Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2014, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2014, Síða 9
Vikublað 28.–30. október 2014 Fréttir 9 þess sérstaklega þegar fjallað var um konu sem hafði búið í bílnum sínum í sex mánuði. „Það reddaðist og menn tóku við sér og blessuð konan fékk íbúð – auðvitað átti hún að fá íbúð, allir eiga rétt á þaki yfir höfuðið, en mér fannst samt skrýtið því hún hafði í það minnsta bílinn sinn til að búa í í sex mánuði. En ég hafði himininn til að búa undir í sex ár, það var í lagi að ég væri á götunni í sex ár.“ En hvernig hefur Valgeir bjargað sér í öll þessi ár, heimilislaus og alvarlega veikur? „Ég hef búið hjá vinum og vanda- mönnum. Ég hef gist á lögreglu- stöðinni, Gistiskýlinu og hingað og þangað. Ég hef verið á flakki í heil sex ár. Einn ágætis vinur minn, sem er búinn að vera á götunni í mörg ár, blessaður kallinn, var svo hepp- inn að hann gat keypt sér húsbíls- druslu sem hann bjó í svo ég fékk að gista aðeins hjá honum í húsbílnum. Haltur leiðir blindan.“ Aðspurður hvort hann hafi ein- hvern tímann á þessu tímabili bók- staflega þurft að sofa á götunni, und- ir berum himni, segir Valgeir svo vera. „Ég hef sofið á bekk á Klambra- túni en maður gerir það ekki um vet- ur. Ég hef þungar áhyggjur af kom- andi vetri, að vera í þessari stöðu. Maður er ekki orðinn góður til heils- unnar, það yrði rosalegt að fá til dæmis lungnabólgu. Við vitum að það endaði bara á einn veg, hjartað myndi ekki leyfa það né þola. Þetta er næstum orðið kómískt hvernig kom- ið er fyrir manni.“ Hjálparsamtök bjargað Valgeir hefur þurft að reiða sig á hjálparsamtök á borð við Hjálp- ræðisherinn og Samhjálp á þessum tíma. Hann hefur leitað til Hjálp- ræðishersins á Eyjaslóð þar sem úti- gangsfólki býðst að fá heitan mat, kaffi, nesti og hvíldaraðstöðu auk þess sem þar er aðstaða til þvotta, sturtu og snyrtingar. „Ég er nú þrifinn maður og vill vera vel til hafður, ganga í hrein- um fötum og annað og hef því þurft að fara niður á Eyjaslóð til að setja í þvottavél.“ Margur ætlar að fólk sem er heimilislaust og í aðstæðum sem þessum hljóti að glíma við eða hafa glímt við einhvers konar óreglu. Val- geir segist ekki hafa glímt við neina óreglu og af samtölum við blaða- mann að dæma er engin ástæða til að efast um það að þarna fari heill og reglusamur maður sem hreinlega er fórnarlamb aðstæðna sinna. Hann segir þó að stöðu sinnar vegna sem heimilislaus maður hafi hann um- gengist mikið af óreglufólki. „Maður þarf að fara niður á Eyja- slóð hjá Hjálpræðishernum, þar er mikið óreglufólk og ég hef verið mik- ið innan um það fólk út af minni stöðu. Ég fer og þvæ af mér þar ef ég fæ ekki að þvo annars staðar. Ég get ekki verið með mikið til skiptanna, hvernig á ég að gera það? Þegar þú hringdir í mig í morgun þá var ég á leið á Kaffistofu Samhjálpar að fá mér morgunmat. Þeir hafa bjarg- að mörg hundruð manns örugglega þar. En þetta er skelfileg staða. Ég er algjörlega með bundnar hendur. Ég get ekkert gert.“ Full vinna að redda gistingu Þegar hann segir að hendur hans séu bundnar á Valgeir við að erfitt sé að finna nokkurs konar fótfestu í líf- inu þegar menn vita ekki hvar þeirra næturstaður verður. Að finna út úr því sé full vinna. Hans eina innkoma eru greiðslur úr lífeyrissjóði og ör- orkubætur. „Ég er á örorku út af því að ég má ekki vinna nema mjög takmarkað. Ég mætti vinna einhverja létta vinnu, einhvern part úr degi, en hvernig á ég að fá mér vinnu og vita aldrei hvar næturstaður minn verður? Það yrði erfitt fyrir menn að mæta í vinnuna þegar þeir vita það ekki. Ég hef áhuga á að fara á einhver ódýr námskeið eða þvíumlíkt en hvernig á ég að gera það á þessari stundu? Ég hafði gaman af því að vinna þegar ég gat það, mér fannst það gaman. Þó ég gæti fundið mér einhverja auðvelda vinnu, ein- hvern part úr degi, hvernig færi ég að því? Báðar hendur mínar eru bundn- ar við það að reyna að koma mér í húsnæði fyrir næstu nótt.“ Með lífið í bakpokanum Valgeir kveðst flakka um með flestar sínar veraldlegu eigur í bakpoka og sökum veikinda sinna þurfi hann að taka fjórar töflur á dag út af hjart- anu. „Ég er með þetta í bakpoka og er hingað og þangað. Læknarnir mínir skilja þetta ekki heldur. Hjartalækn- irinn minn segir hreinlega við þá að ég geti ekki verið á götunni út af ástandinu á mér,“ segir hann og vísar til læknisvottorðsins sem hann hef- ur skilað inn til félagsmálayfirvalda í von um að flýta fyrir því að hann fái úrræði. Heilsuleysið hefur einnig stefnt lífi hans í hættu í nokkur skipti. Fékk hjartaáfall á gólfi vina „Ég er orðinn svo þreyttur á þessu, bæði í sambandi við mína heilsu, ég er búinn að fara í tvígang upp á hjartadeild núna á rúmum mánuði að drepast fyrir brjóstinu. Um síð- ustu helgi var ég svo heppinn að fá að gista á dýnu hjá vinafólki mínu því ég lenti í því að fá hjartaáfall.“ Það var því mikil tilviljun að hann var staddur innan um fólk þegar hann fékk áfall og vinafólk hans gat hringt á sjúkrabíl sem kom og fór með hann beint á bráðamóttökuna. Hann hafi legið á hjartadeild einu sinni í viku og þurft að gangast und- ir hjartaaðgerðir vegna kvilla sinna. Lífgaður við á Laugavegi Aðspurður hvort þurft hafi að lífga hann við einhvern tímann segir Val- geir að svo sé. „Já. Ég man eftir einu tilfelli sér- staklega. Þá var ég á Laugaveginum þegar ég hryn niður og ég veit ekki af mér fyrr en ég opna augun og sé andlit yfir mér sem segir: „Velkom- inn til baka vinur.“ Um leið og hann hafði sleppt orðinu þá er mér rykkt á sjúkrabörunum út úr sjúkrabílnum. Ég hef oft hugsað til þess að ég vissi ekkert hvað maðurinn heitir sem lífgaði mig við en ég hefði viljað hitta hann og þakka honum fyrir.“ Ömurlegt líf Valgeir segir að þó að eflaust séu til hundrað verri sögur þá sé hann ekki að reyna að sverta neitt né fegra varðandi sínar aðstæður. Þetta sé hans saga. „Þetta er minn veruleiki og ég er orðinn þreyttur á honum. Hugs- aðu þér að geta aldrei boðið börn- unum sínum í heimsókn. Ég á tvö uppkomin börn. Hvernig á ég að bjóða þeim í heimsókn? Hvernig á ég að geta tekið á móti gjöfum sem eru stærri en bréfsnifsi eða þegar maður á stórafmæli? Hvað á ég að gera við það? Ég er búinn að vera að biðja þetta blessaða fólk um ein- hverja litla tveggja herbergja íbúð, með svefnherbergi og einhverja smá stofu svo ég geti búið mér til mitt litla heimili. Það er það sem ég er að biðja um. Geta lifað eins og eðlilegur maður. Ég hef alltaf kom- ið fram við þau af kurteisi, það er ekki málið. Ég átti fjölskyldu og gott fjölskyldulíf, ég þekki það allt. En að fara svona, það ... [hann andvarpar]. Ef ég væri fullhraustur þá væri ég í vinnu og þá væri ég kannski ekkert í þessari stöðu. En því miður þá er ég ekki fullhraustur og kem aldrei til með að verða það aftur því það kemur ekki nýtt hjarta. Það endur- nýjar sig ekki eins og húð eða eitt- hvað. Þetta er alveg ömurlegt líf.“ n Þ að er langur tími, sex ár. Nú get ég ekki sagt hvað það er sem stýrir því í þessu tilviki en það er mjög sjaldgæft að það sé svona langur tími. Það er alveg eðlilegt að það sé kannski upp undir tvö ár en þetta er allt of langur tími. Ég veit ekki hvað veldur, í þessu tilviki,“ segir Sigtryggur Jóns- son, framkvæmdastjóri hjá Þjónustumiðstöð Mið- borgar-Hlíða, sem er ein af sex þjónustumiðstöðvum í borginni og hafa það hlutverk að veita þverfaglega og samræmda velferðarþjónustu til einstaklinga og fjölskyldna á tilteknum svæðum. Sigtryggur getur ekki tjáð sig um einstaka mál en um ferlið að sækja um félagslegt húsnæði segir hann að fólk sæki um hjá sinni þjónustumiðstöð. Þar er fólk metið til stiga eftir þörf og kröfum og fyrir hvern úthlutunarfund sé raðað í forgangsröð eftir því hvaða húsnæði sé laust. Hversu stórt það er, hvar það er staðsett. Í hverri þjónustumiðstöð er síðan fundur þar sem forgangsraðað er í hverja einustu þessara íbúða. Miðlægur fundur á skrifstofu velferðarsviðs tekur síðan fyrir þessar sex forgangsraðanir frá hverri miðstöð fyrir hverja íbúð fyrir sig og þar er endanlega ákveðið hverjir fá úthlutað. „Í millitíðinni, frá því að við fáum upplýsingar um hvaða íbúðir eru lausar, þá höfum við gjarnan sama- band við þetta fólk sem er á biðlista og segjum því að það sé íbúð laus þarna, hvort það vilji að við tilnefnum viðkomandi í það húsnæði. Það getur verið misjafnt hvar fólk vill og getur búið í bænum. Síðan er úthlutað miðlægt og einhver til vara vegna þess að það er til í dæminu að fólk hafni húsnæði þó það fái úthlutað.“ Ýmislegt getur þó hindrað þetta ferli, segir Sig- tryggur. Hvar fólk vill vera, hversu stórt húsnæði það vill, hversu háa leigu það er tilbúið að greiða, hvort það er með gæludýr, hvort það sé lasburða og hindr- andi hvort það sé ekki lyfta í húsnæðinu og svo fram- vegis. Ef regluleg neysla er í gangi þá er hún yfirleitt hindrandi. „Það sem við höfum verið að kljást við er að litlar íbúðir, sérstaklega miðsvæðis, þær losna ekki. Fólk sem þarf litla íbúð og vill vera miðsvæðis, það lendir í erfiðleikum.“ Í fyrra var ákveðið að óska eftir því að Félagsbú- staðir keyptu 32 litlar, tveggja herbergja íbúðir mið- svæðis en að sögn Sigtryggs hefur það ekki gengið eftir. „Ég held þeir hafi náð að kaupa átta vegna þess að þær eru bara ekki til. Þær eru ekki á lausu.“ Eins og fram kom í máli Valgeirs hefur honum oft verið tilkynnt að hann hafi verið tilnefndur í íbúð en ekki hlotið. Um þetta ferli segir Sigtryggur að fólk sé í tengslum við ráðgjafa hjá sinni þjónustumiðstöð sem talar hans máli á viðkomandi stöð. Ráðgjafinn fær viðkomandi hugsanlega settan í forgang en „svo er það þessi miðlæga ákvörðun sem er tekin út frá pappírum í rauninni“. Sigtryggur segir að enginn tiltekinn hópur sér í forgangi og að karlar standi ekki verr að vígi en konur í þessu kerfi. Hann bendir á að til að bregðast við þessum skorti þá hafi fyrir mörgum árum síðan verið tekið upp á því í Reykjavík að bjóða viðbótarhúsaleigu- styrki til að fólk í þessari stöðu geti farið á almennan leigumarkað. Þá komi húsaleigubætur frá ríkinu og viðbótarbætur frá sveitarfélaginu. Þessir styrkir hafa hins vegar alls ekki haldið í við hækkun á húsaleigu á markaði frá því að þessi pólitíska ákvörðun var tekin fyrir einum tíu árum síðan eða svo. Fólk sem þarf litla íbúð lendir í vandræðum n Svona er úthlutunarferlið n Fólki er forgangsraðað eftir stigagjöf V ið vitum að það er mik- il húsnæðiskreppa hér í borginni,“ segir Björk Vilhelmsdóttir, formað- ur velferðarráðs Reykjavíkur- borgar. Hún segir að hún þekki ekki einstök mál þar sem pólitíkin komi ekki að úthlutun íbúðar- húsnæðis enda sé það í höndum þjónustumiðstöðvanna. „Fyrir hrun var lítið sem ekkert byggt af litlu og ódýrara húsnæði og eftir hrun þurftu Félagsbú- staðir að minnka kaup á félags- legu húsnæði. Nú er Reykjavíkur- borg að fara af stað með talsvert mikla uppbyggingu í samvinnu við Félagsbústaði. En ég veit að biðlistinn er langur og fólk er ekki að fá úthlutað nema það sé kom- ið í algjöra neyð, þannig er bara ástandið og við vitum af þessu og þetta er mjög erfitt fyrir þetta fólk og aðstæður þess hræðilegar. Þetta er ekki staða sem hægt er að fá lausn við einn-tveir og þrír vegna þess hvernig húsnæðis- markaðurinn þróaðist mörg ár fyrir hrun og svo varð algjört stopp í byggingariðnaði í nokk- ur ár.“ Aðspurð hvort dæmi séu um að fólk sé á biðlista í sex ár segir Björk að dæmi séu um að fólk sé svo lengi á biðlista. „Þá er þetta vanalega fólk sem skorar ekki mjög hátt í stigagjöf og það eru skýrar reglur um það hvernig hún fer fram. Fólk getur verið lengi á biðlista vegna þess.“ Biðlistinn er langur Húsnæðiskreppa í borginni, segir formaður velferðarráðs Sex löng ár Alvarlega hjartveikur, heimilislaus maður hefur verið á biðlista eftir félagslegu húsnæði í Reykjavík í sex ár. Þrátt fyrir að hann voni að fá á endanum úthlutaða litla íbúð til að kalla heimili sitt og bjóða börnunum sínum í heim- sókn, þá er hann að verða úrkula vonar eftir ítrekaða höfnun. Hann óttast að heilsa hann leyfi ekki annan vetur á vergangi. (Athugið að myndin er sviðsett). Mynd Sigtryggur Ari „Þetta er minn veruleiki og ég er orðinn þreyttur á honum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.