Jökull - 01.12.1978, Blaðsíða 71
Mynd 3. Upp Vatnahjallaveg.
Geldingsá, sem við hér fórum yfir. Þá er leið
fram á daginn höfðum við yndislegt útsýni yfir
norðurhluta Hofsjökuls og fjöllin fyrir vestan
hann og útsunnan, en í suður-landsuðri glitr-
uðu Tungnafellsjökull og Vatnajökull. Eink-
um var Hofsjökull undrafagur, hvítur og heill,
svo að hvergi varð fundin rifa né sprunga með
kíki. Um hádegið hafði verið 9°C kuldi, nú var
hann orðinn 15°C en skíðafærið ágætt og
blæjalogn. Kl. 7 um kvöldið komum við að
Laugafelli. Jökulsá eystri, sem rennur milli
Laugafells og Laugaöldu, sást hvergi. Mjall-
breiðan huldi hana. Skriðmælirinn tjáði að
dagleiðin hefði verið 24 km. Kuldinn var
17°C. Við tjölduðum í snatri undir Laugafelli,
en þó ekki nær fellinu en svo, að snjóflóð gæti
ekki grandað „sæluhúsinu“, sem nú var 2900 f.
yfir sjávarfleti.
Kl. 9 kom matreiðslumaður inn og sagði, að
nú væri kuldinn 23°C. Þá þótti mér nóg um og
með því að gólfkalt var orðið, sýndist okkur
ráð að skifta nóttunni í vökur á millum okkar,
svo að aldrei dæi á prímus-vélinni. Við
skriðum 3 í húðfötin, en vökumaður bar okkur
sjóðandi heitt toddý og var það hin besta
hressing. Húðfötin reyndust ágætlega, enda
Mynd 4. Á Vatnahjalla.
JÖKULL 28. AR 69