Jökull


Jökull - 01.12.1973, Síða 53

Jökull - 01.12.1973, Síða 53
ÁGRIP ASKJA OG KATLA Guttormur Sigbjarnarson, Orkustofnun, Reykjavik. A undanförnum árum hefur sú skoðun verið að þróast meðal íslenskra jarðfræðinga, að Katla liggi í mikilli sigdæld undir Mýrdalsjökli. Rennt er stoðum undir þessa skoðun og færð rök fyrir því, að landið undir jöklinum muni vera þró- uð eldkeila (central volcano), sem fallið hefur ,nn í sjálfa sig, og ketilsigið (caldera) mynd- azt á þann hátt. Þetta er einmitt algengt þró- unarfyrirbæri á eldkeilum, þegar þær eldast. Onnur einkenni þeirra eru liáhitasvæði og súr- ar bergtegundir, en hvort tveggja finnst örugg- lega undir Mýrdalsjökli. Þrátt fyrir það hafa öll Kötlugos reynzt basísk. Með því að bera Mýrdalsjökul saman við Dyngjufjöll sést, að fjallaklasinn undir hon- um er mjög svipaður að stærð (Mynd 2), °g finna má ýmis fleiri sameiginleg ein- kenni, svo sem ketilsig, háhita og súrt berg. Ketilsigin í Dyngjufjöllum eru þrjú, sem öll grípa hvert inn í annað, þ. e. Askja, Öskju- vatnssigið og það þriðja og elsta, hraunfyllt l*gð norðan við Öskjuopið (Mynd 2). Myndun Oskjuopsins er skýrð á þann hátt, að þar liafi S1gið fleygur, sem elsti sigketillinn og hring- sprunga umhverfis Öskjuvatnssigketilinn mynd- uðu sín á milli. Öskjugosið 1961 og gufuhvera- myndunin í sambandi við það benda til, að öll ketilsigin séu virk ennþá. Á Mynd 2 er sýnd lega helstu eldstöðva í Dyngjufjöllum, en hún virðist ýmist háð sprungustefnu eldstöðvabeltis- ■ns þar eða hringsprungukerfi sigkatlanna. Efdr því sem séð verður, hefur aðeins gosið einu Slnni á hverri eldstöð, og öll hafa þessi gos verið basisk nema Öskjugosið 1875. Mynd 4 sýnir kort af Mýrdalsjökli, þar sem sýndur er hugsanlegur sigketill (caldera) 10 km að þvermáli (heil lína), og einnig eru til saman- burðar sýnd ketilsigin í Dyngjufjöllum (brotin b'na), þar sem Öskjuopið er látið falla í Kötlu- kvosina. Nú er ekki vitað, hvort sigketillinn í Mýrdalsjökli er jafn samsettur og Askja, en ör- uggt má teljast, að Kötlugjáin sé hliðstæð Öskju- opinu að því leyti, að hún sé langdýpsta skarðið út úr sigkatlinum. Ef reiknað er með því, að eldvirkni Mýrdalsjökuls-eldkeilunnar sé hliðstæð Öskjugosum, er Katla engin ein eldstöð, heldur gýs þar að jafnaði ekki nema einu sinni á hverj- um stað. Nafnið Katla getur einmitt bent til, að hún hafi verið þekkt fyrir að búa til marga katla í hjarnbreiðuna. Þær fáu heimildir, sem til eru um uppkomu Kötlugosa, benda fremur til, að gosin hafi komið upp á fleiri stöðum, jafnvel á sprungum. Kötluhlaupin hafa aftur á móti komið fram á Mýrdalssand. Óöruggar heimildir finnast um stór jökulhlaup í Jökulsá á Sólheimasandi, og uppbygging hans ber það með sér, að slík hlaup hafa komið þar. Einnig sýnir farvegur Markarfljóts ummerki eftir mikil jökulhlaup. Þessi samanburður á Kötlu og Öskju leiðir því til eftirfarandi ályktana: Katla er ekki ein ákveðin eldstöð, sem gýs basiskri kviku, heldur getur gosið hvar sem er undir Mýr- dalsjökli, og til er sá möguleiki, að gosið verði súrt líparít öskugos. Vegna ólíkrar afstöðu Mýr- dalsjökuls til megineldstöðvabeldsins eru þó Kötlugosin líklega meira bundin við miðsvæði eldkeilunnar heldur en í Dyngjufjöllum. Mest- ar líkur eru til, að Kötluhlaupin komi fram á Mýrdalssand, en reikna verður með því, að þau geti komið í Jökulsá á Sólheimasandi eða Markarfljót, jafnvel hvar sem er úr Mýrdals- jökli. Að lokum vil ég láta fylgja með gamla sam- tímalýsingu á Kötlugosi, sem Sigurður Pálsson, skólastjóri á Eiðum, fann einhvers staðar í göml- um blöðum: Undur yfir dundu upp úr Kötlugjá, himin og græna grundu grátlegt var að sjá; 1755 voðalegar vikur þrjár varaði plágan dimm. JÖKULL 23. ÁR 51
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.