Jökull


Jökull - 01.12.1973, Blaðsíða 68

Jökull - 01.12.1973, Blaðsíða 68
ur og aurborinn mjög, en þar næst á bak við er jökullinn nokkru lægri.“ Fjallsjökull Varðandi Fjallsjökul tekur Flosi fram: „Við jökulmerki 137 er dálítið lón, vera má að jökul- tungan, sem mælt er í, sé á floti. Austan lónsins er jökullinn 10—20 metrum innar, og víðast hvar mun Fjallsjökull hafa hopað. Breiðamerkurjökull Um jöklana í heild segir Flosi í bréfinu: „Um jöklana hér í grennd er fátt að segja til viðbótar við mælingarnar. Eins og þær bera með sér, hafa þeir hopað tiltölulega lítið, og á tveimur stöðum skriðið fram. Hins vegar virðist útlit þeirra að vísu ekki bera þess vott, að gangur sé i þeim að neinu ráði. Þeir eru sléttari og jafnari yfir að líta en í fyrra haust. Við Breiðamerkurjökul, merki nr. 142 (Ný- græðubakki), þar sem jökullinn hefur skriðið fram, hefur hann þó hopað lítið eitt frá því, er hann hefur skriðið lengst fram, eftir að mælt var í fyrra haust. Virðist jökullinn heldur að sléttast aftur þarna upp af. Lón eru við merki M 133 og M 143 og því ekki unnt að mæla, en Ijóst er, að jökullinn hefur ekki gengið fram á þessum stöðum." Eyjabakkajökull Samkvæmt bréfum frá Gunnsteini Stefánssyni á Egilsstöðum: Hinn 14. april 1973 kemur Völundur Jóhann- esson að jöklinum. Jökullinn er þá enn á sýni- legri hreyfingu og telur Völundur, að hann muni hafa skriðið fram frá 22. okt. 1972 eitt- hvað nálægt 250 metrum. Hinn 16. sept. 1973 mælir Gunpsteinn stöðu jökulsins, og hefur hann þá skriðið fram um 620 m frá 22. okt. 1972, framskriði er augsýnilega lokið. Hlaup í Hafursá Úr bréfi frá Einari H. Einarssyni, Skamma- dalshóli, til Sigurðar Þórarinssonar, dags. 8. nóv. 1973: „Líklega aðfaranótt 9. okt. gerðist sá einstæði atburður, að jökulhlaup kom í Hafursá; hafði það komið fram úr gilinu vestan við Gvendar- fell. Vatnsrennslið hefur orðið nokkru meira en í mestu rigningum. Þar sem dálítið þrengir að henni í Hólsgili hefur vatnsborðið hækkað um 1 metra, gæti trúað, að það samsvaraði um 75 cm hækkun undir allri brúnni, svo þú sérð, að þetta hefur verið ekki svo lítið vatn, en eftir því hvað aurarnir, sem það fór yfir í gilinu, hafa tekið litlum breytingum virðist hlaupið hafa varað stuttan tíma, enda er sennilegt, að það hafi komið úr stífluðu lóni ofan við gil- botninn vestur af Gvendarfelli, og varla er hægt að hugsa sér, að þar getið verið um stóran geymi að ræða. Allmikil jakaferð hefur orðið í ánni. Fyrir innan þrengslin við innri Einstig- ana voru jakahrannir beggja vegna við ána og jakahröngl á víð og dreif niður alla aura allt að þjóðvegi Alldrjúg breyting hefur orðið á jöklinum í lægðinni vestan við Gvendarfellsbunguna, þar er hann nú orðinn mjög sprunginn, nærri upp á hábungu, og virðist hafa sigið mikið niður, svo lægðin virðist hafa dýpkað mjög mikið langt upp eftir, en ofan við gilbotninn hefur hlaðizt upp geypi hár og mikið sprunginn isveggur. Þetta er áberandi, ef horft er í vel björtu til jökulsins af veginum á hæðinni innan við Graf- arhólinn. Skriðjökullinn austan við Gvendar- fellið hefur ekki gengið teljandi fram síðan í fyrra.“ JÖKULL 23. ÁR 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.