Jökull


Jökull - 01.12.1973, Side 54

Jökull - 01.12.1973, Side 54
Islenzk jöklaskrá Árið 1969 kom út kortabók um jökla í Suður- Noregi (0strem og Ziegler, 1969). Um þessar mundir kemur einnig svipuð bók um aðra jökla í Skandinavíu. Eru þetta fyrstu kortabækurnar unnar eftir staðli hins alþjóðlega vatnafræðiára- tugs (IHD), sem saminn var vegna tilmæla stjórnarnefndar IHD um, að aðildarþjóðir létu skrá magn og útbreiðslu íss í löndum sínum. (Múller, 1969). Af þessu tilefni er hér rætt um efni íslenzkrar jöklaskrár og möguleika á gerð hennar. Æskilegt væri, að efni jöklaskrárinnar yrði skipt í eftirtalda fimm flokka: 1. Yfirlitsgreinar um landslag og landmótun, loftslag og veðurfar, vatnsföll og jökla, kortagerð og loftmyndun landsins. 2. Landshlutakort (1:250.000) og stærri kort (1:50.000) yfir vatnasvið, sem sýna núver- andi útlínur jökla, jökulár, rennslismæli- stöðvar og veðurathugunarstöðvar. 3. Töflur um ýmsa landfræðilega þætti (legu jökuls í hnitkerfi, lengd og breidd, hæstu og lægstu hæð, halla, stefnu, flatarmál, mat á þykkt, rúmmál, landfræðilega flokkun) og jöklafræðilega þætti (hæð hjarnlínu, flatarmál ákomusvæðis og leysingarsvæðis, ákomu, leysingu, afkomu, virkni, hop og framskrið), og vatna- og veðurfræðilega þætti (rennsli jökulánna, lofthiti, úrkoma o. f 1.), yfirlit yfir framhlaup jökla, jökul- hlaup, eldgos í jökli, heimildir um fyrri rannsóknir. 4. Loftmyndir, gervitunglamyndir, skámyndir úr flugvélum og frá landi. 5. Niðurstöður, úrvinnsla landfræðilegra og jöklafræðilegra þátta yfir landið í heild, skilyrði fyrir tilveru jökla á ýmsum svæð- um lands, kort yfir hæð hjarnlínu, jökla- breytingar, vatnasvið jökla, heildarísmagn á landinu, þáttur jökla 1 vatnabúskap landsins, jökulhlaup, tillögur að bættri gagnasöfnun, grundvöllur að frekari rann- sóknum. Af efni jöklaskrárinnar sést, að það yrði mik- ið og tímafrekt verk að vinna vandaða skrá. 52 JÖKULL 23. ÁR Margt mælir hins vegar með því, að frumútgáfu jöklaskrár verði flýtt, þó ekki svo, að einhverj- um ofangreindra efnisþátta verði sleppt. Á ýms- um sviðum er slík bók nauðsynlegur grundvöll- ur að frekari rannsóknum og endurbættri gagna- söfnun um jökla. Auk þess er ekki seinna vænna að bjarga ýmsum gögnum um jökla frá gleymsku. Af þessum ástæðum tel ég ráðlegt að stefna að því að koma út fjölritaðri kortabók innan 2—3 ára, en endurbæta hana á 5—10 ára fresti. Þessi frumútgáfa yrði unnin úr þeim gögnum, sem nú eru handbær t. d. af landakortum, ljósmynd- um, flugmyndum, gervitunglamyndum og finna má í ritverkum Þorvalds Thoroddsen (1892), Jóns Eyþórssonar (1931, 1935, 1964), Helga H. Eirikssonar (1932), Guðmundar Bárðarsonar (1934), Sigurðar Þórarinssonar (1943) og í árleg- um skýrslum Jóns Eyþórssonar og Sigurjóns Rist í Jökli um jöklabreytingar. Jöklaskráin getur orðið mjög gagnlegt verk, ef áhersla er lögð á úrvinnslu þeirra gagna, sem safnað verður. Verði hins vegar slegið slöku við þann hátt, er jöklaskráning tóm bók- haldsvinna, og gagn hennar það eitt að gleðja hjörtu nokkurra kontórista. Helgi Björnsson. HEIMILDIR: Bárðarson, G. G. 1934: Islands Gletscher. Vís- indafélag íslendinga XVI. Reykjavík. Eiriksson, H. H. 1931: Observations and Mea- surements of some glaciers in Austur-Skafta- fellssýsla. Vísindafélag íslendinga XII. Reykjavík. Eythórsson, J. 1931: On the present position of the glaciers in Iceland. Vísindafélag Is- lendinga. Reykjavík. — 1935: On the variation of glaciers in Ice- land, I. Drangajökull. Geogr Annal. XVII. Stockholm. — 1964: Glacier variations 1930—1960. Jökla- breytingar. Jökull. — 1951—1966: Jöklabreytingar. Jökull, 1—16. Múller, F. 1969: Perennial ice and snow masses. A guide for compilation and assemblage of data for a world inventory. Rist, S. 1967—1972: Jöklabreytingar, Jökull, 17 -22. Thorarinsson, S. 1943: Oscillations of the Ice-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.