Jökull


Jökull - 01.12.1968, Blaðsíða 6

Jökull - 01.12.1968, Blaðsíða 6
fyrst og fremst upplýsingar um úrkomusvæði vatnsins og meginrennslisstefnu þess neðan- jarðar. Að því er varðar kalt vatn af óþekktum upp- runa, þá hafa tvívetnismælingar þegar leyst úr allmörgum spurningum. Nokkrar slíkar lindir og ár eru sýndar á Mynd 1 sem þríhyrningar. Tölurnar við hvern þríhvrning eru 8-gildi h!ut- aðeigandi vatns. Ekki mun fjallað hér um allar ályktanir, sem draga má af Mynd 1, heldur að- eins tekin nokkur dæmi. Brúará í Biskupstungum kemur að mestu leyti upp sem fjöldi linda í Brúarskörðum. Eðlilegast er að hugsa sér, að úrkomusvæði þess- ara linda sé svæðið norður af Brúarskörðum og suður af Langjökli. Tvívetnismagn vatnsins í Brúará sýnir þó, svo að ekki verður um villzt, að úrkomusvæði hennar liggur langt uppi í Langjökli, enda þótt vatnið hafi á leið sinni gegnum berglögin tapað öllum venjulegum ein- kennum jökulvatns. Við norðurströnd Þingvallavatns er fjöldinn allur af lindum, sem i fljótu bragði gætu allar virzt af sameiginlegum uppruna eða nánar til- tekið úrkoma á svæðið norður af vatninu. Við athugun á tvívetni þessara linda kemur þó ýmisiegt í ijós, sem breytir þeirri einföldu mynd. Tvívetni vatnsins í Flosagjá bendir til þess, að það vatn sé úrkoma úr fjöllunum næst norður af vatninu. Hins vegar sýnir tvívetni vatnsins í Vellankötlu, sem er um það bil 2 km austur af Flosagjá, að það vatn á uppruna sinn í suðurhluta Langjökuls og tekur þar með af allan vafa um, að vatnasvæði Þingvallavatns nær allt upp í Langjökul. Yinsir hafa og talið, að jökulvatn þétti fyrr eða síðar vatnsrásir sínar. Við vitum þó, að Vellankatla hefur verið til i að minnsta kosti 1000 ár, svo að hér er eitt dæmi um, að siíkt þarf ekki alltaf að eiga sér stað á mjög stuttum tíma. Hraunfossar í Borgarfirði eru fjöldi smáfossa, sem koma fram undan Gráhrauni, vestan Norð- lingafljóts. I fljótu bragði gæti virzt svo, sem vatnið i Hraunfossum sé upprunnið í Grá- hrauni. Sigurjón Rist vatnamælingamaður hef- ur þó talið líklegra, að það sé komið frá Ei- ríksjökli og norðanverðum Langjökli eða svæð- inu þar á milli. Styðst hann helzt við þá stað- reynd, að Norðlingafljót, sem er einasta sýni- lega afrennslið af þessu svæði, sé allt of lítið vatn af svo stóru úrkomusvæði. Tvívetnismagn JÖKULL 18. ÁR vatnsins í Hraunfossum styður eindregið þessa skoðun, því að það sýnir, að þetta vatn getur hvergi verið komið vestan fljóts, heldur hlýtur úrkomusvæði þess að vera hið sama og úrkomu- svæði ofanverðs Norðlingafljóts. Það er því eins líklegt, að ofanvert fljótið tapi einhverju af vatni sínu úr farveginum, en endurheimti það aft.ur úr Hraunfossum. Mælingar á tvívetni hveravatns á suðvestur- hluta landsins hafa einnig gefið allgóðar upp- lýsingar um ferii þess. Nokkrir staðir þar, sem sýnum af heitu vatni hefur verið safnað, eru sýndir sem punktar á Mynd 1. Tölurnar við hvern punkt eru 8-gildi hlutaðeigandi vatns. I stórum dráttum má segja, að tvívetnismæl- ingar á heitu vatni renni styrkum stoðum undir kenningu, sem Trausti Einarsson prófessor setti fram árið 1942. Þar segir liann eittlivað á þá leið, að heita vatnið á Islandi sé að uppruna til regn. Það nái að síga djúpt niður í berg- lögin og hitni þar vegna snertingar við heitt berg, en berghiti fer vaxandi með dýpi. Um heita vatnið á Borgarfjarðar- og Biskupstungna- svæðinu segir Trausti ennfremur, að það muni vera regn, sem fallíð hafi til jarðar uppi á há- lendinu, komizt þar niður í berglögin og komi síðan fram á láglendinu, jtar sem það geti leit- að upp um sprungur og misgengi. Þetta má nú teljast sannað með tvívetnismælingum hvað Borgarfjarðarsvæðið snertir, og mælingar af Biskupstungnasvæðinu virðast bera að sama brunni. Ennfremur virðist með þessum mæling- um vera hægt að fá hugmynd um, hvar heitt vatn hefur fallið til jarðar sem regn og í hvaða meginstefnu það rennur. Til dæmis gæti vatn það, sem kernur upp úr borholum í Reykjavík, verið komið frá svæðinu umhverfis Botnssúlur. Vatn úr borholu í Kollafirði getur hins vegar ekki verið ættað skemmra að en úr Langjökli, en það merkir, að vatnið hefur runn- ið allt að 70 km leið neðanjarðar, þegar það kemur aftur upp á yfirborðið. TVÍVETNI í JÖKLUM Á árinu 1964 fór athyglin verulega að bein- ast að jöklunum. Þá var það einkurn tvennt, sem haft var í liuga, að því er tvívetnismæling- ar varðar. í fyrsta iagi þekja jöklarnir verulegan liluta 340
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.