Jökull - 01.12.1973, Blaðsíða 8
suðurs. Myndirnar taka yfir 185 km breitt belti
og gangi gervihnattarins þannig hagað, að
myndaræmurnar þekja hver aðra að nokkru
leyti. Á 18 dögum ná þær að þekja yfirborð
jarðar og hnötturinn þá kominn á sömu braut
og 18 dögum áður. Yfir Island fer hnötturinn
um eða rétt upp úr hádegi að heimstíma (Uni-
versal time), sem er sami og núverandi íslenk-
ur tími, og tilfærsla brautar hans er slík, að
hver staður kemur á mynd þrjá daga í röð.
Þær rafbylgjur, sem gefa myndirnar, eru teknar
upp á myndsegulband. Auk þess getur gervi-
hnötturinn tekið á móti öðrum upplýsingum,
og hann tekur nú m. a. á móti upplýsingum
um breytingar á hitaútstreymi frá yfirborði
Surtseyjar og telur skjálfta á Reykjanesskaga.
Hinn 31. janúar 1973 náðist sérstaklega góð
mynd af meginhluta Vatnajökuls og nokkru af
umhverfi hans. Myndin er tekin kl. 12.08, er
ERTS-1 var á leið frá NA til SV. Sól er 7°
yfir sjóndeildarliring. Mynd þessi er birt hér í
heild og er mælikvarðinn um 1:1.000.000. Margt
er hægt að sjá á þessari mynd (Sitt hvað af því
kemur þó ekki vel fram, nema i frummyndinni.)
og sumu af því hefur ekki verið veitt eftirtekt
áður, enda gefur mynd úr svo mikilli hæð betri
lieildarsýn yfir stórt svæði en áður tiltækar
myndir, sem teknar liafa verið úr fárra km hæð.
Vegna þess, hve lágt sólin er á lofti, koma
ójöfnur á yfirborði Vatnajökuls sérlega vel fram
og gefa ýmsar vísbendingar um landið undir
jöklinum. Er nánar að þessu vikið í annarri
grein i þessu hefti Jökuls.
S. Þ.
6 JÖKULL 23. ÁR