Jökull - 01.12.1978, Page 32
Sigfúsdóttir, A. B. 1976: Ársúrkoma á íslandi
1931 —1960. In: Markús Á. Einarsson:
Veðurfar á íslandi, Reykjavík, Iðunn, 150
pp.
Thorarinsson, S. 1956: On the variations of
Svínafellsjökull, Skaftafellsjökull and
Kvíárjökull in Öræfi. Jökull 6: 1 — 15.
Thorarinsson, S. 1964 a: On the age of the ter-
minal moraines of Brúarjökull and Hálsa-
jökull. A tephrochronical Study. Jökull 14:
67-75.
Thorarinsson, S. 1964 b: Sudden advance of
Vatnajökull outlet glaciers 1930—1964.
Jökull 14: 76-89.
Thoroddsen, Th. 1906: Island. Grundriss der
Geographie und Geologie. Ergánzungs-
heft No. 152 und 153 zu Petermanns
Mitteilungen. Gotha, 358 pp.
Víkingsson, S. 1976: Kvartærgeologiske under-
sökelser i sörligere deler av Skagafjörður-
distriktet, Nord-Island. Unpublished
Cand. Real. thesis, University of Bergen,
111 pp.
Víkingsson, S. 1978: The Deglaciation of the
southern part of the Skagafjördur district,
Northern Iceland. Jökull 28: 1—17.
Manuscript received March 1979.
ÁGRI P
JÖKULHÖRFUN NORÐAN OG
NORÐAUSTAN HOFSJÖKULS
Af jökulrákum og jökulkembum (fluted
surface) má ráða að meginjökull síðasta
jökulskeiðs hafi hörfað til suðausturs á heið-
unum norðan Hofsjökuls, en er sunnar og
austar dró hafi hann hörfað meir til suðurs
(Mynd 1). Jökulhörfunin var ekki viðstöðu-
laus. Á austurhluta svæðisins eru 8 jökulgarð-
ar sem bera vitni um ýmist kyrrstöðu eða
framrás jökulsins.
Víða eru fornir jökuláraurar framan við eða
í tengslum við jökulgarðana. Eftirtektar-
verðastur þeirra er Rauðhólasandur, sem er
myndaður við jökuljaðarinn þegar jökullinn
lá við svonefndan Rauðhólagarð (Mynd 2).
Stórgrýtisdreif á sandinum (Mynd 3) og far-
vegur sem grafist hefur í gegn um litla
bólstrabergshæð skammt suðaustan við sand-
inn (Mynd 2) benda til þess að sandurinn hafi
hlaðist upp í miklu jökulhlaupi. Líklegasta
orsök jökulhlaupsins er sú að eldgos hafi orðið
undir jöklinum, enda hefur eldvirkni verið á
þessu svæði allt fram á nútíma. Ekki virðist
fjarri lagi að ætla að stapinn Miklafell í norð-
austurhorni Hofsjökuls hafi hlaðist upp í þessu
eldgosi. Stapafjöll sýna hámarksþykkt jökuls-
ins á myndunartíma þeirra. Varðandi Mikla-
fell hefur jökulþykktin verið um 300—400 m.
Með samanburði við jökultungur Dyngju-
jökuls og Brúarjökuls sem eru flatar og breið-
ar, eins og talið er að meginjökullinn hafi verið
á þessum slóðum, sést að þessi hugmynd er
ekki ólíkleg. (Mynd 7). Þetta verður þó hvorki
sannað né afsannað án frekari rannsókna.
Mynd 11 sýnir legu meginjökulsins á hinum
ýmsu stigum jökulhörfunarinnar og árset
myndað framan við hann. Svo virðist sem
mest allt jökulárset á svæðinu sé myndað af
jökulám frá hinum hörfandi meginjökli en
ekki Hofsjökli. Jökulár sem nú koma undan
Hofsjökli setja einungis af sér efni næst jökl-
inum, en er fjær dregur grafa þær sig niður í
eldra árset. Hofsjökull náði mestri útbreiðslu í
lok síðustu aldar og hefur rýrnað stöðugt síðan
um 1920. Gera má því ráð fyrir að leysingar-
vatn frá jöklinum hafi aldrei verið eins mikið
og framan af þessari öld og að jökulárset frá
honum sé mest allt myndað á þeim tíma.
Flestir jökulgarðarnir liggja þvert á jaðar
núverandi Hofsjökuls en það bendir til þess að
Hofsjökulshálendið hafi ekki verið sjálfstæð
jökulmiðja í ísaldarlok eins og nú. Hjalli utan í
hlíð Miklafells bendir ennfremur til þess að
Hofsjökulssvæðið hafi snemma orðið jökul-
laust. Ástæðan fyrir hvoru tveggja er hinn
mikli úrkomuskuggi norðan og norðvestan við
meginjökulinn, sem skýldi fyrir hinni röku
suðaustanátt.
Ekki hefur reynst unnt að aldursgreina
þessa jökulgarða. Heiðarnar eru svo til
gróðurvana og ekkert efni hefur fundist sem
unnt er að aldursgreina. Talið er að Skaga-
30 JÖKULL 28. ÁR