Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2014, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2014, Side 3
Fréttir 3Vikublað 28.–30. október 2014 Harðar aðhaldsaðgerðir Svarta skýrslan komin í Reykjanesbæ A lmennur borgarafund- ur um alvarlega fjárhags- stöðu Reykjanesbæjar verður haldinn annað kvöld í Stapa og hefst fundurinn klukkan 20.00. Endanleg skýrsla KPMG um fjárhags- stöðu bæjarfélagsins og framtíðar- horfur var lögð fram á fundi bæjarráðs síðastliðinn fimmtudag. Eins og DV hefur greint frá skortir bæjarsjóð alls um 15 milljarða króna til þess að koma skuldum niður í lögbundið 150 prósenta hlutfall af árlegum tekjum bæjarins. Ætlunin er að á næstu árum verði gerðar ráðstafanir til þess að lækka heildarskuldir úr um 40 millj- örðum króna niður í 25 milljarða. „Sóknin“ Í skýrslu KPMG eru settar fram til- lögur að markmiðum um aðgerðir í rekstri bæjarsjóðs. Á grundvelli henn- ar hefur verið samþykkt áætlun sem ber nafnið „Sóknin“. Ætlunin er að ná fram 900 millj- óna króna aukinni framlegð í rekstri bæjarsjóðsins á næsta ári og árin þar á eftir. Þetta verður gert með 500 millj- óna króna niðurskurði útgjalda í ár- legum rekstri en einnig er ráðgert að afla 400 milljóna króna viðbótartekna. Í því sambandi verður farið yfir rekstr- arkostnað allra sviða í rekstri bæj- arfélagsins. Þá verður skipulag og skipurit stjórnsýslu Reykjanesbæjar endurskoðað til að ná fram auknum sparnaði. Í samþykkt bæjarráðsins er einnig gert ráð fyrir að launagreiðslur á vegum bæjarfélagsins verði yfirfarn- ar á næstu vikum með það fyrir augum að draga úr yfirvinnu, bifreiðastyrkj- um og öðrum greiðslum sem ekki eru bundnar kjarasamningum. Loks legg- ur bæjarráð til bann við nýráðningum starfsfólks innan bæjarskrifstofunn- ar og að reynt verði að manna lausar stöður með núverandi starfsfólki. Þá verður ekki ráðið í stöður undirstofn- ana bæjarfélagsins nema með sérs- töku leyfi bæjarráðs. Fram kemur í fundargerð bæj- arráðs að skýrsla KPMG sé krafa um aðgerðir án þess að vænst sé nýrra at- vinnuverkefna sem skili meiri tekjum í bæjarsjóð enda breyti það litlu um stöðuna og kröfuna á næstu árum um að styrkja þurfi fjárhagsstöðu bæjar- ins. Þarf að selja höfnina? Á bæjarstjórnarfundi daginn áður voru kynnt áform Reykjaneshafn- ar um 56 milljóna króna lántöku til þess að standa skil á öðru láni og sam- þykkti bæjarstjórnin að veita einfalda ábyrgð vegna lántökunnar. Bæjar- stjórnin skuldbatt sig til þess að selja ekki eignarhlut sinn í Reykjaneshöfn til einkaaðila fram til þess tíma að lán- ið væri að fullu greitt. En fari svo að bæjarfélagið selji hlut í Reykjaneshöfn til annarra opinberra aðila er áskilið að nýr eigandi ábyrgist lánið í sam- ræmi við eignarhlut sinn. n Nauðvörn Bæjarstjórn Reykjanesbæjar glímir við afar erfiðan fjárhag. Á grundvelli nýrrar skýrslu KPMG verður reynt að snúa vörn í sókn. Ætla að reyna að stilla Steingrími gegn Höskuldi H ópur Vinstri græningja í Norðurlandaráði ætlar að reyna að stilla Steingrími J. Sigfússyni upp gegn Hös- kuldi Þórhallssyni, þing- manni Framsóknarflokksins og formanni Íslandsdeildar Norður- landaráðs, í kosningum um forseta ráðsins á fimmtudaginn. Þetta segir Høgni Hoydal, færeyskur stjórnmála- maður úr Þjóðveldisflokknum og for- maður hóps Vinstri græningjanna í Norðurlandaráði. Árlegt þing Norð- urlandaráðs verður sett í dag, þriðju- dag, í Stokkhólmi. „Það sem við segjum er að Vinstri græni hópurinn hefur unnið svo lengi í Norðurlandaráði án þess að fá for- setaembættið. Nú er tími til kominn að þessi hópur fái líka að fara með forsetaembættið. Nú erum við með fínan kandídat,“ segir Høgni en þrett- án ár eru síðan forseti ráðsins kom úr röðum Vinstri græningja. Forsetaembættið á fimm ára fresti Ísland fær forsetaembættið í Norður- landaráði á fimm ára fresti og var það Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylk- ingarinnar, sem gegndi embættinu síðast. Á hinum Norðurlöndunum er vaninn sá að forsetaframbjóðandinn, sem yfirleitt er einn í framboði og þar með sjálfkjörinn, komi úr röð- um stjórnarandstöðunnar. Á Íslandi kemur forsetaefnið hins vegar úr röð- um stjórnarmeirihlutans. Kosið var á milli Höskuldar og Steingríms á fundi Íslandsdeild- ar Norðurlandaráðs í lok síðasta mánaðar. Steingrímur varð und- ir í þeirri kosningu en Samfylkingin greiddi Höskuldi atkvæði sitt. Sam- kvæmt tillögu Íslandsdeildarinnar er Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar, varaformanns- efnið. Ef ekkert mótframboð berst verður Höskuldur sjálfkjörinn í for- setaembættið og Guðbjartur í vara- formannsembættið. Rætt á valnefndarfundi Ákvörðun hóps Vinstri græningja var rædd á valnefndarfundi Norður- landaráðs í Stokkhólmi í gær, mánu- dag, en þar eiga sæti fulltrúar frá öll- um flokkahópum Norðurlandaráðs að sögn Høgna. Fundinum lauk eftir að DV fór í prentun og því veit DV ekki hver niðurstaða fundarins var. Høgni átti hins vegar ekki von á því að andstaða yrði við vilja Vinstri græna hópsins innan valnefndarinnar. „Nei, ég held ekki. Við ætlum bara að reyna að keyra þetta mál áfram svona. Þannig að við getum líka einhvern tí- mann fengið forsetaembættið.“ Afar sjaldgæft er að mótframboð berist í forsetakjörinu þannig að kosn- ing um embættið hafi átt sér stað. Vilja umræðu um framtíðarfyrir- komulag Steingrímur J. Sigfússon segir að flokkahópur Vinstri græningja vilji fá umræðu um hvernig eigi að haga skipun forseta Norðurlandaráðs til lengri tíma litið. „Flokkahópurinn vill fá umræðu um það hvernig á að hafa þetta fyrirkomulag til framtíð- ar litið. Við erum einn af rótgrónu flokkahópunum í Norðurlandaráði. Höfum yfirleitt verið með á milli 10 og 15 prósent af fulltrúunum. Það er minnt á það að við höfum aðeins einu sinni átt forsetann og það var fyr- ir 13 árum. En ég hef bara sett þetta í hendurnar á flokkahópnum. En sem stendur þá greinir Høgni bara frá því í valnefndinni að við séum með kandídat.“ Steingrímur segir líka að margir séu á þeirri skoðun að Norðurlanda- ráð eigi ekki að vera hrætt við lýð- ræðislega kosningu og að „hrist“ sé upp í því fyrirkomulagi sem verið hef- ur innan Norðurlandaráðs. „Margir telja að það sé allt í lagi að hrista að- eins upp í þessu og ýtt aðeins við þessu fyrirkomulagi. Ég man ekki til þess að forsetaval- ið hafi endað í kosningu. Það er ágætt að hafa smá fjör í þessu.“ Sú nýlunda gæti því komið upp á fundi Norðurlandaráðs á fimmtudaginn að kos- ið verði um tvo fulltrúa frá Íslandi. Þannig yrði gengið framhjá vali Íslandsdeildar- innar á frambjóð- anda og látið reyna á það hvort fulltrú- ar annarra Norð- urlandaþjóða séu sammála meirihluta Íslandsdeildarinn- ar um forseta. n n Vinstri græningjar í Norðurlandaráði vilja kosningu um forsetaembættið á fimmtudag Ingi Freyr Vilhjálmsson blaðamaður DV í Stokkhólmi/ingi@dv.is „Ég man ekki til þess að forsetaval- ið hafi endað í kosningu. Láta reyna á fyrirkomu- lagið Flokka- hópur Vinstri græningja vill kosningu um forsetaembættið í Norðurlandaráði. Steingrímur J. Sigfússon verður þá boðinn fram gegn Höskuldi Þórhallssyni. Íslenskt tal leiðbeinir notanda um allar aðgerðir Nú þegar eru fjöldi Íslendinga í fullu fjöri sem startað hefur verið í gang með hjartastuðtækjum frá Donnu. Samaritan PAD hjartastuðtæki kosta aðeins frá kr. 199.600 m/vsk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.