auðgun tvívetnis í vetrarlaginu þegar fyrsta sumarið, verður ekki skýrt á annan veg en að ís og vatn leitist við að ná jafnvægi, að því er tvívetnismagn snertir. Það gerist þegar fyrsta sumarið og á þann hátt, að regn og sumarbráðnun hripa niður í gegn- um vetrarlagið, og sá hluti vetrarlagsins, sem situr eftir, umkristallast, þ. e. hinn fínkornótti vetrarsnjór verður að lokum grófur sem salt. Tilraunir, sem gerðar hafa verið í rannsóknar- stofu með eins konar líkan af jökli, benda ein- dregið til, að þessar hugmyndir séu réttar. Hin svo til algjöra útjöfnun á sveiflum tví- vetnismagnsins þegar fyrsta sumarið og einnig það, að tvfvetnismagn íssins helzt óbreytt úr því, gefa tilefni til að álíta, að jafnvægi sé rnjög nálægt því að nást. Og sé svo, þá veitir það aftur ýmsa mögu- leika á að notfæra sér þessar mælingar á hag- nýtan hátt. Meðal annars opnast þarna ný leið til að ákveða magn ársúrkomu á íslenzkum jökl- um, en slíkt hefur ekki hingað til verið gert með beinum mælingum. í fyrstu nálgun er hægt að setja upp eftir- farandi líkingu: Ri • q + Rw í1 - q) = Rp þar sem: Rj er hlutfallslegt magn tvívetnis í þeim hluta ársúrkomunnar, er sezt að í jöklinum sem ís. Rw er lilutfallslegt magn tvívetnis í þeim hluta ársúrkomunnar, sem rennur burtu þegar fyrsta sumarið. R er lilutfallslegt magn tvívetnis í allri ársúrkomunni. q er sá hluti ársúrkomunnar, sem sezt að í jöklinum sem ís. Rp fæst, eins og áður er sagt, með því að mæla tvívetnismagn vetrarlagsins að vori, áður en veruleg bráðnun á sér stað. R; fæst með því að mæla tvívetnismagn íssins úr árlaginu neðan við síðasta vetrarlag. Rw er óþekkt stærð, en ef gert er ráð fyrir að jafnvægi ríki milli íssins og leysingarvatnsins, þá má finna hana út frá jöfnunni Rw = RJK, þar sem K er jafnvægis- stuðull fyrir aðskilnað tvívetnis milli íss og vatns. Jafnvægisstuðullinn er þekkt stærð, K = 1,0208 og með því að mæla Rp og R[ er hægt að reikna út q. Stærðin q • 100 merkir þá, hve mörg % af ársúrkomunni setjast að sem ís í jöklinum. Með því að mæla vatnsgildi íssins í fyrra árlagi og reikna út, hvað hann svarar til margra mm úrkomu, er svo hægt að finna, hver ársúrkoman hafi verið. Þannig benda tvívetnismælingar kjarnans frá L-VI, sem er í 1230 m hæð yfir sjávarmál, til þess, að 24% af ársúrkomunni þar sitji eftir í JÖKULL 18. ÁR 345
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.