Jökull


Jökull - 01.12.1978, Blaðsíða 80

Jökull - 01.12.1978, Blaðsíða 80
Mynd 2. Við Geir- vörtur 8. júlí 1973. Ljósm. Pétur Þorleifs- son. skyggni nær ekkert, en vindur hægur. Við héldum okkur því innan dyra fram yfir hádegi og dunduðum við matargerð og fleira. Eftir hádegi skruppu þeir út, Freyr og Hákon, til að prófa sleðafærið. Það reyndist hábölvað, en þó ekki verra en svo að Frey tókst í annað sinn að aka á og að þessu sinni aftan á bögglaberann á sleða Hákonar og beyglaði hann allverulega. Seinni hluta dagsins eyddum við í að stilla áttavita undir stjórn Hákonar, en Freyr hófst handa við að moka frá skálanum, en snjór var óvenjumikill. Eins og oft vill verða á Grímsfjalli, fór þok- unni að létta er leið að kvöldi og um átta leytið var orðið glóbjart um allan jökul. Við skruppum í könnunarferð niður undir Vötn til að prófa færið, er fór óðum batnandi. Ákváðum við nú að leggja okkur fram yfir miðnætti, en leggja þá af stað til Oræfajökuls. Klukkan hálf þrjú um nóttina var svo lagt af stað í veðri og færi svo sem best getur orðið. Við stefndum fyrst í átt til Esjufjalla, en beygðum síðan í stefnu á Hermannaskarð. Eftir sólarupprás var heldur betur slegið í tík- urnar, enda var afbragðs færi. Vorum við að- eins tæpa þrjá tíma suður í Hermannaskarð, en af þeim tíma aðeins rúma tvo tíma á akstri. 1 Hermannaskarði skildum við eftir allan far- angur og héldum lausbeislaðir á Öræfajökul. Ekki vorum við komnir nema á móts við Þuriðartind, er þoka tók að læðast yfir Vatnajökul, og er við komum upp á jökulbak (1922 m) var jökullinn að mestu horfinn í þoku. Aftur á móti var enn bjart yfir Öræfa- jökli og nú blasti Hvannadalshnúkur við í öllu sínu veldi, baðaður morgunsól. Af jökulbaki var ekið í Tjaldskarð og upp á Snæbreið (2041 m) og ekki staðnæmst fyrr en við rætur hnúksins. Klukkan var um hálfsjö er hingað var komið og hafði ferðin frá Grímsvatnaskála tekið fjórar stundir. Nú var lagt á brekkuna og fóru menn mjög rólega og nutu göngunnar til fullnustu. Klukkan átta að morgni 10. júlí stóðum við loks á hátindi Hvannadalshnúks í dásamlegu veðri. Freyr og Hákon, sem komu nú hingað í fyrsta sinn, voru auðvitað yfir sig hrifnir. Utsýnið yfir Vatnajökul var þó heldur lítið vegna þoku, en norðan í jöklinum sást til Kverkfjalla. Einnig sá vel yfir Skeiðarársand, Skaftafellsfjöll og Öræfajökul allan. Við dvöldum á tindinum tæpan klukkutíma og verður sá tími okkur ógleymanlegur. Við komum niður af hnúknum um klukkan hálftíu og lögðum þá fljótlega af stað til baka. I Tjaldskarði staðnæmdumst við og litum til baka. Hvannadalshnúkur var enn skýlaus með öllu og var ægifagur á að líta. Við héldum því næst að Þuríðartindi, en þaðan skemmstu leið niður í Hermannaskarð. Þar mætti okkur þoka, er lá yfir öllum Vatnajökli. Við hirtum farangur okkar og stungum okkur svo inn í þokubakkann og fylgdum slóð okkar frá 78 JÖKULL 28. ÁR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.