Jökull


Jökull - 01.12.1986, Blaðsíða 83

Jökull - 01.12.1986, Blaðsíða 83
breytingar en verða á Tungnaárjökli (tafla 3). Meðal- arsrennsli beggja vatnsfallanna minnkar um 15—16% og reiknaður jökulþáttur um rúm 14% á 12 ára tíma- bili. Samtímis er jökulþátturinn nokkuð stöðugur tæp- ir % hlutar vatnsins í ánum. Allar tölurnar eru miðað- ar við síritana við brúna á Kreppu og við Brú við Jök- ulsá. Arsúrkoma að Brú er rétt yfir meðaltali tímabilsins á árunum 1971 —1976 og einnig árin 1980— 1982, en um 12% undir meðaltalinu á árunum 1977—1979. Gráðudagar (yfir 4°C) eru ofan 12-ára meðaltalsins á fyrsta tímaskeiðinu en fer jafnt og þétt fækkandi bæði tímaskeiðin síðari. Ovissa allra þriggja stærðanna (aQ, bQ og dQ) sem notaðar eru til að meta jökulafrennslið (R) ér vand- nietin. Ef óvissa í hverjum reikniþætti er aðeins 10—20% getur hlutfallsóvissa á niðurstöðutölunni, R, verið t.d. á bilinu 14% til 28% á fyrsta tímaskeiðinu. Af þessu leiðir að líta verður á niðurstöðutölurnar Þrjár (síðasta dálkur í töflu 3) sem vísbendingu frekar en nægilega nákvæmar niðurstöður. Þá leiðir einnig af nukilli óvissu stærðanna að búskapur Brúarjökuls verður ekki metinn með viðunandi nákvæmni. Slíkt verður enn augljósara þegar þess er gætt að heildarúr- koma hvers árs eða tímaskeiðs á Brúarjökli er mjög oviss. Ef meðalársútkoman er 2000 mm öll 12 árin og raunflatarmál er 1300 km2 væri úrkoman um 2600 Gl/ár (sbr. inngangskafla um Brúarjökul). Samkvæmt niðurstöðum í töflu 3 er meðaljökulafrennsli 3654 Gl/ár og meðaltal neikvæðs búskapar Brúarjökuls um 1050 Gl/ár því Bn = P - R (sjá kafla um Tungnaárjök- ul)- A 12 árum jafngildir þetta rýrnun sem nemur 12,6 rumkílómetrum. Vegna óvissunnar er gildi tölunnar ovist en hún virðist þó ekki vera fjarri lagi í saman- burði við rýrnun Tungnaárjökuls. Fyrri tölur höfundar (Ari T. Guðmundsson 1984) gafu miklu meiri rýrnun til kynna enda metnar á ann- an veg. UMRÆÐA , Oft hefur verið bent á minnkandi jökulafrennsli á Islandi undanfarna áratugi (t.d. Guttormur Sigbjarn- arson 1969, Helgi Björnsson 1982 b og Sigm. Frey- steinsson 1984). Niðurstöður þessarar athugunar eru í samræmi við ábendingarnar og skyldar rannsóknir. Ahrif breytinganna á vatnsorkuver eru augljós en 25 — 30% raforkuframleiðslu með vatnsafli eru upp- runnin í jöklum (Guttormur Sigbjarnarson 1969, byggt á mati á vatnsafli á íslandi eftir Sigurð Thor- oddsen 1962). Guttormur Sigbjarnarson (1969) telur ennfremur að langt kuldakast geti minnkað jökulaf- rennslið um þriðjung; úr u.þ.b. 1530 m3/s árið 1969 í 1000—1100 m3/s. Vart varð við vatnsskort við sum raforkuver, t.d. árin 1966, 1969, 1973, 1975, 1977, 1979 og 1983 (sjá athugasemdir í rennslisskýrslum Orkustofnunar). Þessi athugun leiðir líkur að þvi að afrennsli tveggja skriðjökla Vatnajökuls hafi minkað um og yfir 20% á 7. og 8. áratug aldarinnar. Styður það skýringar manna á vatnsskortinum þess efnis að hann stafi að hluta af minni jökulbráðnun en áður. Athugunin leiðir í ljós að mat á afkomu og jökulaf- rennsli Vatnajökuls sem gert er með fyrirliggjandi mælitölum hlýtur að vera ónákvæmt og með veruleg- um óvissumörkum. Frekari rannsóknir þyrfti að gera á jöklunum tveimur og þá jafnframt á öðrum skrið- jöklum til þess að ná fram tryggara mati: Fleiri lang- skurðarmælingar, athuganir á skriðhraða og miklu víðtækari og síendurteknar ákomu/leysingarmælingar á fastákveðnum stöðum. Þá er einnig brýnt að gera veðurathuganir á Vatnajökli svo unnt verði að kanna fylgni milli mælinga á veðurstöðvum umhverfis Vatnajökul og úrkomu og annarra veðurþátta þar uppi. Loks skal nefnt að koma verður á framfæri upp- lýsingum um nákvæmni rennslismælinga í fallvötn- um. ÞAKKARORÐ Flelga Björnssyni (Raunvísindastofnun Fláskóla Is- lands) er þakkað fyrir hvatningu um að hefja þessa könnun og marga bætandi athugasemdina. Kristni Einarssyni (Orkustofnun) er þakkaður yfirlestur og að- stoð við gagnaöflun og tölvuunna flatarmálsreikninga. Greinargerðin og sumar athugananna eru unnar fyr- ir hluta af styrktarfé Vísindasjóðs (1984). HEIMILDIR (References) Adda Bára Sigfúsdóttir (1964): Nedbör og temperatur i Island (Percipitation and temperature in Iceland). Den 4. Nordiske Hydrologkonferanse. Islands hydrologi. Raforkumálastjóri, Reykjavík. 18 pp. Adda Bára Sigfúsdóttir (1975): Úrkoma á Vatnajökli (Percipitation on Vatnajökull) Veðrið 2:46—47. Ari Trausti Guðmundsson (1984): The Mass Balance of Tungnaárjökull and Brúarjökull and the Glacial Run-Off in Tungnaá-river, Kreppa and Jökulsá á Brú. Research report to the Pysh.Dept. of the Fac. of Engineer. and Sci. (mimeogr.) Reykjavik 1984. Guttormur Sigbjarnarson (1969): Hlutdeild jökulánna í nýtanlegu vatnsafli á íslandi (On the glacial rivers in relation to the obtainable hydropower in Iceland). Orkumál 10: 109—110. Haukur Garðarsson (1982): Hydrologiske undersögel- ser i Thjorsá-Tungnaá-omradet (Hydrological re- search in Thjorsá—Tungná region). ISVA-report. Herlev 1982. 82 pp. 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.