Jökull


Jökull - 01.12.1986, Síða 92

Jökull - 01.12.1986, Síða 92
leið. Síðastliðinn vetur (84/85) lá snjór nokkuð lengi hér á Kvískerjasvæðinu og grennd, að vísu var snjór grunnur á láglendi. Uppi í fjöllum virðist snjór hafa verið með meira móti. Snjó tók seint upp og raunar ekki allsstaðar. Hér hefur sumarveðráttan verið mjög á annan veg en í fyrrasumar (1984). Nú 1985 var lengst af fremur kalt og sólarlítið, oft dumbungur í lofti, en hinsvegar frekar hægviðrasamt. Tilvitnun Iýk- ur. Eg fæ ekki betur séð en einmitt oft áður hafi snjór verið með meira móti á Kvískerjahálendi á vetrum sem landsmenn yfirleitt kalla hlýja og snjólausa. Breiðamerkurjökull E (þ.e.a.s. austan Jökulsár). í bréfi með mælingaskyrslum segir Steinn á Breiðabóls- stað m.a. á þessa leið: Við Jökulsárlón hjá mælistað nr. 144 hefur jökuljaðar lækkað mikið. Lítur helst út fyrir að jökullinn sé að síga niður af brattri öldu e.t.v. malarhrygg. Bilið milli Jökulsárlóns og Stemmulóns styttist stöðugt. Við Fellsfjall hefur jökullinn gengið mikið til baka eða hopað, sem kallað er, samanber skýrsluna. Jaðar- inn hefur lækkað og hopað á öllu svæðinu milli mæli- staðanna, mun það vera hið mesta síðan ég hóf mæl- ingu. Veturinn 84/85 var mjög mildur. Hér festi vart snjó á láglendi nema nokkra daga í senn, en í fjöll snjóaði. Vorið var sæmilega hlýtt. Sumarið fremur kalt, hér ríkti norðaustanátt, skúrasamt var og sólarlítið. Breytingar eru ærið stórstígar og hraðar. Lónsstæðið í Veðurárdal hefur verið þurrt undanfarin ár þar til í sumar, að vatn tók á ný að safnast í það. Á árinu 1980 mun hafa hætt að safnast í lónið, samanber Jökul 34. ár bls. 178. Suðursveitarjöklar sjá Jökull 34. ár. Hoffellsjökull W og E. Þ.e.a.s. vestri og eystri. Vestri jökullinn inn á Öldutanga inn af Svínafellsgelti hefur jafnframt því að hopa um 30 m lækkað allur mjög mikið. Aftur á móti er ekki unnt að skilgreina hop í Hoffellsjökli E, tekur Þrúðmar Sigurðsson fram. Smávegis jakahröngl er á skeifulaga lóninu og ís nem- ur venjulegast við ölduna sunnan lónsins. Mikill aur berst í lónið að innan. Lónið grynnkar. Nú er aur inn með Geitafelli og orðið þurrt að hluta leiðar. Fyrir 20 árum var þar milli 5 og 10 metra dýpi, á stöku stað enn dýpra. Tvennt hefur gerst og er að gerast. Aur sest í lónið, en jafnframt sker útfallið (Hornafjarðarfljót eystra vatnið) sig niður, breikkar til austurs. Þau hafa skorið sig niður um eina 3 metra á efstu 2 km á síðast- liðnum 20 árum. Nú er útfallið orðið mjög stórgrýtt, þar mun vart grafast lengra niður. Eyjabakkajökull. Gunnsteinn tekur fram á mæl- ingaskýrslunni. Jökullinn hefur bæði lækkað og hop- að. Hann er orðinn greinilegur hopjökull. Háöldulón er tómt. Kunnugir staðháttum auk Hallgríms Kjart- anssonar eru Davíð Br. Guðnason og Bjarni Bjarna- son. Kverkjökull. Gunnsteinn tekur fram á mælinga- skýrslunni: Sjáanlegar breytingar á s.l. tveimur árum eru, að jökullinn hefur lækkað, einnig hefur ísþekjan yfir hellinum þynnst verulega og nú er krap 1 hellin- um. í dældum á jöklinum má fínna fannir frá síðasta vetri. Frá merki nr. 125, sem er næst jökli eru 90 metrar. Sigurjón Rist 90
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.