Jökull


Jökull - 01.12.1968, Blaðsíða 7

Jökull - 01.12.1968, Blaðsíða 7
landsins, og því er nauðsynlegt að fá einhverja hugmynd um tvívetnismagn úrkomunnar, sem fellur á þá, eigi kort okkar af landinu að vera fullnægjandi. í öðru lagi var ýmislegt, sem benti til þess, að veruleg breyting á tvívetnismagni jökulíss- ins eigi sér stað, þegar sumarregn eða sumar- leysing hripa gegnum síðasta vetrarlagið. Þessi breyting virtist reyndar fyrst í stað hulinn leyndardómur, en þó vaknaði fljótlega óljós grunur um, að ef unnt væri að afhjúpa þennan leyndardóm, þá mundi hann veita mjög miklar upplýsingar um vatnsbúskap og orkubúskap jöklanna. En veigamiklir þættir í þeim búskap eru úrkomumagn og hreyfingar íssins. Hvert er t. d. heildarúrkomumagnið, sem fellur á jökl- ana ár hvert? Hversu mikill hluti þeirrar úr- komu rennur strax eða fljótlega burtu sem vatn og hversu mikill hluti sezt að í jöklinum sem ís? Og hverjar eru hreyfingar íssins í jökl- inum, unz hann að lokum einnig þiðnar og rennur burtu? Þess þarf vart að geta hér, að allar athuganir, sem miða að því að leiða þetta í ljós, hafa verulegt hagnýtt gildi. Talsvert hefur verið gert af því að mæla tvívetni í heimskautajöklum. Þar er um til- tölulega einfaldar athuganir að ræða, þar sem ekki á sér stað nein veruleg bráðnun og isinn endurspeglar að öllu leyti Jrær sveiflur, sem eru í tvívetnismagni úrkomunnar. Heimskauta- jöklarnir geyma því úrkomu liðins tíma að rnestu óbreytta, og þangað má sækja hana, hve- nær sem er, með því að bora i jökulinn. Þess má geta hér, að nýlokið er borun gegnum Grænlandsjökul skammt norðan við Thule. Mælingar, sem framkvæmdar voru á lilutfalli súrefnissamsæta ískjarnans, allt niður á 1360 m dýpi, hafa þegar sýnt, að allmiklar breytingar hafa orðið á þessu hlutfalli í úrkomu liðinna tíma, en þær breytingar endurspegla svo aftur sveiflur í meðalárshita. Þannig má nota Jressar mælingar ásamt aldursákvörðun á ískjarnanum sem eins konar forsögulegan hitamæli. Iskjarn- inn neðst i holunni á Grænlandsjökli reyndist við aldursákvörðun vera 100.000 ára gamall, en það merkir, að hitamælingin nær jafnlangt aft- ur í tímann. A Grænlandi var revndar mælt hlutfall súrefnissamsæta, en tvívetnismælingar hefðu gefið sömu niðurstöðu. Víkjum nú aftur að okkar eigin jöklum. Þar er viðhorfið talsvert annað. Þar er það aðeins vetrarúrkoman, sem fellur sem snjór, hliðstætt og á heimskautajöklunum. Sumarúrkoman er að mestu leyti regn, sem rennur Jregar burtu fvrsta sumarið. Þar við bætist, að stór hluti af vetrarsnjónum bráðnar að sumrinu og rennur einnig burtu. Það er því með öllu óljóst, hverj- um hluta úrkomunnar er raunverulega verið að safna, þegar tekið er sýni af jökulís á ís- landi. Að minnsta kosti var það svo allt til þessa. Ef aðeins er liugsað um þá úrkomu, sem fell- ur á jökla liérlendis yfir vetrarmánuðina, er viðhorfið, eins og áður er sagt, ekki ósvipað og á heimskautajöklum. Langmestur hluti úr- komunnar á þessu tímabili er snjór, og þótt eitthvað hláni, nægir það ekki til að gegn- bleyta vetrarsnjóinn, lieklur frýs í honum aftur. TAFLA 1 Tvívetnismagn úrkomu á þrem stöðum á suðvesturhluta landsins: Hveravöllum, Vegatungu og Rjúpnahæð. Taflan sýnir tvívetnismagn úrkomu á tímabilinu maí—september, október—apríl og tvívetnismagn ársúrkomunnar. Úrkomumagn hvers tímabils er einnig sýnt. Veðurstöð Tímabil mælinga Maí—sept. Okt.—apríl Árið 8 %o mm ð%o mm 8 %oc mm Hveravellir Sept. 1966—ágúst 1968 -78,5 245 -87,8 455 - 84,6 700 Vegatunga Jan. 1963—des. 1964 -52,9 350 -59,7 749 -57,5 1099 Rjúpnahæð Jan. 1958—des. 1965 -55,1 295 -58,8 628 -57,6 923 JÖKULL 18. ÁR 341
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.