Jökull


Jökull - 01.12.1986, Síða 91

Jökull - 01.12.1986, Síða 91
Gissur fram m.a.: Jökullinn er afar aurborinn, á hann kom næstum enginn snjór s.l. vetur. Jökullinn hefur lækkað töluvert e.t.v. sýnilegt á meðf. myndum. Nú kemur vatn undan jöklinum í gamla Jökulkvíslarút- fallinu, eins og það gerði í áraraðir áður en það fór á það flakk, sem það hefur verið á, nú undanfarin ár. Eg held, segir Gissur, að jökullinn milli Merkigilja og Oldufells sé alltaf að lækka. Upp af Merkigiljum austan til virðist vera að koma upp úr jöklinum fjallshryggur eða fjallsbrún, þvert norður yfir jökulinn héðan frá Herjólfsstöðum að sjá. VATNAJÖKULL Tungnaárjökull hjá Jökulheimum. Gunnar Guð- mundsson tekur fram: Hop Tungnaárjökuls lætur ekki a sér standa fremur en vant er. Jökullinn hefur hörfað Það mikið (89 m) að fremsta nöf fellsins, sem hefur verið að koma upp úr jöklinum undanfarin ár, er farin að skaga út úr jökuljaðrinum. Jökullinn er áberandi brattari nú en s.l. haust, annað í útliti og hegðan jök- ulsins er með líku sniði og fyrir ári síðan. Síðujökull. Björn Indriðason tekur fram: Jökullinn er greinilegur hopjökull. Jaðarinn er sléttur og sleikt- ur. Neðsti hluti jökulsins virðist allur vera að lækka. Skeiðarárjökull W. Haustið 1984 sagði Eyjólfur Hannesson: „Þótt jökullinn hopi heldur en hitt hjá mér, er stutt austur með jökulröndinni að fara að stað þar sem jökullinn belgist upp og hækkar“. Og nú hef- ur jökullinn hjá Eyjólfi, þ.e.a.s. milli Súlu og Gígju tekið viðbragð og hlaupið fram um 150 m (sjá skýrslu). Skeiðarárjökull E. Bragi Þórarinsson tekur fram: Lremur kílómetrum vestan við merki E-1 er jökul- funga komin að hárri sandöldu. Þar austan við mynd- aðist uppistöðulón í sumar. Úr því rann um stundar- sakir austur í farveg Sæluhúsvatns, en vatn náði síðan framrás til vesturs undir jökultunguna og vatnsborðið lækkaði. Nú 15. sept. rennur vatn af þessu svæði und- ir tunguna. Að þessu atriði, sem Bragi minnist á, er nánar vikið i ársskýrslu félagsins hér í blaðinu. Þar er einnig reynt að varpa Ijósi á hvenær vænta megi Grímsvatna- hlaups. Skaftafellsjökull. Guðlaugur tekur fram að auk þess að skríða fram hefur jökullinn hækkað. Jaðarsbrúnin er orðin há og sprungin. Svínafellsjökull. Jökullinn hefur hopað og er sléttari °8 minna sprunginn en verið hefur undanfarin ár. Virkisjökull og Falljökull. Báðir hafa jöklarnir geng- ið fram. Virkisjökull er afar aurborinn og hann ýtir á undan sér möl og stórgrýti, skrifar Guðlaugur í skýrslu sína að lokum. Örœfajökull. Eins og frá er skýrt í Jökli 33. ár bls. 145 var 26. ágúst 1982 mæld vegalengd að jökli frá vörðu upp af Stórhöfða. Þá voru 75 metrar milli vörðu og jökuls. í bréfi dags 24. september 1985 segir Flosi Björnsson, Kvískerjum, að mælingin hafi verið endurtekin 15. sama mánaðar. Þá mældust 73 m að jökli. Jökullinn er Iítið sprunginn upp af Stórhöfða. Tölulega séð kemur fram tveggja metra framskrið á tveimur árum. Kvíárjökull. Jöklarnir hér í nágrenninu hafa skriðið fram á öllum þeim stöðum, sem ég mældi frá, nema við merki nr. 142 (Breiðamerkurjökul upp frá Ný- græðubakka) og lítilsháttar hop er við merki Fjalls- jökuls nr. 136, segir Flosi í ítarlegu bréfi, sem fylgir mælingaskýrslum jökla frá og með Kvíárjökli og allt austur að Jökulsá á Breiðamerkursandi. Þótt Kvíárjökull sýni í skýrslunni 10 m framskrið, bendir Flosi á að í raun og veru sé alveg eins rétt að líta svo á að hann sé í kyrrstöðu. Framskrið er stað- bundið, verulegur hluti jaðarsins er í kyrrstöðu. Jök- ullinn hækkaði á kafla snemma í sumar en virðist nú kominn í kyrrstöðu eða jafnvel farinn að lækka aftur. Lítið bar á eiginlegum kerum í Kvíárjökli í sumar. Katlar eru jafnan greinilegastir á svæðinu suðvestur af Kambsskarði, a.m.k. hefur svo verið þeg- ar fátt er um það. Hrútárjökull. Þótt jökullinn gangi fram breytist útlit hans lítið. Hann hefur ekki hækkað og lítið verður vart við sprungur í grjótjöklinum. Fjallsjökull hefur lækkað í sumar. Breiðamerkurjökull W. Augljóslega hefur verið fram til þessa töluvert framskrið í vestara hluta Breiðamerkurjökuls skammt austan við Breiðamerk- urfjall og allt austur að vestustu grjótröndinni þar, sem er upp af Breiðárlóni. Upptökin munu án efa vera í Öræfajökli, líklega aðallega milli Heljargnípu og FjölsvinnsQalIa. Jökullinn er þarna mjög sprunginn og brúnin víðast brött. Jökuljaðarinn er nokkuð ójafn sumsstaðar. Á mælingastaðnum gengur fram jökul- tunga, báðum megin við hana er 80 m vik inn í jaðar- inn. Á mælingastaðnum sjálfum og víðar á þessu svæði hefur jökullinn að vísu hopað nokkra metra frá því fyrr á árinu. Nokkru lengra inni á jöklinum mun ekki hægt að merkja að hann hafi hækkað síðan í fyrrahaust (1984). Á öðrum stöðum virðist Breiða- merkurjökull W vera að lækka og hopa. Mælingu varð ekki komið við upp af Breiðárskála (nr. 141), þar nær Breiðárlón nú alveg austur að Máfa- byggðarönd og breikkar jafnframt. Á þessum slóðum er í raun og veru ekki lengur neinn álitlegur mælinga- staður. Að lokum sagði Flosi m.a. um veðurfarið á þessa 89
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.