Jökull - 01.12.1978, Blaðsíða 73
sem í því var lauslegt fara forgörðum. Við
slökktum í snatri á vélinni og fórum að láta
allt niður, en þá slotaði veðrinu, svo að kl. 2
gátum við aftur kveikt á vélinni og mötuðumst
síðan. Að vísu vorum við nú ekki hræddir um
tjaldið, en þó var ekkert viðlit að leggja af stað
út í iðulausa stórhríð. Við tókum því til spil-
anna, fórum í bridge og skemmtum okkur
prýðilega.
Kl. 7 um kvöldið skall aftur á afspyrnurok,
sem við vorum alveg vissir um að mundi
svipta upp tjaldinu. Við létum því allt niður
aftur, og varð ekki meira úr borðhaldi þann
daginn. Við tíndum á okkur hverja spjör, sem
við höfðum meðferðis, því að nú leit út fyrir,
að við myndum ekkert hafa yfir höfuðið um
nóttina. Þarna sátum við nú uppi á millum
jökla, 2800 f. yfir sjávarfleti, í -H 10°C kulda og
100 km frá næstu byggðum. Sumum mundi
nú ef til vill ekki hafa litist á blikuna, en þó var
engin ástæða til að láta sér slíkt í augum vaxa.
Við höfðum bæði sleðasegl, segldúk og tvö
mikil skíðasegl. Okkur hefði aldrei orðið
skotaskuld úr því að grafa okkur niður í
einhvern skaflinn, refta yfir með skíðunum,
leggja svo seglin ofan á og moka síðan snjó yfir.
Við vorum því í engri hættu staddir, en mikil
tímatöf hefði okkur orðið að þessu, því að
slíkan snjókofa hefðum við aldrei getað gert á
skemmri stundu en 1—2 klukkutímum, en
tjaldið gátum við alltaf reist á 5 mínútum.
Þess vegna vorum við einráðnir í því að láta
það ekki af hendi við illviðrið fyrr en í fulla
hnefana.
Við höfðum nú komið öllum farangri okkar
fyrir í 4 kössum og sett hvern þeirra í sitt horn
tjaldsins. Við fórum nú í húðfötin utan yfir
hin fötin, settumst hver á sinn kassa og studd-
um tjaldið með öxlunum. í þeim stellingum
sátum við alla nóttina. Veðrið æddi og
ólmaðist og þreif svo óþyrmilega í tjalddúk-
inn, að við fleygðumst fram og aftur, eins og
við værum í slæmum vagni á ósléttum vegi.
Og alltaf kváðu við sömu hrinurnar og sömu
orgin! Loks varð Axel leiður á gólinu og tók að
syngja „Tóta litla tindilfætt“, svo sem til til-
breytingar. Kl. 1 um nóttina urðum við varir
við h. u. b. 5 cm rifu í tjalddúknum, og nú var
öllum boðið að gæta sín sem best og bjarga
öllu, sem bjargað yrði, því að nú leit út fyrir,
að tjaldið væri úr sögunni. Við höfðum skiða-
seglin tilbúin til þess að breiða þau yfir okkur
þangað til veðrið batnaði svo, að við gætum
gert okkur snjókofa. Þetta er hið einkennileg-
asta og illúðlegasta óveður, sem ég man eftir.
Fellibylurinn stóð venjulega af norðri, en svo
gat á einni svipstundu orðið dúnalogn, sem
hélst 1—2 mínútur. Þá skall hann á aftur eins
og fallbyssuskot úr annari átt. Á þessum
ósköpum gekk alla nóttina. Við kölluðum
þennan tjaldstað Skrattabæli.
Ég fann til mín af því, að hingað til hafði
enginn getað bent á, að nokkurs væri vant um
útbúnaðinn. En nú kastaði Sörensen fram
þeirri athugasemd, að eitt hefði þó gleymst, en
það væri saumavél til þess að sauma nýtt tjald
á, ef þetta fyki. Ég varð að játa, að þar hefði
mér yfirsést. En hins vegar höfðum við allir
reynst svo saumkænir um morguninn, að ég
taldi enga hættu á því, að við gætum ekki
komið saman tjaldi, ef á þyrfti að halda.
Mánudaginn 23. mars slotaði storminum
nokkuð um morguninn kl. 6. Matreiðslu-
maður tók þá þegar til starfa, svo að hafra-
súpan yrði soðin áður en næsti bylurinn skylli
yfir. Við hinir fórum að athuga, hvað miklu
tjóni óveðrið hefði valdið. Við höfðum daginn
áður fjötrað sleðana saman og bundið skíðin
ofan á þá. Ennfremur höfðum við hlaðið tvö-
faldan snjóvegg, h. u. b. 1 metra á hæð,
kringum tjaldið. Jú, allt var með kyrrum
kjörum, nema snjógirðingin hafði þyrlast
burtu út í veður og vind. Rifan, sem við þótt-
umst hafa séð í tjaldinu, var ekki annað en
sótrák. Við athuguðum nú tjaldið vendilega,
bæði utan og innan, en hvorki hafði þráður
brostið í tjalddúknum né heldur losnað um
lykkju eða hring. Tjaldið var alíslenskt.
Kl. 8‘/2 vorum við ferðbúnir. Vindurinn var
á útsunnan, kuldinn 9°C og kafaldsbylur, svo
að við sáum lítt fram undan. En kl. 9l/2 slétt-
lygndi og gerði glaða sólskin og var þá skíða-
færi hið besta. Þá fórum við yfir lægð eina,
sem líktist fljótsfarvegi, og hygg ég, að Þjórsá
hafi verið þar undir, svo að ekki varð okkur
torsótt yfir hana. Okkur kom nú saman um að
JÖKULL 28. ÁR 71