Jökull


Jökull - 01.12.1973, Side 69

Jökull - 01.12.1973, Side 69
Djúpborun í Bárðarbungu 1972 PÁLL THEÓDÓRSSON RAUNVÍSINDASTOFNUN HASKÓLANS Laugardag fyrir hvítasunnu, hinn 20. maí 1972, lagði allstór hópur jöklamanna og vísinda- manna af stað frá Reykjavík og var ferðinni heitið til Vatnajökuls. Leiðangur sá, sem hér la8'ði af stað, var allfrábrugðinn eldri leiðangr- um. Hópurinn var fjölmennari og farangur all- Ur og flutningur mun meiri en áður hafði þekkzt, enda var hér að hefjast glíma við verk- efnh sem var mun umfangsmeira en fram til þessa hafði verið ráðizt í hér á landi í jökla- rannsóknum: djúpborun í Bárðarbungu. Nú skyldi gerð fyrsta tilraun til að bora í gegnum ísskjöld bungunnar. Tíu dögum síðar hófst borunin í suðaustan- verðri Bárðarbungu og að rúmum tíu vikum liðnum kom loks siðasti bormannahópurinn niður af jöklinum með kjarna frá neðstu 100 metrum borholunnar, sem var þá 415 m djúp. Borleiðangrinum var þó ekki lokið að fullu fyrr en rúmum tveimur vikum síðar, er síðasti hluti ’orbúnaðarins og tveir snjóbilar voru fluttir niður af jöklinum. Eftir stóð Bárðarbunga stolt °g ósigruð í haustblíðunni og beið þess, að veð- urguðirnar legðu enn eitt vetrarlag á hinn mikla skjöld, sem gæti orðið óbornum kynslóðum vís- mdamanna rannsóknarefni. Enn geymir Bárðar- unga því verðmætasta og dýpsta hluta leyndar- ms síns. Þrátt fyrir harða atrennu og næstum prjótandi þolinmæði jökla- og vísindamanna tókst ekki að bora niður á botn jökulsins. híeð þessu greinarkorni er ekki ætlunin að rekja sögu þessa sérstæða og reynsluríka leiðang- urs, aðeins að skýra stuttlega frá tilgangi leið- migursins, rekja í fáum dráttum borsöguna og uks að greina nokkuð frá þeim rannsóknum á orkjarnanum, sem nú er unnið að eða fyrir- uugaðar eru. Bragi Árnason, efnafræðingur, hefur um all- angt skeið unnið að því að kortleggja tvívetnis- styrk úrkomunnar hér á landi, og er þetta mikilvægur þáttur í rannsóknum á grunnvatns- rennsli hins heita vatns. Tvívetnismælingar á jöklum eru ekki einungis liður í þessum rann- sóknum heldur má einnig vænta þess, að þver- snið af tvívetnisstyrk þess íss, þar sem kaldast er á jökli á landi hér, geti frætt okkur um veðurfarssveiflur hér á landi á liðnum öldum. íslög jöklanna geyma væntanlega einnig mjög fróðlegan þátt í jarðsögu landsins í öskulögum, sem þar eru grafin. ísinn geymir einnig þrí- vetnisstyrk úrkomunnar frá liðnum áratugum og ýmsan annan eftirsóknarverðan fróðleik. Með fjárhagsstyrk frá Alþjóðakjarnorkumála- stofnuninni í Vín og loforði Jöklarannsókna- félags Islands um virka þátttöku í djúpborun réðist Raunvísindastofnun Háskólans undir for- ustu Braga Árnasonar í framkvæmd þess mikla jöklafræðilega verkefnis að bora í gegnum ís- hellu Bárðarbungu. Auk Braga tóku Helgi Björnsson, jöklafræðingur, Páll Theódórsson, eðlisfræðingur, og Sigurður Steinþórsson, jarð- fræðingur, mikinn þátt í undirbúningi og fram- kvæmd þessa verks. Mikilvægasti hluti undirbúningsins fólst í hönnun og smíði hentugs bors og var hér að mestu um frumsmíði að ræða. Tækjasmiður Raunvísindastofnunar Háskólans, Karl Benja- mínsson, leysti þetta verkefni af einstakri hug- vitssemi og hagleik. Margt varð til þess að gera ferðina erfiðari en við höfum áður átt að venjast, og stafaði það að sjálfsögðu að verulegu leyti af því, hve bor- búnaður og annar flutningur var nú mikill. En við þetta bættist erfið færð inn í Jökul- heima, torfært var að komast að jöklinum og loks var jökuljaðarinn okkur þungur í skauti vegna kraps. Með harðfylgni jöklamanna sem og annarra, sem þarna réttu hjálparhönd, tókst þó að yfirvinna alla erfiðleika. Var komið upp á Bárðarbungu hinn 25. maí, en borun hófst 1. JÖKULL 23. ÁR 67
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.