Jökull - 01.12.1978, Blaðsíða 92
síður niður í lungun og valdi köfnun. Losið
skíðabindingar, berið bakpoka á annarri öxl-
inni og hafið lykkjur skíðastafanna ekki
brugðnar um úlnliðina.
9. Ef flóð fellur á þig reyndu að losa þig við
skíði, stafi og bakpoka eða vélsleða. Mikilvægt
er að þú getir hreyft þig óþvingað. Taktu
sundtökin. Reyndu að halda þér uppréttum
og láta þig berast að jaðri flóðsins. Ef þú
heldur meðvitund settu hendur fyrir andlit og
berðu frá þér rétt áður en flóðið stöðvast og
snjórinn verður að storku. Þannig myndast
nokkurt holrými við vitin. Vertu rólegur. Lítið
stoðar að brjótast um ef snjórinn hefur steypst
utan um þig. Það eyðir bara dýrmætri orku
þinni. Reyndu ekki að kalla þótt þú heyrir í
björgunarsveitum. Hljóð berst oft auðveldlega
niður í snjó en afar illa út úr honum. Treystu
því að þér verði bjargað.
10. Þeir sem sleppa undan flóði verða
einnig að halda stjórn á sér. Líf félaganna
kunna að vera í þeirra höndum næstu
klukkustundirnar. Merkið staðinn, þar sem
síðast sást til þeirra, með skiðastaf eða ein-
hverju sem fennir ekki í kaf. Sértu einn sem
sleppur verður þú sjálfur að leita félaganna og
sæktu ekki hjálp nema hún sé mjög skammt
undan. Ef aðstoð er fjarri ert þú eina von
þeirra um björgun. Eftir 30 mínútur eru að-
eins helmingslikur á að hinir gröfnu finnist á
lífi. Ef nokkrir menn sleppa undan flóðinu má
senda einn eða tvo eftir hjálp. Þeir þurfa að
ferðast með gát, forðast snjóflóð, merkja leið-
ina og gæta þess að ofreyna sig ekki því að þeir
þurfa að fylgja björgunarsveit á slysstað.
Helgi Jjörnsson.
Hlaupið í Jökulsá á Breiðamerkursandi
árið 1927. —- Athugasemd.
I grein minni um hlaupið í Jökulsá á
Breiðamerkursandi 1927, sem birt var í Jökli
1977, er ekki talið vist að vatnsmagn árinnar
hafi verið það sama daginn sem slysið varð og
daginn þar á eftir. Eftir að greinin var skrifuð,
átti ég tal við Svein Einarsson, sem sá Jökulsá
báða dagana og spurði hann um þetta atriði.
Hann taldi öruggt að vatnsmagnið hefði ekki
verið minna fyrri daginn, heldur muni það
hafa verið meira, þó ekki til mikilla muna.
Sveinn hefur gott minni og er athugull.
Mun óhætt að treysta umsögn hans um þetta.
Sigurður Björnsson.
90 JÖKULL 28. ÁR