Jökull - 01.12.1968, Síða 6
fyrst og fremst upplýsingar um úrkomusvæði
vatnsins og meginrennslisstefnu þess neðan-
jarðar.
Að því er varðar kalt vatn af óþekktum upp-
runa, þá hafa tvívetnismælingar þegar leyst úr
allmörgum spurningum. Nokkrar slíkar lindir
og ár eru sýndar á Mynd 1 sem þríhyrningar.
Tölurnar við hvern þríhvrning eru 8-gildi h!ut-
aðeigandi vatns. Ekki mun fjallað hér um allar
ályktanir, sem draga má af Mynd 1, heldur að-
eins tekin nokkur dæmi.
Brúará í Biskupstungum kemur að mestu
leyti upp sem fjöldi linda í Brúarskörðum.
Eðlilegast er að hugsa sér, að úrkomusvæði þess-
ara linda sé svæðið norður af Brúarskörðum
og suður af Langjökli. Tvívetnismagn vatnsins
í Brúará sýnir þó, svo að ekki verður um villzt,
að úrkomusvæði hennar liggur langt uppi í
Langjökli, enda þótt vatnið hafi á leið sinni
gegnum berglögin tapað öllum venjulegum ein-
kennum jökulvatns.
Við norðurströnd Þingvallavatns er fjöldinn
allur af lindum, sem i fljótu bragði gætu allar
virzt af sameiginlegum uppruna eða nánar til-
tekið úrkoma á svæðið norður af vatninu. Við
athugun á tvívetni þessara linda kemur þó
ýmisiegt í ijós, sem breytir þeirri einföldu
mynd. Tvívetni vatnsins í Flosagjá bendir til
þess, að það vatn sé úrkoma úr fjöllunum næst
norður af vatninu. Hins vegar sýnir tvívetni
vatnsins í Vellankötlu, sem er um það bil 2 km
austur af Flosagjá, að það vatn á uppruna sinn
í suðurhluta Langjökuls og tekur þar með af
allan vafa um, að vatnasvæði Þingvallavatns
nær allt upp í Langjökul. Yinsir hafa og talið,
að jökulvatn þétti fyrr eða síðar vatnsrásir
sínar. Við vitum þó, að Vellankatla hefur verið
til i að minnsta kosti 1000 ár, svo að hér er
eitt dæmi um, að siíkt þarf ekki alltaf að eiga
sér stað á mjög stuttum tíma.
Hraunfossar í Borgarfirði eru fjöldi smáfossa,
sem koma fram undan Gráhrauni, vestan Norð-
lingafljóts. I fljótu bragði gæti virzt svo, sem
vatnið i Hraunfossum sé upprunnið í Grá-
hrauni. Sigurjón Rist vatnamælingamaður hef-
ur þó talið líklegra, að það sé komið frá Ei-
ríksjökli og norðanverðum Langjökli eða svæð-
inu þar á milli. Styðst hann helzt við þá stað-
reynd, að Norðlingafljót, sem er einasta sýni-
lega afrennslið af þessu svæði, sé allt of lítið
vatn af svo stóru úrkomusvæði. Tvívetnismagn
JÖKULL 18. ÁR
vatnsins í Hraunfossum styður eindregið þessa
skoðun, því að það sýnir, að þetta vatn getur
hvergi verið komið vestan fljóts, heldur hlýtur
úrkomusvæði þess að vera hið sama og úrkomu-
svæði ofanverðs Norðlingafljóts. Það er því eins
líklegt, að ofanvert fljótið tapi einhverju af
vatni sínu úr farveginum, en endurheimti það
aft.ur úr Hraunfossum.
Mælingar á tvívetni hveravatns á suðvestur-
hluta landsins hafa einnig gefið allgóðar upp-
lýsingar um ferii þess. Nokkrir staðir þar, sem
sýnum af heitu vatni hefur verið safnað, eru
sýndir sem punktar á Mynd 1. Tölurnar við
hvern punkt eru 8-gildi hlutaðeigandi vatns.
I stórum dráttum má segja, að tvívetnismæl-
ingar á heitu vatni renni styrkum stoðum undir
kenningu, sem Trausti Einarsson prófessor setti
fram árið 1942. Þar segir liann eittlivað á þá
leið, að heita vatnið á Islandi sé að uppruna
til regn. Það nái að síga djúpt niður í berg-
lögin og hitni þar vegna snertingar við heitt
berg, en berghiti fer vaxandi með dýpi. Um
heita vatnið á Borgarfjarðar- og Biskupstungna-
svæðinu segir Trausti ennfremur, að það muni
vera regn, sem fallíð hafi til jarðar uppi á há-
lendinu, komizt þar niður í berglögin og komi
síðan fram á láglendinu, jtar sem það geti leit-
að upp um sprungur og misgengi. Þetta má
nú teljast sannað með tvívetnismælingum hvað
Borgarfjarðarsvæðið snertir, og mælingar af
Biskupstungnasvæðinu virðast bera að sama
brunni. Ennfremur virðist með þessum mæling-
um vera hægt að fá hugmynd um, hvar heitt
vatn hefur fallið til jarðar sem regn og í
hvaða meginstefnu það rennur. Til dæmis gæti
vatn það, sem kernur upp úr borholum í
Reykjavík, verið komið frá svæðinu umhverfis
Botnssúlur. Vatn úr borholu í Kollafirði getur
hins vegar ekki verið ættað skemmra að en úr
Langjökli, en það merkir, að vatnið hefur runn-
ið allt að 70 km leið neðanjarðar, þegar það
kemur aftur upp á yfirborðið.
TVÍVETNI í JÖKLUM
Á árinu 1964 fór athyglin verulega að bein-
ast að jöklunum. Þá var það einkurn tvennt,
sem haft var í liuga, að því er tvívetnismæling-
ar varðar.
í fyrsta iagi þekja jöklarnir verulegan liluta
340