Jökull


Jökull - 01.12.1973, Page 57

Jökull - 01.12.1973, Page 57
Jökulhlaupaannáll 1971, 1972 og 1973 SIGURJÓN RIST, VATNAMÆLINGAR, ORKUSTOFNUN í Jökli 20. árg. á bls. 88 er skrá yfir jökul- hlaup áranna 1969 og 1970. Hér birtist annáll áranna 1971-1973. Súluhlaup. Hlaup úr Grænalóni lenda í Súlu. Hlaupin eru ýmist nefnd Grænalónshlaup eða Súluhlaup. í Grænalónsannál Jökuls 20. árg. er sagt, að nokkurt rennsli hafi verið í Súlu síðari hluta árs 1970. Nálægt áramótum 1970/71, eða e- t. v. nokkru fyrir áramótin, mun jökulísinn hafa lokað fyrir allt rennsli úr Grænalóni. Súla ýar kornlítil um veturinn og fram eftir sumri. I ágústmánuði 1971 kom hlaup úr Grœnalóni. Það var áþekkt hlaupinu í október árið áður, har stöku jaka fram á sand. Hinn 9. september 1971 fóru í þyrlu að Grænalóni þeir: Björn Jónsson, Helgi Hallgrímsson og Sigurjón Rist. Vatnsborð Grænalóns var þá 13 metrum neðan yið merki nr. 1, sem er gult merki á standbergi. I hlaupinu hafði vatnsborðið lækkað um 22 m, °g samkvæmt því hefur vatnsmagn hlaupsins verið nálægt 192 G1 (gigalítri =milljón m3). Nær fullvíst var, að enn rann úr Grænalóni hinn 9. Sept. Að vísu sást ekki til árinnar fyrir halfhrundum ísbogum, fyrr en nokkru neðan lónsins. Niður á sandi mældist Súla 160 m3/s. Mælingar hlauprásarinnar bentu til þess, að há- mark hlaupsins hafi verið um 1700 m3/s. Sagan endurtók sig. Jökullinn lokaði fyrir rennslið úr Grænalóni. Hlaup kom í Súlu í juni 1972. Hlauprásina mældi Vegagerð ríkis- ms hinn 3. júlí. Hámark hlaupsins um 1300 m3/s. r Enn sama sagan, jökullinn lokaði fyrir út- rennslið. í júlí 1973 var komin fylla i Græna- on> hæðarmerkin voru að hverfa, en engin ná- hvæm athugun var gerð. Hlaup hófst i Súlu 6' ágúst 1973. Viðbúnaður var hjá Vegagerð ríkisins að kanna áhrif hlaupsins á varnargarða °g a hina nýju Súlubrú. Vatnamælingar og Vegagerð unnu í sameiningu að rennslismæling- um hlaupsins af Súlubrú. Komin var ákjósanleg aðstaða til mælinga, gjörbreytt frá því sem áður var. Hámark hlaupsins varð um 2000 m3/s (Mynd 1). Hinn 22. sept. 1973 fóru í þyrlu að Grænalóni Andri Heiðberg, Loftur Þorsteins- son og Sigurjón Rist. Merkjalínan, sem um er getið í Jökli 20. árg., var aukin og endurbætt (Mynd 2). Hæsta vatnsborðsstaðan áður en hlaupið í ágúst hófst hefur a. m. k. verið 17 m hærri en vatnsstaðan 22. september, og e. t. v. 1,5 metra meir. Greinilegur fjörustallur var 2,1 m yfir vatnsborði 22. sept., sem gaf til kynna, að vatnsborðið hafi lækkað um þessa hæð á Mynd 1. Jökulhlaup úr Grænalóni. Fig. 1. Jökulhlaup from the ice-dammed lake Grcenalón. JÖKULL 23. ÁR 55
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.