Jökull


Jökull - 01.12.1968, Page 7

Jökull - 01.12.1968, Page 7
landsins, og því er nauðsynlegt að fá einhverja hugmynd um tvívetnismagn úrkomunnar, sem fellur á þá, eigi kort okkar af landinu að vera fullnægjandi. í öðru lagi var ýmislegt, sem benti til þess, að veruleg breyting á tvívetnismagni jökulíss- ins eigi sér stað, þegar sumarregn eða sumar- leysing hripa gegnum síðasta vetrarlagið. Þessi breyting virtist reyndar fyrst í stað hulinn leyndardómur, en þó vaknaði fljótlega óljós grunur um, að ef unnt væri að afhjúpa þennan leyndardóm, þá mundi hann veita mjög miklar upplýsingar um vatnsbúskap og orkubúskap jöklanna. En veigamiklir þættir í þeim búskap eru úrkomumagn og hreyfingar íssins. Hvert er t. d. heildarúrkomumagnið, sem fellur á jökl- ana ár hvert? Hversu mikill hluti þeirrar úr- komu rennur strax eða fljótlega burtu sem vatn og hversu mikill hluti sezt að í jöklinum sem ís? Og hverjar eru hreyfingar íssins í jökl- inum, unz hann að lokum einnig þiðnar og rennur burtu? Þess þarf vart að geta hér, að allar athuganir, sem miða að því að leiða þetta í ljós, hafa verulegt hagnýtt gildi. Talsvert hefur verið gert af því að mæla tvívetni í heimskautajöklum. Þar er um til- tölulega einfaldar athuganir að ræða, þar sem ekki á sér stað nein veruleg bráðnun og isinn endurspeglar að öllu leyti Jrær sveiflur, sem eru í tvívetnismagni úrkomunnar. Heimskauta- jöklarnir geyma því úrkomu liðins tíma að rnestu óbreytta, og þangað má sækja hana, hve- nær sem er, með því að bora i jökulinn. Þess má geta hér, að nýlokið er borun gegnum Grænlandsjökul skammt norðan við Thule. Mælingar, sem framkvæmdar voru á lilutfalli súrefnissamsæta ískjarnans, allt niður á 1360 m dýpi, hafa þegar sýnt, að allmiklar breytingar hafa orðið á þessu hlutfalli í úrkomu liðinna tíma, en þær breytingar endurspegla svo aftur sveiflur í meðalárshita. Þannig má nota Jressar mælingar ásamt aldursákvörðun á ískjarnanum sem eins konar forsögulegan hitamæli. Iskjarn- inn neðst i holunni á Grænlandsjökli reyndist við aldursákvörðun vera 100.000 ára gamall, en það merkir, að hitamælingin nær jafnlangt aft- ur í tímann. A Grænlandi var revndar mælt hlutfall súrefnissamsæta, en tvívetnismælingar hefðu gefið sömu niðurstöðu. Víkjum nú aftur að okkar eigin jöklum. Þar er viðhorfið talsvert annað. Þar er það aðeins vetrarúrkoman, sem fellur sem snjór, hliðstætt og á heimskautajöklunum. Sumarúrkoman er að mestu leyti regn, sem rennur Jregar burtu fvrsta sumarið. Þar við bætist, að stór hluti af vetrarsnjónum bráðnar að sumrinu og rennur einnig burtu. Það er því með öllu óljóst, hverj- um hluta úrkomunnar er raunverulega verið að safna, þegar tekið er sýni af jökulís á ís- landi. Að minnsta kosti var það svo allt til þessa. Ef aðeins er liugsað um þá úrkomu, sem fell- ur á jökla liérlendis yfir vetrarmánuðina, er viðhorfið, eins og áður er sagt, ekki ósvipað og á heimskautajöklum. Langmestur hluti úr- komunnar á þessu tímabili er snjór, og þótt eitthvað hláni, nægir það ekki til að gegn- bleyta vetrarsnjóinn, lieklur frýs í honum aftur. TAFLA 1 Tvívetnismagn úrkomu á þrem stöðum á suðvesturhluta landsins: Hveravöllum, Vegatungu og Rjúpnahæð. Taflan sýnir tvívetnismagn úrkomu á tímabilinu maí—september, október—apríl og tvívetnismagn ársúrkomunnar. Úrkomumagn hvers tímabils er einnig sýnt. Veðurstöð Tímabil mælinga Maí—sept. Okt.—apríl Árið 8 %o mm ð%o mm 8 %oc mm Hveravellir Sept. 1966—ágúst 1968 -78,5 245 -87,8 455 - 84,6 700 Vegatunga Jan. 1963—des. 1964 -52,9 350 -59,7 749 -57,5 1099 Rjúpnahæð Jan. 1958—des. 1965 -55,1 295 -58,8 628 -57,6 923 JÖKULL 18. ÁR 341

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.