Jökull - 01.12.1973, Blaðsíða 53
ÁGRIP
ASKJA OG KATLA
Guttormur Sigbjarnarson,
Orkustofnun, Reykjavik.
A undanförnum árum hefur sú skoðun verið
að þróast meðal íslenskra jarðfræðinga, að Katla
liggi í mikilli sigdæld undir Mýrdalsjökli. Rennt
er stoðum undir þessa skoðun og færð rök fyrir
því, að landið undir jöklinum muni vera þró-
uð eldkeila (central volcano), sem fallið hefur
,nn í sjálfa sig, og ketilsigið (caldera) mynd-
azt á þann hátt. Þetta er einmitt algengt þró-
unarfyrirbæri á eldkeilum, þegar þær eldast.
Onnur einkenni þeirra eru liáhitasvæði og súr-
ar bergtegundir, en hvort tveggja finnst örugg-
lega undir Mýrdalsjökli. Þrátt fyrir það hafa
öll Kötlugos reynzt basísk.
Með því að bera Mýrdalsjökul saman við
Dyngjufjöll sést, að fjallaklasinn undir hon-
um er mjög svipaður að stærð (Mynd 2),
°g finna má ýmis fleiri sameiginleg ein-
kenni, svo sem ketilsig, háhita og súrt berg.
Ketilsigin í Dyngjufjöllum eru þrjú, sem öll
grípa hvert inn í annað, þ. e. Askja, Öskju-
vatnssigið og það þriðja og elsta, hraunfyllt
l*gð norðan við Öskjuopið (Mynd 2). Myndun
Oskjuopsins er skýrð á þann hátt, að þar liafi
S1gið fleygur, sem elsti sigketillinn og hring-
sprunga umhverfis Öskjuvatnssigketilinn mynd-
uðu sín á milli. Öskjugosið 1961 og gufuhvera-
myndunin í sambandi við það benda til, að öll
ketilsigin séu virk ennþá. Á Mynd 2 er sýnd
lega helstu eldstöðva í Dyngjufjöllum, en hún
virðist ýmist háð sprungustefnu eldstöðvabeltis-
■ns þar eða hringsprungukerfi sigkatlanna. Efdr
því
sem séð verður, hefur aðeins gosið einu
Slnni á hverri eldstöð, og öll hafa þessi gos verið
basisk nema Öskjugosið 1875.
Mynd 4 sýnir kort af Mýrdalsjökli, þar sem
sýndur er hugsanlegur sigketill (caldera) 10 km
að þvermáli (heil lína), og einnig eru til saman-
burðar sýnd ketilsigin í Dyngjufjöllum (brotin
b'na), þar sem Öskjuopið er látið falla í Kötlu-
kvosina. Nú er ekki vitað, hvort sigketillinn í
Mýrdalsjökli er jafn samsettur og Askja, en ör-
uggt má teljast, að Kötlugjáin sé hliðstæð Öskju-
opinu að því leyti, að hún sé langdýpsta skarðið
út úr sigkatlinum. Ef reiknað er með því, að
eldvirkni Mýrdalsjökuls-eldkeilunnar sé hliðstæð
Öskjugosum, er Katla engin ein eldstöð, heldur
gýs þar að jafnaði ekki nema einu sinni á hverj-
um stað. Nafnið Katla getur einmitt bent til,
að hún hafi verið þekkt fyrir að búa til marga
katla í hjarnbreiðuna. Þær fáu heimildir, sem
til eru um uppkomu Kötlugosa, benda fremur
til, að gosin hafi komið upp á fleiri stöðum,
jafnvel á sprungum. Kötluhlaupin hafa aftur á
móti komið fram á Mýrdalssand. Óöruggar
heimildir finnast um stór jökulhlaup í Jökulsá
á Sólheimasandi, og uppbygging hans ber það
með sér, að slík hlaup hafa komið þar. Einnig
sýnir farvegur Markarfljóts ummerki eftir mikil
jökulhlaup.
Þessi samanburður á Kötlu og Öskju leiðir
því til eftirfarandi ályktana: Katla er ekki
ein ákveðin eldstöð, sem gýs basiskri kviku,
heldur getur gosið hvar sem er undir Mýr-
dalsjökli, og til er sá möguleiki, að gosið verði
súrt líparít öskugos. Vegna ólíkrar afstöðu Mýr-
dalsjökuls til megineldstöðvabeldsins eru þó
Kötlugosin líklega meira bundin við miðsvæði
eldkeilunnar heldur en í Dyngjufjöllum. Mest-
ar líkur eru til, að Kötluhlaupin komi fram á
Mýrdalssand, en reikna verður með því, að þau
geti komið í Jökulsá á Sólheimasandi eða
Markarfljót, jafnvel hvar sem er úr Mýrdals-
jökli.
Að lokum vil ég láta fylgja með gamla sam-
tímalýsingu á Kötlugosi, sem Sigurður Pálsson,
skólastjóri á Eiðum, fann einhvers staðar í göml-
um blöðum:
Undur yfir dundu
upp úr Kötlugjá,
himin og græna grundu
grátlegt var að sjá;
1755
voðalegar vikur þrjár
varaði plágan dimm.
JÖKULL 23. ÁR 51