Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1978, Qupperneq 74

Jökull - 01.12.1978, Qupperneq 74
Mynd 5. Með 10 km hraða á klukkustund. ganga upp á Hofsjökul til þess að njóta útsýnis af honum sunnanverðum í þessu yndislega veðri. Lék okkur einkum hugur á að horfa yfir slétturnar suður af Arnarfelli hinu mikla. Hafði okkur verið spáð, að árnar, sem renna þar undan Hofsjökli, væru auðar, og að þar væri svo veðrasamt, að aldrei festi snjó. Við bjuggumst því hálfvegis við að verða að snúa aftur og fara yfir Þjórsá á sama stað sem um morguninn, og halda síðan niður með henni að austanverðu til Sóleyjarhöfða. Þar gætum við svo annað hvort vaðið ána eða gert okkur segldúksbát úr tjaldinu og sleðunum og ferjað okkur sjálfir. En allir þeir spádómar og spek- innar orð, sem við höfðum verið nestaðir með áður en við lögðum af stað, reyndust helber hégómi og staðlausir stafir, enda hafði ég látið allt slíkt sem vind um eyrun þjóta. Nú sáum við ofan af jöklinum, að engar torfærur voru á leiðinni. Eg vildi gefa mikið til, að ég gæti lýst út- sýninu ofan af jöklinum og allri þeirri dýrð, sem fyrir augun bar, en til þess á ég engin orð. Það var blæjalogn og sólskin. Jöklar, fjalla- tindar og hin endalausa flatneskja tindruðu eins og milljónum demanta hefði verið dreift út svo vítt sem augað eygði. Náttúran var í drifhvítu hátíðarskrúði, sem ekkert mannlegt auga hafði áður séð. Við horfðum hugfangnir yfir þessa mjallhvítu ábreiðu, sem enginn fótur hafði troðið. Dagurinn varð að hátíðis- degi, sem ég veit að enginn okkar gleymir nokkru sinni. Nú voru okkur goldin að fullu launin fyrir það erfiði, sem við höfðum á okkur lagt. Þreytan eftir gönguna upp jökulinn hvarf á svipstundu, við urðum nýir menn! Slíkar sýnir og slíkar stundir kveikja eirðarlausan óróa, sem aldrei slökknar, í blóði þess manns, sem eitt sinn hefir legið úti. Nú þutum við á rjúkandi ferð niður jök- ulinn til Arnarfells hins mikla. Aldrei á ævi minni hefi ég vitað slíkt skíðafæri! Og aldrei hef ég séð land betur fallið til skíðaferða helduren kringum Arnarfell. Það þótti okkur illa, er vér hittum enga úti- legumenn né heldur neinar menjar þeirra. Mundum við hafa fagnað þeim hið besta og veitt þeim vel, ef einhverjir hefðu orðið á leið okkar. Frá Arnarfelli fórum við yfir Arnarfells- kvíslar, sem kvað vera mjög vatnsmiklar á sumrin, en nú voru þær undir fönn, og slíkt hið sama Múlakvísl og Miklakvísl. Landið var þar líkast miklu stöðuvatni með mjallbreiðu yfir. Við héldum áfram meðfram landsuðurbrún Hofsjökuls. Þar sáum við þess merki, að jökulhlaup hefði orðið einum tveim dögum áður, og þótti okkur þó kynlegt, að slíkt gæti að borið um hávetur. [Hér mun átt við fram- hlaup (surge) í Múlajökli. Aths. ritstj.]. Við höfðum hvergi séð rifu eða sprungu í jöklinum áður, en vestur af Arnarfelli var hann sprung- inn þvert og endilangt á 5 km svæði. Sprung- urnar voru 2—3 m að dýpt. En því hygg ég að jökullinn hafi hlaupið þá alveg nýlega, að ekki var minnsta ögn af snjó á honum, en sprung- 72 JÖKULL 28. ÁR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.