Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1978, Qupperneq 91

Jökull - 01.12.1978, Qupperneq 91
Varist snjóflóðin Nokkur ráð til ferðamanna um val leiða í fjalllendi þegar hœtta er á snjóflóðum og hvenœr sú hœtta er á ferðum. 1. Snjóflóð falla þegar spennur í snjóþekju verða meiri en styrkur hennar þolir. Leggið því aldrei í fjallaferðir þegar spáð er veðri, sem getur valdið snöggum breytingum í styrk eða spennum í snjóþekju. Mikil snjókoma eykur spennur í þekjunni. Snjóflóðahætta er venju- lega mikil þrjá daga eftir mikla snjókomu. Ef kalt er í veðri getur hættan enst enn lengur því að hinn nýfallni snjór sest hægt. Þótt flóð falli ekki í hríðinni getur farg skíðamanns ráðið úrslitum og hleypt þekjunni af stað. Hlýindi, sólbráð eða regn á snjó draga úr styrk snjó- þekju. Varist mjög votan snjó, t. d. undir klettum. 2. Flest snjóflóð falla úr brekkum, sem hallast 30 til 45 gráður. Upptökin eru algeng- ust í giljum og sléttum reglulegum hlíðum. Því dýpri sem snjórinn er því meiri hætta er á flóðum. Forðist allar brekkur með yfir 30 gráðu halla (bröttustu skíðabrekkur) ef grunur er á að snjór sé óstöðugur. Öruggustu göngu- leiðirnar eru á hryggjum og áveðurs í hlíðum. Þræðið svæði þar sem snjór er grynnstur og þið sjáið nibbur standa upp úr. Oft eru öruggustu svæðin einnig auðveldustu gönguleiðirnar. Áið á þessum stöðum. Líkur á að lenda í flóð- um vaxa því lengur sem menn eru á hættu- svæðum. 3. Ef ekki er unnt að fara um hryggi er næst-öruggasta leiðin niðri á flatlendi í dal- botninum því að þar er lítil hætta á að menn komi flóði af stað. Gangið ekki í brekkukverk- inni þvi að skíðaslóðin getur skorið sundur undirstöður snjóþekjunnar. Þverskerið aldrei brekkur eða gil þar sem snjór er mikill. Akið ekki snjóbílum eða vélsleðum þvert eftir löng- um sléttum brekkum. Efnið ekki til kappakst- urs við snjóflóð. 4. Ef fara verður yfir varasama hlíð ber að velja leið efst í henni. Því ofar sem farið er því minni líkur eru á að snjórinn ofan við menn komist á mikinn hraða og grafi þá djúpt í flóði. Veljið þó alls ekki leiðir ofan við kletta og gil. Forðist einnig ávalar hlíðar því að þar eru spennur að jafnaði miklar í snjóþekju. Farið hvorki undir né ofan við hengjur og sneiðið hjá sprungum í snjónum. 5. Ef skíðamaður þarf að hraða sér niður viðsjárverða fjallshlíð ber honum að fara beinar leiðir og forðast óþarfa beygjur. Varist hins vegar að falla á skíðum, takið frekar skíðin af ykkur og gangið. 6. Hugið að styrk snjóþekjunnar þegar þið ferðist um fjöll. Varasamur er þurr léttur snjór, sem skíðaslóð markar ekki í heldur rennur jafnóðum í förin ykkar. Þegar slíkur snjór nær upp á miðja kálfa er hætta á kóf- hlaupum, einkum ef undir er harðfenni. Kannið styrk snjóþekjunnar með skíðastafn- um. Forðist skuggahlíðar því að þar eru mest- ar líkur á að harðfenni leynist undir. Foksnjór myndar hengjur og fleka, sem eru varhuga- verðir, einkum ef undir er laus snjór eða djúphrím. Varist svæði þar sem snjór er orð- inn svo votur að hann skvettist undan skíðun- um. Krapahlaup geta fallið úr allt að 10 gráðu halla. Hafið auga með merkjum um að snjór sé orðinn óstöðugur, drunur heyrast í flekum, sprungur sjást, snjóboltar eða spýjur verða á vegi ykkar. 7. Ferðist aldrei ein um snjóþungt fjall- lendi. Látið vita um ferðir ykkar. Hlustið á veðurfréttir. Verið viðbúin því að flóð geti fallið. Hafið með björgunarútbúnað (leitar- stengur, spaða o. fl.). 8. Þegar farið er yfir hættusvæði skal aðeins einn maður fara í einu og hinir fylgjast með honum. Klæðist vel, bindið föt fast að ykkur svo að snjór komist ekki inn milli klæða. Bindið klút fyrir andlit svo að snjóryk sogist JÖKULL 28. ÁR 89
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.