Jökull


Jökull - 01.12.1978, Blaðsíða 85

Jökull - 01.12.1978, Blaðsíða 85
Mynd 1. Farangur selfluttur að snjólínu. Ljósm. Guðjón Halldórsson. menn voru orðnir lúnir og hvíldar þurfi. Slógum við því tjöldum í 1800 m hæð i nokkur hundruð metra fjarlægð frá Hnappnum hin- um hærri. Bjuggum við til láréttan stall í hlíðina og hlóðum skjólgarða við tjöldin. Síðan fórum við að sofa. Morguninn eftir vaknaði ég við það að við Óli og Torfi vorum komnir í eina kássu og okkur haldið sem í skrúfstykki. Þar að auki var Rúnar í tjalddyrunum flytjandi okkur þau hughreystandi tíðindi að allt væri að fenna í kaf. Úti var komin blindhríð og svo mikill veðurofsi að varla var stætt. (Ekki er hægt að gefa upp hitastig hér eftir því að hitamælirinn fannst seinna um daginn, brotinn og braml- aður.) Var nú ráðist í að grafa snjóhús en það gekk illa, því holuna fyllti jafnóðum sem mokað var upp úr henni. Reftum við þá yfir holuna með skíðunum og fór þá verkið aðeins að ganga. Er leið á morguninn tók veðrinu að slota. Það var ekki falleg sjón er við okkur blasti. Braggatjaldið var lagst á hliðina, annað lang- bandið slitið, tveir burðarbogar af þremur skemmdir og tjaldið að mestu leyti á kafi í snjó. Blacks-Mountain-tjaldið hafði lagst saman svo aðeins sást í endana á því, en það slapp þó að mestu óskemmt. Allt að því 1,5 m djúpt snjólag var ofan á snjóþotunum þar sem við höfðum skilið þær eftir daginn áður. Kom sér nú vel að hafa góðar skóflur. Seint um kvöldið þann sama dag var greftri snjóhússins lokið. Þetta var hið myndarlegasta hús, um 15 m2 á stærð með eldhúskróki og „ísskáp“. Einhver kom með þá uppástungu að kalla húsið Hótel Hnapp, en Óla fannst rétt- ara, þar sem þetta væri í rauninni aðeins gat niður í jökulinn að kalla húsið Hótel Hnappagat. Var það samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Útséð var nú um það, að við kæmumst niður í Esjufjöll. Annað tjaldið var skemmt og tíminn að hlaupa frá okkur. Var því augljóst, að við yrðum að fara sömu leið niður og við komum upp, þ.e.a.s. niður að Fagurhólsmýri. Við höfðum þó enn þrjá daga til að gera það, sem hugurinn girntist uppi á jöklinum, ef veður yrði hagstætt. Skírdagur rann upp bjartur og fagur. Varð það úr að nota daginn til ferðar á Hvanna- dalshnúk. Snæddur var morgunmatur og tek- ið saman það, sem þurfti til dagsins. Rúnar tók sig til og hlóð snjóvörðu eina mikla, rúml. 2ja m háa, og skreytti hana með snjóþotu. Þótti þetta vissara, ef veður breyttist til hins verra, er á daginn liði. Á hádegi var stigið á skíðin og haldið upp á brún sléttunnar, sem var aðeins 20—30 m fyrir ofan ,,Hnappagat“. Var sléttan og tindar allir baðaðir sólu. Færi var gott, og innan stundar vorum við sunnan undir Hvannadalshnúk. Settum við upp brodda og gengum í línu upp. Ekki voru nema tveir okkar í fjallgönguskóm, því skór hinna voru svo harðfrosnir, að ekki var hægt að komast í þá. Gengu þeir upp á skíðaskónum. Á toppnum var logn og sól, en talsvert frost. Útsýni var mjög gott til vesturs, og sá allt til Kerlingarfjalla. Austan Öræfa- jökuls var aftur á móti skýjað, og útsýni til þeirrar áttar lítið. Dvöldum við á Hnúknum lengi dags, og þegar við komum niður af hon- um, var orðið kvöldsett. I „Hnappagat“ kom- um við, þegar orðið var aldimmt. Þetta hafði verið góður dagur og menn sammála um að þótt svo vildi til að við kæmumst ekki á fleiri tinda en Hvannadalshnúk væri ferðin búin að borga sig. Enda er það oft svo í jöklaferðum þegar veður gerast válynd og erfiðið mikið að menn velta því fyrir sér af hverju þeir fari í slíkar ferðir. Væri ekki miklu þægilegra að sitja heima og gæða sér á páskaeggi og ýmsum dýrindis krásum öðrum. En dagur sem þessi og kvöldið sem á eftir fylgir veita svarið. Allar JÖKULL 28. ÁR 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.