Jökull - 01.12.1978, Síða 80
Mynd 2. Við Geir-
vörtur 8. júlí 1973.
Ljósm. Pétur Þorleifs-
son.
skyggni nær ekkert, en vindur hægur. Við
héldum okkur því innan dyra fram yfir hádegi
og dunduðum við matargerð og fleira. Eftir
hádegi skruppu þeir út, Freyr og Hákon, til að
prófa sleðafærið. Það reyndist hábölvað, en þó
ekki verra en svo að Frey tókst í annað sinn að
aka á og að þessu sinni aftan á bögglaberann á
sleða Hákonar og beyglaði hann allverulega.
Seinni hluta dagsins eyddum við í að stilla
áttavita undir stjórn Hákonar, en Freyr hófst
handa við að moka frá skálanum, en snjór var
óvenjumikill.
Eins og oft vill verða á Grímsfjalli, fór þok-
unni að létta er leið að kvöldi og um átta leytið
var orðið glóbjart um allan jökul. Við
skruppum í könnunarferð niður undir Vötn til
að prófa færið, er fór óðum batnandi.
Ákváðum við nú að leggja okkur fram yfir
miðnætti, en leggja þá af stað til Oræfajökuls.
Klukkan hálf þrjú um nóttina var svo lagt af
stað í veðri og færi svo sem best getur orðið.
Við stefndum fyrst í átt til Esjufjalla, en
beygðum síðan í stefnu á Hermannaskarð.
Eftir sólarupprás var heldur betur slegið í tík-
urnar, enda var afbragðs færi. Vorum við að-
eins tæpa þrjá tíma suður í Hermannaskarð,
en af þeim tíma aðeins rúma tvo tíma á akstri.
1 Hermannaskarði skildum við eftir allan far-
angur og héldum lausbeislaðir á Öræfajökul.
Ekki vorum við komnir nema á móts við
Þuriðartind, er þoka tók að læðast yfir
Vatnajökul, og er við komum upp á jökulbak
(1922 m) var jökullinn að mestu horfinn í
þoku. Aftur á móti var enn bjart yfir Öræfa-
jökli og nú blasti Hvannadalshnúkur við í öllu
sínu veldi, baðaður morgunsól. Af jökulbaki
var ekið í Tjaldskarð og upp á Snæbreið (2041
m) og ekki staðnæmst fyrr en við rætur
hnúksins. Klukkan var um hálfsjö er hingað
var komið og hafði ferðin frá Grímsvatnaskála
tekið fjórar stundir. Nú var lagt á brekkuna og
fóru menn mjög rólega og nutu göngunnar til
fullnustu. Klukkan átta að morgni 10. júlí
stóðum við loks á hátindi Hvannadalshnúks í
dásamlegu veðri. Freyr og Hákon, sem komu
nú hingað í fyrsta sinn, voru auðvitað yfir sig
hrifnir. Utsýnið yfir Vatnajökul var þó heldur
lítið vegna þoku, en norðan í jöklinum sást til
Kverkfjalla. Einnig sá vel yfir Skeiðarársand,
Skaftafellsfjöll og Öræfajökul allan. Við
dvöldum á tindinum tæpan klukkutíma og
verður sá tími okkur ógleymanlegur.
Við komum niður af hnúknum um klukkan
hálftíu og lögðum þá fljótlega af stað til baka.
I Tjaldskarði staðnæmdumst við og litum til
baka. Hvannadalshnúkur var enn skýlaus
með öllu og var ægifagur á að líta. Við héldum
því næst að Þuríðartindi, en þaðan skemmstu
leið niður í Hermannaskarð. Þar mætti okkur
þoka, er lá yfir öllum Vatnajökli. Við hirtum
farangur okkar og stungum okkur svo inn í
þokubakkann og fylgdum slóð okkar frá
78 JÖKULL 28. ÁR