Jökull


Jökull - 01.12.1978, Blaðsíða 84

Jökull - 01.12.1978, Blaðsíða 84
Vetrarferðir á Öræfajökul PÁSKAFERÐ 1978 Um miðjan febrúarmánuð 1978 hóuðum við hver í annan, fimm félagar í Islenska Alpaklúbbnum og Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík og tókum að ráða ráðum okkar um páskaferð á Öræfajökul. Þátttakendur í ferð- inni skyldu vera þeir Rúnar Nordquist, farar- stjóri, Guðjón Halldórsson, mikilvægasti maður ferðarinnar því hann hafði alla elda- mennsku með höndum, og loks þrír óbreyttir: Óli Ragnar Gunnarsson, Torfi Hjaltason og Magnús Guðmundsson. Áætlað var að ferðin tæki 10 daga. Hug- myndin var að ganga á Öræfajökul frá Fagurhólsmýri, dvelja uppi á Sléttunni, eins og gígurinn er jafnan kallaður, í nokkra daga, og ganga á hina ýmsu tinda Öræfajökuls, s.s. Hvannadalshnúk og Hrútsfjallstind. Þaðan átti síðan að fara um Hermannaskarð niður í Mávabyggðir og Esjufjöll og enda á Breiða- mérkursandi. Laugardaginn 18. mars, árla morguns, var lagt af stað austur í Öræfi með áætlunarbíln- um. Varð öðrum farþegum starsýnt á okkur og farangur okkar, bakpoka, tjöld, snjóþotur, skíði, ísaxir og íshamra auk annarra furðutóla. Á leið okkar austur gekk á ýmsu. Sá galli var á gjöf Njarðar að áætlunarbíllinn fór aðeins til Kirkjubæjarklausturs þann daginn. Frá Klaustri fórum við því í jeppa samdægurs til Fagurhólsmýrar. Bílstjórinn, sem reyndar er frændi Óla, býr í Mýrdal og var hann nú mættur við annan mann og kerru. Á hana fór farangurinn en inni í jeppanum sátum við alls sjö og var þar þröngt setinn Svarfaðardalur. Þegar við komum til Fagurhólsmýrar um kl. 19 var veður þungbúið og smáskúrir öðru hvoru. Tókum við strax til við að flytja okkur upp í um 200 m hæð fyrir ofan Fagurhólsmýri. Þar fundum við góðan tjaldstað. Urðum við að fara tvær ferðir, því snjólaust var en út- búnaður og vistir um 40 kg á mann. Voru þar stærstu póstarnir ríflegur matarskamtur, elds- neyti á prímusana, og tjöldin. Fyrstu nóttina í tjaldstað var úrkoman á Fagurhólsmýri 12 mm. Blotnuðu svefnpokar þeirra Óla og Torfa svo í Blacks-braggatjald- inu að þeir urðu að rölta til byggða og fá þá þurrkaða inni í húsi. Ekkert var hægt að að- hafast þann dag vegna veðurs, rigningar- hraglanda og roks. Var tímanum eytt í að spila jatsí, drekka kaffi og næra sig. Það sama var uppi á teningnum daginn eftir, veður þungbúið og úrkoma öðru hvoru. Tóku nú líkur á því að við gætum farið um Mávabyggðir og Esjufjöll mjög að minnka vegna tímans sem tapast hafði. Loks á þriðjudag, 21. mars, gátum við lagt upp kl. 9 um morguninn. Logn var og heið- skýrt og frost —8°C. Urðum við að fara tvær ferðir upp í snjólínu í um 400 m hæð. Þegar þangað kom var hafurtaskinu skipt milli snjó- þotunnar og bakpokans. Síðan hófst „píslar- gangan mikla“. Við gengum í einfaldri röð og beittum handleggjunum auk ganglimanna með því að nota skíðastafina til að ýta okkur áfram. Þannig þumlunguðum við okkur upp í móti hægt og bítandi. Kl. 10 um kvöldið vorum við komnir í um 1600 m hæð. Þar áðum við og var þá hituð súpa. Varla bærðist hár á höfði, en frost var orðið —17°C. Nú áttum við aðeins um 200 m eftir upp á Slétt- una. Hnappurinn (1851 m) í brún sléttunnar eða gígskálarinnar virtist vera í seilingarfjar- lægð. Aftur lögðum við í hann, en þegar tók að nálgast miðnætti var komin þoka og byrjað að blása af suðaustri. Töldum við ekki ráð að halda inn á sléttuna milli Hnappa og Hvannadalshnúks við svo búið, auk þess sem 82 JÖKULL 28. ÁR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.