Jökull - 01.12.1978, Blaðsíða 91
Varist snjóflóðin
Nokkur ráð til ferðamanna um val leiða í fjalllendi
þegar hœtta er á snjóflóðum og hvenœr sú hœtta er á
ferðum.
1. Snjóflóð falla þegar spennur í snjóþekju
verða meiri en styrkur hennar þolir. Leggið
því aldrei í fjallaferðir þegar spáð er veðri, sem
getur valdið snöggum breytingum í styrk eða
spennum í snjóþekju. Mikil snjókoma eykur
spennur í þekjunni. Snjóflóðahætta er venju-
lega mikil þrjá daga eftir mikla snjókomu. Ef
kalt er í veðri getur hættan enst enn lengur því
að hinn nýfallni snjór sest hægt. Þótt flóð falli
ekki í hríðinni getur farg skíðamanns ráðið
úrslitum og hleypt þekjunni af stað. Hlýindi,
sólbráð eða regn á snjó draga úr styrk snjó-
þekju. Varist mjög votan snjó, t. d. undir
klettum.
2. Flest snjóflóð falla úr brekkum, sem
hallast 30 til 45 gráður. Upptökin eru algeng-
ust í giljum og sléttum reglulegum hlíðum. Því
dýpri sem snjórinn er því meiri hætta er á
flóðum. Forðist allar brekkur með yfir 30
gráðu halla (bröttustu skíðabrekkur) ef grunur
er á að snjór sé óstöðugur. Öruggustu göngu-
leiðirnar eru á hryggjum og áveðurs í hlíðum.
Þræðið svæði þar sem snjór er grynnstur og þið
sjáið nibbur standa upp úr. Oft eru öruggustu
svæðin einnig auðveldustu gönguleiðirnar.
Áið á þessum stöðum. Líkur á að lenda í flóð-
um vaxa því lengur sem menn eru á hættu-
svæðum.
3. Ef ekki er unnt að fara um hryggi er
næst-öruggasta leiðin niðri á flatlendi í dal-
botninum því að þar er lítil hætta á að menn
komi flóði af stað. Gangið ekki í brekkukverk-
inni þvi að skíðaslóðin getur skorið sundur
undirstöður snjóþekjunnar. Þverskerið aldrei
brekkur eða gil þar sem snjór er mikill. Akið
ekki snjóbílum eða vélsleðum þvert eftir löng-
um sléttum brekkum. Efnið ekki til kappakst-
urs við snjóflóð.
4. Ef fara verður yfir varasama hlíð ber að
velja leið efst í henni. Því ofar sem farið er því
minni líkur eru á að snjórinn ofan við menn
komist á mikinn hraða og grafi þá djúpt í flóði.
Veljið þó alls ekki leiðir ofan við kletta og gil.
Forðist einnig ávalar hlíðar því að þar eru
spennur að jafnaði miklar í snjóþekju. Farið
hvorki undir né ofan við hengjur og sneiðið hjá
sprungum í snjónum.
5. Ef skíðamaður þarf að hraða sér niður
viðsjárverða fjallshlíð ber honum að fara
beinar leiðir og forðast óþarfa beygjur. Varist
hins vegar að falla á skíðum, takið frekar
skíðin af ykkur og gangið.
6. Hugið að styrk snjóþekjunnar þegar þið
ferðist um fjöll. Varasamur er þurr léttur
snjór, sem skíðaslóð markar ekki í heldur
rennur jafnóðum í förin ykkar. Þegar slíkur
snjór nær upp á miðja kálfa er hætta á kóf-
hlaupum, einkum ef undir er harðfenni.
Kannið styrk snjóþekjunnar með skíðastafn-
um. Forðist skuggahlíðar því að þar eru mest-
ar líkur á að harðfenni leynist undir. Foksnjór
myndar hengjur og fleka, sem eru varhuga-
verðir, einkum ef undir er laus snjór eða
djúphrím. Varist svæði þar sem snjór er orð-
inn svo votur að hann skvettist undan skíðun-
um. Krapahlaup geta fallið úr allt að 10 gráðu
halla. Hafið auga með merkjum um að snjór sé
orðinn óstöðugur, drunur heyrast í flekum,
sprungur sjást, snjóboltar eða spýjur verða á
vegi ykkar.
7. Ferðist aldrei ein um snjóþungt fjall-
lendi. Látið vita um ferðir ykkar. Hlustið á
veðurfréttir. Verið viðbúin því að flóð geti
fallið. Hafið með björgunarútbúnað (leitar-
stengur, spaða o. fl.).
8. Þegar farið er yfir hættusvæði skal aðeins
einn maður fara í einu og hinir fylgjast með
honum. Klæðist vel, bindið föt fast að ykkur
svo að snjór komist ekki inn milli klæða.
Bindið klút fyrir andlit svo að snjóryk sogist
JÖKULL 28. ÁR 89