Jökull - 01.12.1973, Page 57
Jökulhlaupaannáll 1971, 1972 og 1973
SIGURJÓN RIST,
VATNAMÆLINGAR, ORKUSTOFNUN
í Jökli 20. árg. á bls. 88 er skrá yfir jökul-
hlaup áranna 1969 og 1970. Hér birtist annáll
áranna 1971-1973.
Súluhlaup. Hlaup úr Grænalóni lenda í Súlu.
Hlaupin eru ýmist nefnd Grænalónshlaup eða
Súluhlaup. í Grænalónsannál Jökuls 20. árg. er
sagt, að nokkurt rennsli hafi verið í Súlu síðari
hluta árs 1970. Nálægt áramótum 1970/71, eða
e- t. v. nokkru fyrir áramótin, mun jökulísinn
hafa lokað fyrir allt rennsli úr Grænalóni. Súla
ýar kornlítil um veturinn og fram eftir sumri.
I ágústmánuði 1971 kom hlaup úr Grœnalóni.
Það var áþekkt hlaupinu í október árið áður,
har stöku jaka fram á sand. Hinn 9. september
1971 fóru í þyrlu að Grænalóni þeir: Björn
Jónsson, Helgi Hallgrímsson og Sigurjón Rist.
Vatnsborð Grænalóns var þá 13 metrum neðan
yið merki nr. 1, sem er gult merki á standbergi.
I hlaupinu hafði vatnsborðið lækkað um 22 m,
°g samkvæmt því hefur vatnsmagn hlaupsins
verið nálægt 192 G1 (gigalítri =milljón m3).
Nær fullvíst var, að enn rann úr Grænalóni
hinn 9. Sept. Að vísu sást ekki til árinnar fyrir
halfhrundum ísbogum, fyrr en nokkru neðan
lónsins. Niður á sandi mældist Súla 160 m3/s.
Mælingar hlauprásarinnar bentu til þess, að há-
mark hlaupsins hafi verið um 1700 m3/s.
Sagan endurtók sig. Jökullinn lokaði fyrir
rennslið úr Grænalóni. Hlaup kom í Súlu í
juni 1972. Hlauprásina mældi Vegagerð ríkis-
ms hinn 3. júlí. Hámark hlaupsins um 1300
m3/s. r
Enn sama sagan, jökullinn lokaði fyrir út-
rennslið. í júlí 1973 var komin fylla i Græna-
on> hæðarmerkin voru að hverfa, en engin ná-
hvæm athugun var gerð. Hlaup hófst i Súlu
6' ágúst 1973. Viðbúnaður var hjá Vegagerð
ríkisins að kanna áhrif hlaupsins á varnargarða
°g a hina nýju Súlubrú. Vatnamælingar og
Vegagerð unnu í sameiningu að rennslismæling-
um hlaupsins af Súlubrú. Komin var ákjósanleg
aðstaða til mælinga, gjörbreytt frá því sem áður
var. Hámark hlaupsins varð um 2000 m3/s
(Mynd 1). Hinn 22. sept. 1973 fóru í þyrlu að
Grænalóni Andri Heiðberg, Loftur Þorsteins-
son og Sigurjón Rist. Merkjalínan, sem um er
getið í Jökli 20. árg., var aukin og endurbætt
(Mynd 2). Hæsta vatnsborðsstaðan áður en
hlaupið í ágúst hófst hefur a. m. k. verið 17 m
hærri en vatnsstaðan 22. september, og e. t. v.
1,5 metra meir. Greinilegur fjörustallur var
2,1 m yfir vatnsborði 22. sept., sem gaf til kynna,
að vatnsborðið hafi lækkað um þessa hæð á
Mynd 1. Jökulhlaup úr Grænalóni.
Fig. 1. Jökulhlaup from the ice-dammed lake
Grcenalón.
JÖKULL 23. ÁR 55