Jökull


Jökull - 01.12.1968, Blaðsíða 73

Jökull - 01.12.1968, Blaðsíða 73
Ur minningargreinum ,,Það mun engum liafa dulizt, sem kynntist Jóni Eyþórssyni, veðurfræðingi, að hann var bundinn landi og þjóð órofa tryggðaböndum. Dalur eða fjallstindur var í augum hans ekki aðeins nafn á landabréfi, hann sá mótun lands- ms og skynjaði fegurð lífsins og hamingju. Þetta fundu allir, sem voru með honum á ferðalagi. Á göngu um aura Breiðamerkurjök- uls, þar sem jökullinn hafði velt fram torfu- hnausum, ræddi Jón við okkur samferðamenn- ma urn Kára Sólmundarson og bæ hans Breiðá af slíkri orðsins list, að það var sem við sæjum langt aftur í aldir, hvar jökullinn sótti hægum, gn þungum skrefum að friðsælum bóndabæ." — Sigurjón Rist. „Jóni Eyþórssyni var ásköpuð karlmennska og þreklund, enda þurfti hann á hvorutveggju að halda til þess að mæta andstreymi lífsins. Þessir eiginleikar komu ekki sízt í ljós, er liann háði það stríð, sem enginn vinnur. Þegar ég eitt sinn lieimsótti hann, er hann lá sína hinztu legu, reis hann upp við dogg og var glaður í viðmóti, ræddi um daginn og veginn, bækur og bókaútgáfur og minntist á það við mig, hvort ég vildi skrifa stuttan formála fyrir bók, sem hann hafði í huga. Niðurstaðan hefur hins vegar orðið sú, að ég hef ritað hér fátæklegan eftirmála við lífssögu hatis. Er það lítil greiðsla á stórri þakkarskuld. En þeir eru fleiri skuldu- nautarnir þar en ég, og trúa nn'n er, að þá skuld greiðum við bezt með því að sýna hugð- arefnum hans alúð og ntinningu hans virð- ingu.“ — Birgir Kjaran. „Vorið 1936 var gerður út leiðangur á Vatna- jökul, sá lengsti, sem nokkru sinni hefur verið gerður út á þann jökul. Þetta var sænsk- íslenzkur leiðangur og stjórnendur lians þeir félagarnir frá Fanaráken, Jón og Ahlmann. Leiðangursmenn voru 6, þrír Svíar óg þrír Is- lendingar. Hundasleði var aðalfarkosturinn og þótti nýlunda. Lagt var á jökulinn upp frá Hoffelli í Hornafirði í lok aprílmánaðar og dvalizt óslitið á jökli fram í miðjan júní, en rannsóknunum var haldið áfram til hausts. Leiðangurinn hreppti veður válynd framan af og var veðurtepptur á þriðju viku, þar sem síðan heitir Djöflaskarð, nærri Goðaborg. Hér er ei rúm til að rekja nánar sögu þessa leiðangurs, en ég leyfi mér að tilfæra nokkur orð úr bók Ahlmanns: Pá skidor och till hást i Vatnajökulls rike, — bók, sem raunar ætti að þýða á íslenzku. Eftir að hafa lýst óveðursvikunum í Djöfla- skarði og hvernig það er, að þurfa að skríða upp úr svefnpokanum og fara í hráblaut föt til að moka frá tjaldinu, skriíar Ahlmann: „Jón Eyþórsson tók alltaf að sér erfiðustu vaktina, frá 3—6 á nóttunni." Elálfum mánuði síðar varð að fara með einn Svíann, hundasleðaekilinn Mac Lilliehöik, illa kalinn á fótum, ofan af Heinabergsjökli niður í Suðursveit. Ahlmann skrifar: „Nú varð að koma Mac til byggða, það hafði þegar dregizt alltof lengi. Það var Jón, sem fór með hann. Hann tók alltaf að sér það, sem erfiðast var, og sigraðist á öllum erfiðleikum með sinni ódrepandi seiglu. Ferðin tók næstum alla nótt- ina og var báðum ákaflega erfið.“ Litlu síðar skrifar Ahlmann: „Um kvöldið hinn 20. fluttum við það, sem eftir var af far- angri okkar, norður eftir Eleinabergsjökli að tjaldstað nr. XI. Meðan við vorum á leiðinni kom Jón Eyþórsson aftur neðan úr sveit. Hann fór á sinn stað í lestinni eins og ekkert hefði í skorizt og hann liefði aðeins brugðið sér frá.“ Stór eru ekki þau orð, en ekki kann ég aðrar frásagnir, er gefi sannari mynd af Jóni Eyþórs- syni, þessum manni sjaldgæfrar elju og afkasta, sem alla sína tíð var reiðubúinn að taka að sér erfiðustu vaktina og gerði það alltaf eins og sjálfsagðan hlut, án þess að liafa um það mörg orð . .. ... 7. nóvember 1950 stofnaði Jón Jöklarann- sóknafélag Islands. Var liann síðan lífið og sálin í því félagi til dauðadags, formaður þess alla tíð og aðalritstjóri tímarits þess, Jökuls. JÖKULL 18. ÁR 407
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.