Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2014, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2014, Blaðsíða 6
6 Fréttir Vikublað 28.–30. október 2014 Fátt sem kallar á lækna heim eftir nám n Kjör og aðbúnaður ræður miklu n Brátt mikill læknaskortur í ýmsum sérgreinum F yrsta verkfall lækna að fengn- um verkfallsrétti fyrir um 30 árum hófst hér á landi í byrjun vikunnar. Á heilsíðuauglýsingu dagblaða mátti í gær sjá boðskap formanns Læknafélags Íslands: „Kjarabarátta lækna snýst ekki bara um laun heldur einnig um eðli- lega endurnýjun í læknastéttinni. Á undanförnum árum höfum við misst hóp lækna úr landi. Það er mikil blóð- taka fyrir okkur öll. Meðalaldur lækna á Íslandi hækkar. Nýliðun í hópn- um er nauðsyn. Augljóst er að í óefni stefnir ef fram heldur sem horfir,“ segir meðal annars í auglýsingunni. Jafnframt er vakin athygli á að lækna- stéttin starfi í alþjóðlegu umhverfi og að sá þáttur sem ráði úrslitum um samkeppnishæfnina séu laun þeirra. Alvarleg staða Talsvert mæðir á landlæknisemb- ættinu þessa dagana vegna ástands- ins í heilbrigðiskerfinu. „Heilbrigð- iskerfið er stór og mikil keðja þar sem margar mismunandi fagstéttir styðja hver aðra. Það er gríðarlega alvarlegt þegar læknar stíga þetta skref, fara í verkfall og nýta sér verkfallsréttinn sem þeir hafa. Við höfum áhyggjur af þessu,“ segir Geir Gunnlaugsson landlæknir. Embætti hans kemur ekki nálægt kjaramálum lækna enda eru þau í höndum viðsemjendanna. „Við fylgj- umst að sjálfsögðu með. Þegar þetta lá fyrir sendum við fyrirspurnir til allra heilbrigðisstofnana á landinu varðandi viðbragðsáætlanir og á hvern hátt þær hygðust bregðast við yfirvofandi verkfalli læknanna. Við vorum einnig í sambandi við Lækna- félagið þar sem upplýst var um það hvernig verkfallið yrði í framkvæmd. Við höfum einnig rætt það hér inn- anhúss á hvern hátt embættið gæti komið að þessu í ljósi eftirlitshlut- verks síns. Þess utan höfum við ver- ið í sambandi við heilbrigðisstofnan- ir til að meta áhrifin. Þetta er alvarleg staða sem heilbrigðiskerfið stendur frammi fyrir.“ Illa gengur að laða lækna heim frá útlöndum Læknar og forsvarsmenn sjúkrahús- anna lýsa vaxandi áhyggjum af erf- iðleikum við nýliðun í læknastétt. Þeir fullyrða að ungum læknum lít- ist ekkert á að koma heim að loknu framhaldsnámi og hefja hér störf. Geir landlæknir hefur einnig reynt að ná eyrum ráðamanna vegna þessa vanda. „Við höfum verið að horfa á nýliðun ungra lækna. Við höfum velt því upp hvernig hægt sé að laða unga lækna til starfa og tekið upp slíkar spurningar við stjórnvöld. Þetta hefur verið hægfara neikvæð þró- un og við stöndum kannski frammi fyrir því núna að komnir eru brest- ir í ákveðnum sérgreinum. Vandinn vex í ákveðnum sérgreinum þar sem umsóknir eru fáar sem engar þegar auglýstar eru stöður. Við höf- um einnig haft áhyggjur af mönnun innan heilsugæslunnar, bæði á höf- uðborgarsvæðinu en einnig á lands- byggðinni. Það eru stöður inn- an hennar sem ekki hefur tekist að manna. Það er áhyggjuefni að ungir læknar flýta för sinni utan í fram- haldsnám án þess að hafa viðkomu hér á sínu svokallaða kandídatsári. Þeir hafa sumir hverjir staldrað við og verið hér einhver ár að loknu al- menna læknisnáminu. Þetta er og hefur verið mjög verðmætur starfs- kraftur á sjúkrahúsunum. Þeir hafa fengið þar þjálfun og reynslu í úrlausn flókinna læknisfræðilegra vandamála en ekki síður hafa þeir verið mikil- vægur tengiliður milli sérfræðing- anna og starfsins á hinum ýmsu deildum. Þegar þessi hópur þynnist eykst um leið álagið á þá sérfræðinga sem eru að störfum hér á landi. Og þegar meðalaldur þeirra hækkar sjá- um við alveg hvert stefnir.“ Kjörin ráða úrslitum Geir segir skýringarnar á þessari ugg- vænlegu þróun geta verið margar. „Ein skýringin er sannanlega kjör læknanna. Önnur skýring tengist að- búnaði, það er að segja sú umgjörð sem bíður einstaklinga þegar þeir koma heim frá sérnámi. Það getur líka haft áhrif og dregið úr löngun þeirra til að snúa aftur. Það eru fjölmargir þættir sem skipta máli þegar menn taka ákvörðun um að snúa heim. Við höfum verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fólk hefur viljað snúa heim eftir nám og stundum hafa ekki verið stöð- ur fyrir alla. Nú stöndum við frammi fyrir hinu gagnstæða; við eigum erfitt með að laða fólk til okkar og manna stöðurnar. Það er mjög alvarlegt. Vð þurfum að setja okkur í spor þeirra sem nú eru erlendis og hafa, eins og reynslan hefur sýnt, hug á því að snúa heim. Við þurfum að velta því fyrir okkur hvers vegna þeir snúa ekki heim í sama mæli og áður. Við höf- um nefnt launamálin sem greinilega er mjög mikilvægur þáttur. Svo er það húsnæðismál helstu sjúkrahúsanna og tækjabúnaður. Í því sambandi má ekki gleyma að sérgreinar læknisfræðinnar verða æ sérhæfðari. Ísland er lítið land og hefur takmarkaða burði til að bera mjög sérhæfðar greinar. Það þarf ým- islegt annað að koma til að vega upp á móti því. Þetta er flókin jafna og það tekur tíma að byggja upp svo öfluga þjónustu sem raun ber vitni.“ Brestir „En hér og þar eru komnir brest- ir sem við þurfum að leggja okk- ur fram um að reyna að leysa. Fyrst má nefna undirstöðuna sem er heilsugæslan. Ekki má gleyma því að þar eru ómannaðar stöður og við verðum að reyna að laða lækna til starfa innan hennar. Það er ánægju- legt, og ég vil að það komi fram, að það eru ungir læknar sem hafa sýnt heilsugæslunni og læknanámi á sviði heilsugæslu áhuga. Von mín er að ástandið fari batnandi á þeim stað í heilbrigðiskerfinu, en það þarf að halda vel á spöðunum. En ástandið er verra á ýmsum öðrum stöðum þar sem veitt er sérhæfð þjónusta. Það er mikið álag á krabbameins- læknum sem hefur fækkað. Það hef- ur verið talað um myndgreininguna, en þar vantar sérfræðinga. Nefna má nýrnalækningar en þar kreppir skór- inn einnig. SAK (Sjúkrahúsið á Akur- eyri) hefur glímt við þetta einnig og leitar sérfræðinga og leggur sig fram um að laða til sín sérmenntað og vel menntað fagfólk. Þetta er því flókið og ekki einfalt að leysa. Þetta er þrot- laus vinna.“ Ábendingar vegna fjárlaga Geir segir að lagðar hafi verið fram ýmsar ábendingar í tengslum við gerð fjárlaga og framlög til heilbrigð- iskerfisins. „Þetta er nú til skoðunar í ráðuneytinu og á Alþingi í tengsl- um við gerð fjárlaga. Það hafa kom- ið fram ábendingar um áherslur sem mætti huga að áður en fjárlagafrum- varpið verður að lögum. Það þarf víða að bæta inn og það olli von- brigðum að ekki skyldi ætlað meira fé til uppbyggingar Landspítalans eins og fram hefur komið fram í fjöl- miðlum.“ n Jóhann Hauksson johannh@dv.is „Nú stöndum við frammi fyrir hinu gagnstæða; við eigum erfitt með að laða fólk til okkar og manna stöðurn- ar. Það er mjög alvarlegt. Ekkert borð fyrir báru Nýting á leguplássi á Landspítala er 100 prósent en ætti að réttu lagi að vera talsvert minni. „Það er áhyggju- efni að ungir læknar flýta för sinni utan í framhaldsnám Skortur á endurnýjun Geir Gunnlaugsson landlækn- ir lýsir þungum áhyggjum af slakri endurnýjun í hópi ungra lækna á ýmsum sérsviðum á sama tíma og meðalaldur þeirra sem fyrir eru hækkar. Mynd RóBERt REynISSon Hugo Boss söluaðilar: Reykjavík: Gilbert úrsmiður Laugavegi 62 s: 551-4100 Gullúrið–úra og skartgripaverslunv Mjódd s: 587-4100 Úra- og skartgripaverslun Heide Glæsibæ s: 581-3665 Meba Kringlunni s: 553-1199 Meba - Rhodium Smáralind s: 555-7711 Hafnarfjörður Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 Keflavík: Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757 Selfoss: Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433 Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509 Akranes: Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458 Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s:471-1886 Úra- o skartgripaversl n Heide Glæsibæ - s: 581 36 5

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.