Jökull


Jökull - 01.12.1968, Blaðsíða 20

Jökull - 01.12.1968, Blaðsíða 20
Þegar 'oorinn lyftist upp, skerast tennurnar neðst á bornum inn i ísinn og skera kjarnann i sundur, og sá hluti hans, sem er í borhólkn- um, lyftist upp með bornum. Borhólkurinn er fóðraður að innan með plasthólk til einangr- unar. Þessi hólkur er gerður eftir hinni banda- rísku fyrirmynd, en óvíst er, hvort þetta sé til verulegra bóta. Augljóst er, að því meira afl, sem hitarinn getur tekið, því örar bræðir hann ísinn, og því meiri verður borhraðinn væntanlega. Hins veg- ar er þess að gæta, að því eru mörk sett, hve mikið afl má setja á hitarann, án þess að hann eyðileggist vegna ofhitunar. Við borun á Bárð- arbungu var 250—350 watta afl sett í bræðslu- krónuna og virtist hann þola það vel svo Iengi, sem hann var í snertingu við ísinn. Eitt sinn festist þó borinn í stálvírnum, sem hann var dreginn upp á, og hefur hann því væntanlega misst kælinguna, sem hann fær ella með snert- ingu við ísinn. Við þetta brann viðnámsvírinn sundur. Við þessar boranir var það reyndar hinn benzínknúni rafall, sem takmarkaði aflið. Síðastliðið sumar var borinn síðan lánaður til Svíþjóðar, og voru þar 500—600 wött sett á hit- arann, en það þoldi hann ekki, því að þrír hitarar eyðilögðust þar við ofhitun. Borhraðinn var liðlega 2 metrar á klukku- stund, þar sem hann var mestur, en féll niður í 0.8 m/klst. í samfelldum ís. Borinn bræddi ekki verulega út frá sér. Efst í holunni, þar sem mögulegt var að athuga hana, var þver- málið um 74 mm, en þvermál ískjarnans var um 45 mm. I samfelldum ís var þvermál kjarn- ans nokkru minna, og þá holunnar einnig. Ofangreindar tölur svara til þess, að alls þarf að bræða 2.8 lítra vatns af ís eða snjó fyrir hvern rnetra, sem borað er. Þar sem bræðsluvarmi íss er 335 kw.sek/kg, þarf því um 260 W til þess að bræða þetta magn á hálfri klukkustund með hitaranum, ef eðlismassi kjarnans er 500 kg/m3. Þessi borhraði er viðunandi, þótt það væri eðlifega kostur, ef unnt væri að ná meiri bor- hraða. Þegar borinn var notaður í Svíþjóð, var aflið í bornum mun meira eða um 600 wött. Borhraðinn var hins vegar ekki nema um 1,5 m/klst., enda bræddi hann þar meira frá sér; þvermál holunnar var um 80—85 mm, en kjarn- ans 30—35 mm. Ekki er þó gott að segja, hvort þetta stafar af því, að borinn hljóti að bræða meira út frá sér með auknu afli eða hvort snjógerðin hefur verið frábrugðin. Engan veg- inn er þó víst, að borhraðinn vaxi í réttu hlut- falli við afl hitarans. LEIÐANGUR Á LANGJÖKUL í maí s.l. sumar (1968) var farið í leiðangur frá Raunvísindastofnun Háskólans með aðstoð Jöklarannsóknafélagsins. Frá Raunvísindastofn- un Háskólans fóru þeir Bragi Árnason, Þor- valdur Búason og höfundur þessarar greinar, og sér til fulltingis fengu þeir tvo röska félaga úr Jöklarannsóknafélaginu, þá Gunnar Guð- mundsson og Hörð Hafliðason. Farartæki ferð- arinnar var snjóbíllinn Gosi. Farartækin, sem notuð voru í þessari ferð, ollu nokkrum erfið- leikum. Mismunadrifið brotnaði í vörubílnum, sem flutti snjóbífinn fyrst, og þegar upp á jökul kom, brotnaði drif í Gosa. Mjög skjótt var þó brugðið við í bæði skiptin með hjálp rnargra góðra manna í byggð. Nýr vörubíll kom eftir örfáar klukkustundir, og áður en sól var sezt á jökulinn, kom lítil flugvéf og lagði nýtt drif rétt við hliðina á Gosa. Þrátt fyrir þessi óhöpp gekk ferðin eins og í sögu. Varla sást ský, og veður var svo stillt, að Mynd 3. Bræðsluborinn á borstað. Fig. 3. The thcrmal drill at a drilling site. 354 JÖKULL 18. ÁR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.