Jökull - 01.12.1973, Side 69
Djúpborun í Bárðarbungu 1972
PÁLL THEÓDÓRSSON
RAUNVÍSINDASTOFNUN HASKÓLANS
Laugardag fyrir hvítasunnu, hinn 20. maí
1972, lagði allstór hópur jöklamanna og vísinda-
manna af stað frá Reykjavík og var ferðinni
heitið til Vatnajökuls. Leiðangur sá, sem hér
la8'ði af stað, var allfrábrugðinn eldri leiðangr-
um. Hópurinn var fjölmennari og farangur all-
Ur og flutningur mun meiri en áður hafði
þekkzt, enda var hér að hefjast glíma við verk-
efnh sem var mun umfangsmeira en fram til
þessa hafði verið ráðizt í hér á landi í jökla-
rannsóknum: djúpborun í Bárðarbungu. Nú
skyldi gerð fyrsta tilraun til að bora í gegnum
ísskjöld bungunnar.
Tíu dögum síðar hófst borunin í suðaustan-
verðri Bárðarbungu og að rúmum tíu vikum
liðnum kom loks siðasti bormannahópurinn
niður af jöklinum með kjarna frá neðstu 100
metrum borholunnar, sem var þá 415 m djúp.
Borleiðangrinum var þó ekki lokið að fullu fyrr
en rúmum tveimur vikum síðar, er síðasti hluti
’orbúnaðarins og tveir snjóbilar voru fluttir
niður af jöklinum. Eftir stóð Bárðarbunga stolt
°g ósigruð í haustblíðunni og beið þess, að veð-
urguðirnar legðu enn eitt vetrarlag á hinn mikla
skjöld, sem gæti orðið óbornum kynslóðum vís-
mdamanna rannsóknarefni. Enn geymir Bárðar-
unga því verðmætasta og dýpsta hluta leyndar-
ms síns. Þrátt fyrir harða atrennu og næstum
prjótandi þolinmæði jökla- og vísindamanna
tókst ekki að bora niður á botn jökulsins.
híeð þessu greinarkorni er ekki ætlunin að
rekja sögu þessa sérstæða og reynsluríka leiðang-
urs, aðeins að skýra stuttlega frá tilgangi leið-
migursins, rekja í fáum dráttum borsöguna og
uks að greina nokkuð frá þeim rannsóknum á
orkjarnanum, sem nú er unnið að eða fyrir-
uugaðar eru.
Bragi Árnason, efnafræðingur, hefur um all-
angt skeið unnið að því að kortleggja tvívetnis-
styrk úrkomunnar hér á landi, og er þetta
mikilvægur þáttur í rannsóknum á grunnvatns-
rennsli hins heita vatns. Tvívetnismælingar á
jöklum eru ekki einungis liður í þessum rann-
sóknum heldur má einnig vænta þess, að þver-
snið af tvívetnisstyrk þess íss, þar sem kaldast
er á jökli á landi hér, geti frætt okkur um
veðurfarssveiflur hér á landi á liðnum öldum.
íslög jöklanna geyma væntanlega einnig mjög
fróðlegan þátt í jarðsögu landsins í öskulögum,
sem þar eru grafin. ísinn geymir einnig þrí-
vetnisstyrk úrkomunnar frá liðnum áratugum
og ýmsan annan eftirsóknarverðan fróðleik.
Með fjárhagsstyrk frá Alþjóðakjarnorkumála-
stofnuninni í Vín og loforði Jöklarannsókna-
félags Islands um virka þátttöku í djúpborun
réðist Raunvísindastofnun Háskólans undir for-
ustu Braga Árnasonar í framkvæmd þess mikla
jöklafræðilega verkefnis að bora í gegnum ís-
hellu Bárðarbungu. Auk Braga tóku Helgi
Björnsson, jöklafræðingur, Páll Theódórsson,
eðlisfræðingur, og Sigurður Steinþórsson, jarð-
fræðingur, mikinn þátt í undirbúningi og fram-
kvæmd þessa verks.
Mikilvægasti hluti undirbúningsins fólst í
hönnun og smíði hentugs bors og var hér að
mestu um frumsmíði að ræða. Tækjasmiður
Raunvísindastofnunar Háskólans, Karl Benja-
mínsson, leysti þetta verkefni af einstakri hug-
vitssemi og hagleik.
Margt varð til þess að gera ferðina erfiðari en
við höfum áður átt að venjast, og stafaði það
að sjálfsögðu að verulegu leyti af því, hve bor-
búnaður og annar flutningur var nú mikill.
En við þetta bættist erfið færð inn í Jökul-
heima, torfært var að komast að jöklinum og
loks var jökuljaðarinn okkur þungur í skauti
vegna kraps. Með harðfylgni jöklamanna sem
og annarra, sem þarna réttu hjálparhönd, tókst
þó að yfirvinna alla erfiðleika. Var komið upp
á Bárðarbungu hinn 25. maí, en borun hófst 1.
JÖKULL 23. ÁR 67