Jökull - 01.12.1973, Blaðsíða 67
ííivcggur. Jökullinn riðlar á Jökulhausnum aust-
anverðum.
T ungnaárjökull
Enn heldur Tungnaárjökull áfram að hopa,
meðaltal tveggja síðustu ára er rúmir 70 metrar
a ari. Arlega kemur meir og meir upp úr jökli
hjá Glæ, en svo hefur fellið verið nefnt NNA
a£ Breiðbak. Jökulröndin er slétt, en mikil
drýli eru uppi í jökulhlíðinni.
Síðujökull
I bréfi með mælingaskýrslunni segja Ólafur
Jensson og Kristmundur Halldórsson m. a.:
..I vestari mælilínunni eru merkin M 174 og
175 með 100 metra bili, M 175 er nær jökl-
tnum. Þessi lína liggur yfir efstu drög að aust-
ustu kvísl Brunnár, sem rennur þar meðfram
jökulröndinni og fram úr öldunum um 200 m
vestar (ekki mælt, ágizkun). Hin mælilínan er
600 rn austar, og á milli mælilínanna renna
fram tvær smákvíslar að Djúpá. I eysiri línunni
eru M 176 og M 177 með 100 m millibili, M 177
er nær jökli.....Á báðum stöðum er óbreytt
fjarlægð að jökulöldunni, 38 m frá M 175 og
84 m frá M 177. Frambrúnin er íslaus og þurr,
víðast hvar mjög lág og landið að baki liennar
í meginatriðum lárétt eða með litlum halla inn
að jökli.
Jökullinn ber greinileg einkenni hopjökuls,
hann er flatur og ósprunginn. Við eystri mæli-
hnuna var neðsti hlutinn nokkru brattari en
tH heggja liliða. Þar mældist halli jökulsins um
7.5° á um 250 m lengd upp eftir jöklinum, en
þar fyrir ofan um 6°, svo langt sem séð varð
lyrir þoku. Mun sá halli nær því, sem yfirleitt
er á jökulröndinni á þessum slóðum."
A leið til baka hreppti ferðafólkið rok og
úrhellisrigningu. September-óveðrið mikla, felli-
bylurinn Elín, var að skella yfir landið. f niður-
lagi bréfsins róma þeir félagar viðbrögð Kálfa-
fellsbænda og segja: .. Þeir komu á móti
°kkur á dráttarvél nokkurn spöl og flýtti það
ferð okkur mjög.“
Skeiðarárjökull
I.itkir breytingar við vestanverðan Skeiðarár-
Jókul, þótt hann gengi aðeins fram. Hlaup
tolst úr Grænalóni í ágústbyrjun (sjá Annál
um jökulhlaup).
í bréfi með mælingaskýrslunni segir Ragnar
í Skaftafelli m. a.:
„Skeiðarárjökull hefur gengið fram við vestri
merkin, líklega nær þetta framskrið allt vestur
að eða vestur fyrir Háöldukvíslarfarveg, gæti
hugsazt að á öllu þessu svæði hafi jökullinn
þokazt ofurlítið fram.
Fljótlega eftir síðasta Grímsvatnahlaup (marz
’72) fór jökullinn heldur að lækka í stefnu
héðan séð á Hvirfilsdalsskarð. Lækkun þessi fór
að sjást s.l. vetur (1972/73) og svo s.l. vor og
allt út í ágústmánuð. Lækkun þessi var mjög
greinileg, en fór þó hægt. Mér virðist, að nú
í haust sé jökullinn heldur tekinn að hækka
aftur á þessum slóðum, a. m. k. er öruggt að
liann lækkar þar ekki.
Allt frá árslokum 1971 liefur jökuljaðarinn
hækkað héðan séð, þar sem hann gengur lengst
fram á sandinn, hækkun nær allt norður að
stefnu í Lómagnúp. Á öllu þessu svæði, héðan
að sjá, er jökullinn heldur að þokast upp.
Við Jökulfell er engin breyting sjáanleg, þar
mun jökullinn heldur eyðast og lækka, ef nókk-
uð er.
Skeiðará var mjög vatnslítil lengi fram eftir
sumri, man ég hana vart eins litla fram í júlí
eins og hún var nú í vor og sumar.“
í niðurlagi bréfsins, sem er skrifað 25. okt.
1973, segir Ragnar:
„Líkt og Gröndal segir í Heljarslóðarorustu,
hér kveður allt við af herbrestum og tröllkonu-
gný.... Vestur í Skeiðarárfarvegi flýgur brúin
upp og það teygist heldur betur úr varnar-
garðinum hér að austan, 9 grjótflutningabílar
aka úr Hafrafelli.”
Sumarið 1973 var lokið við brú á Súlu og
Gígju, og undir haust hafin brúarsmíði á Skeið-
ará. Hinn 1. desember var Skeiðará veitt undir
vesturhluta brúarinnar, sem var þá fullbúinn.
Falljökull
í bréfi með mælingaskýrslunni vekur Guð-
laugur í Svínafelli athygli á framskriði Fall-
jökuls og telur, að einhver umbrot séu í jökl-
inum umfram það, sem verið hefur. Að öðru
leyti er allt með líku sniði og verið hefur undan-
farin ár.
Kviárjökull
í bréfi með mælingaskýrslunni segir Flosi á
Kvískerjum: „Jaðar Kvíárjökuls er á kafla bratt-
JÖKULL 23. ÁR 65