Jökull - 01.12.1973, Blaðsíða 61
mgamanna og verkfræðinga Vegagerðar voru
þarna mættir vatnamælingamenn og jarðfræð-
mgar Orkustofnunar, efna- og eðlisfræðingar
Raunvísindadeildar Háskólans og margir fleiri.
Hafrannsóknamenn mældu ferskvatnspokann út
af Skeiðarársandi í lok hlaupsins. Ómar Ragn-
arsson, sjónvarpsmaður, flaug 24. marz til
Grímsvatna og kvikmyndaði sprungumyndanir.
Undir lok hlaupsins dvöldu við Grímsvötn
Helgi Björnsson jöklafræðingur, Magnús Hall-
grímsson verkfræðingur o. fl. við mælingar á
rúmtaki sigdældarinnar.
Hinn 16. marz tók að vætla austur, neðan
við Skaftafellsbrekku og að tilrauna-varnargörð-
unum og fyrir enda þeirra austur í Skafta-
fellsá.
Hinn 18. tók að falla á málma í Skaftafelli.
Hlaupfarvegurinn er orðinn 500 m breiður hjá
símalínu. Nokkurt hlaupvatn er komið í Gígju,
sjá línurit.
Hinn 21. er hlaupfarvegurinn orðinn 1000 m
breiður hjá símalínu, en hvergi djúpir álar.
Hinn 22. sígandi vöxtur og nokkuð eykst
rennslið að fyrirhleðslugörðum, en straumur er
hægur og átakalítill.
Hinn 23. Símastaur féll. Hinn sami sígandi
vöxtur fyrri hluta dagsins. Sigurður Jóhannsson
vegamálastjóri og Hannibal Valdimarsson sam-
göungumálaráðherra koma að varnargörðunum
undan Skaftafelli og líta Skeiðará. Rennslið
mun þá hafa verið um 4000 m3/s. Að heim-
sókn þeirra lokinni færðist áin i aukana. Um
miðnætti var hæðin upp á varnargarða frá
vatnsborði 1 til 1,5 metri. Grafizt mun hafa
undan straumbrjótunum, þvi að þeir sigu
nokkuð.
Við rennslismælingarnar voru notaðar 4 og
6 metra „veltigrindur", sjá Mynd 6. Veltigrind-
unum var sleppt út í Skeiðará til að sýna
dýpið. Breidd og straumhraða er auðvelt að
mæla, en hvert dýpið er í jökulhlaupum er
ætíð hinn vafasami þáttur rennslismælinganna.
„Veltigrindur“ gefa góða raun, þær tala máli
skýru, er þær spyrna við botni og velta fram
yfir sig. Engu að síður ber að taka mæliniður-
stöður með varúð, reikna verður með skekkj-
Mynd 5. Þversnið af farvegi Gígju fram í gegnum jökulöldurnar. Farvegurinn er nokkuð beinn
°g allreglulegur.
Mg. 5. Cross-section of Gígja’s channel through the ice-moraines. The channel is fairly straight
and regular.
JÖKULL 23. ÁR 59