Jökull


Jökull - 01.12.1978, Blaðsíða 32

Jökull - 01.12.1978, Blaðsíða 32
Sigfúsdóttir, A. B. 1976: Ársúrkoma á íslandi 1931 —1960. In: Markús Á. Einarsson: Veðurfar á íslandi, Reykjavík, Iðunn, 150 pp. Thorarinsson, S. 1956: On the variations of Svínafellsjökull, Skaftafellsjökull and Kvíárjökull in Öræfi. Jökull 6: 1 — 15. Thorarinsson, S. 1964 a: On the age of the ter- minal moraines of Brúarjökull and Hálsa- jökull. A tephrochronical Study. Jökull 14: 67-75. Thorarinsson, S. 1964 b: Sudden advance of Vatnajökull outlet glaciers 1930—1964. Jökull 14: 76-89. Thoroddsen, Th. 1906: Island. Grundriss der Geographie und Geologie. Ergánzungs- heft No. 152 und 153 zu Petermanns Mitteilungen. Gotha, 358 pp. Víkingsson, S. 1976: Kvartærgeologiske under- sökelser i sörligere deler av Skagafjörður- distriktet, Nord-Island. Unpublished Cand. Real. thesis, University of Bergen, 111 pp. Víkingsson, S. 1978: The Deglaciation of the southern part of the Skagafjördur district, Northern Iceland. Jökull 28: 1—17. Manuscript received March 1979. ÁGRI P JÖKULHÖRFUN NORÐAN OG NORÐAUSTAN HOFSJÖKULS Af jökulrákum og jökulkembum (fluted surface) má ráða að meginjökull síðasta jökulskeiðs hafi hörfað til suðausturs á heið- unum norðan Hofsjökuls, en er sunnar og austar dró hafi hann hörfað meir til suðurs (Mynd 1). Jökulhörfunin var ekki viðstöðu- laus. Á austurhluta svæðisins eru 8 jökulgarð- ar sem bera vitni um ýmist kyrrstöðu eða framrás jökulsins. Víða eru fornir jökuláraurar framan við eða í tengslum við jökulgarðana. Eftirtektar- verðastur þeirra er Rauðhólasandur, sem er myndaður við jökuljaðarinn þegar jökullinn lá við svonefndan Rauðhólagarð (Mynd 2). Stórgrýtisdreif á sandinum (Mynd 3) og far- vegur sem grafist hefur í gegn um litla bólstrabergshæð skammt suðaustan við sand- inn (Mynd 2) benda til þess að sandurinn hafi hlaðist upp í miklu jökulhlaupi. Líklegasta orsök jökulhlaupsins er sú að eldgos hafi orðið undir jöklinum, enda hefur eldvirkni verið á þessu svæði allt fram á nútíma. Ekki virðist fjarri lagi að ætla að stapinn Miklafell í norð- austurhorni Hofsjökuls hafi hlaðist upp í þessu eldgosi. Stapafjöll sýna hámarksþykkt jökuls- ins á myndunartíma þeirra. Varðandi Mikla- fell hefur jökulþykktin verið um 300—400 m. Með samanburði við jökultungur Dyngju- jökuls og Brúarjökuls sem eru flatar og breið- ar, eins og talið er að meginjökullinn hafi verið á þessum slóðum, sést að þessi hugmynd er ekki ólíkleg. (Mynd 7). Þetta verður þó hvorki sannað né afsannað án frekari rannsókna. Mynd 11 sýnir legu meginjökulsins á hinum ýmsu stigum jökulhörfunarinnar og árset myndað framan við hann. Svo virðist sem mest allt jökulárset á svæðinu sé myndað af jökulám frá hinum hörfandi meginjökli en ekki Hofsjökli. Jökulár sem nú koma undan Hofsjökli setja einungis af sér efni næst jökl- inum, en er fjær dregur grafa þær sig niður í eldra árset. Hofsjökull náði mestri útbreiðslu í lok síðustu aldar og hefur rýrnað stöðugt síðan um 1920. Gera má því ráð fyrir að leysingar- vatn frá jöklinum hafi aldrei verið eins mikið og framan af þessari öld og að jökulárset frá honum sé mest allt myndað á þeim tíma. Flestir jökulgarðarnir liggja þvert á jaðar núverandi Hofsjökuls en það bendir til þess að Hofsjökulshálendið hafi ekki verið sjálfstæð jökulmiðja í ísaldarlok eins og nú. Hjalli utan í hlíð Miklafells bendir ennfremur til þess að Hofsjökulssvæðið hafi snemma orðið jökul- laust. Ástæðan fyrir hvoru tveggja er hinn mikli úrkomuskuggi norðan og norðvestan við meginjökulinn, sem skýldi fyrir hinni röku suðaustanátt. Ekki hefur reynst unnt að aldursgreina þessa jökulgarða. Heiðarnar eru svo til gróðurvana og ekkert efni hefur fundist sem unnt er að aldursgreina. Talið er að Skaga- 30 JÖKULL 28. ÁR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.